Góð Lundúnarferð

Ég er nýkominn heim eftir skemmtilega ferð til London Smile

 

Ég tók ekki með mér tölvu né leitaði neina uppi. Ákvað að kúpla mér frá öllu og njóta ferðarinnar. Nei nei! Þá náttúrlega verður allt vitlaust heima og komin ný borgarstjórn! Hmmm maður má greinilega ekki skjóta sér aðeins frá!

 

Ég er búinn að vera flakka um á netinu í kvöld og skoða gamlar fréttir og blogg og verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvað gerðist! Það á örugglega ýmislegt eftir að koma í ljós næstu daga og líklegt að Bingi þurfi nú eitthvað að svara fyrir sig líka. Villi greinilega kominn í marga hringi og ljóst að lygavefurinn í kringum þetta mál er orðinn ansi flókinn!

 

En hvað um það! London var æði eins og alltaf. Ég hef komið svo oft þangað að  maður þurfti ekki að eyða miklum tíma í að leita neitt uppi. Gamli fararstjórinn kom líka uppí mér og ég var í raun með allt tilbúið fyrir ferðina, alla miða og svoleiðis þannig maður gat bara slakað á á milli atburða.

 

Rush tónleikarnir voru frábærir. Ég átti von á góðu en þeir voru betri eins og ég sagði í viðtali við Óla Palla á Rás 2 daginn eftir tónleikana. Hann hringdi í mig til London þar sem ég var staddur á Regent Street og tók smá viðtal í beinni, Rush spiluðu í rúma 3 tíma með einu hléi og það sem kom mér mest á óvart var lagavalið sem var mjög skemmtilegt. Fullt af lögum sem maður átti ekki von á að heyra. Hitt var svo "showið". 3 risaskjáir fyrir ofan sviðið, ótrúlegt lasershow, eldvörpur og hljómgæðin voru hreint ótrúleg. Ég fullyrði að aldrei hef ég heyrt jafngott trommusánd á tónleikum! Ég fór heim á hótel þreyttur og sáttur eftir mikla tónleikaupplifum. Það var líka gaman að láta gamlann draum rætast með að sjá Rush á sviði og þó þeir væru alltaf að gera grín að aldri sínum á tónleikunum var ekki hægt að sjá nein þreytumerki á þeim! Takk fyrir að fagna með okkur útkomu zilljónustu plötu okkar sagði Geddy Lee LoL

Dream Theater tónleikarnir voru líka góðir. Náðu ekki jafnmiklum hæðum og Rush enda eiga þeir ekki jafnmikið af góðum lögum finnst mér. En þetta eru frábærir tónlistarmenn og það var alger unum að sjá og heyra þá spila. Ég var sérstaklega ánægður hvað þeir fluttu mikið af nýju plötunni sem mér finnst sú besta hingað til hjá þeim. En þeir eru svosem engir nýgræðingar. Búnir að starfa í meir en 20 ár Wink Hljómsveitin Symphony X hitaði upp fyrir þá en nutu sín engan veginn vegna slæmra hljómgæða. En ágætis sveit greinilega. Nýja platan þeirra hljómar vel.

 

Ég blogga svo betur um ferðina á morgun enda nóg um að tala Smile

 

p.s.

Heiða það var búið að klukka mig!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að ferðin var góð, ætlar þú á Heaven & Hell í London í Nóv.?

v/Dream Theater þá hafði ég möguleika á að sjá þá árið 2004 í San Fran en nennti ekki, sé smá eftir því :(

Velkominn heim!

Þráinn Árni Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Takk Þráinn.

Já ég fer líklegast á Heaven & Hell. Er allavega búinn að kaupa miða á tónleikana. Gæti samt verið að það klikki

Kristján Kristjánsson, 16.10.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Grumpa

ég hefði sko alveg verið til í að sjá Rush. Var einmitt hugsað til þín á laugardagskvöldið þegar ég var að labba niður Laugaveginn og Limelight kom í iPodinum hjá mér...æðislegt lag!

þú getur svo lesið "nýtt viðtal" við Villa fyrrum borgarstjóra á blogginu mínu til að vera up to date í öllu þessu máli

Grumpa, 16.10.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já þeir byrjuðu einmitt tónleikana á Limelight :-)

Kristján Kristjánsson, 16.10.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.