Loksins frí
29.12.2007 | 12:24
Jæja þá er loksins komið smá frí eftir jólatörnina. Þó það hafi verið þriggja daga frí um jólin þá fóru þeir allir í jólaboð sem er náttúrlega æðislegt og ég átti yndisleg jól með mínu fólki :-) En núna er fimm daga frí þar sem maður getur loksins lagst í smá leti og farið að horfa á myndir og hlusta á tónlist og lesa bækur og svoleiðis :-)
Eins ætla ég að leggjast yfir plötur ársins og set saman mína lista um helgina.
Ég er ekki kominn nógu langt frá törninni til að sjá hvaða útgáfur gengu vel og hverjar ekki en það liggur samt beint við þrjár gæðaútgáfur sem virðast hafa selt vel í jólaösinni. Að sjálfsögðu er sala ekki stimpill á gæði, það vitum við öll en það er alltaf gaman þegar gæðaútgáfur seljast vel.
Í fyrsta lagi er það plata Palla Óskars "Allt fyrir ástina". Sú plata hefði getað farið á hvorn veginn sem er. Palli hefur verið lengi í burtu og langt síðan hann gaf út sína síðustu sólóplötu. En Palli kom sá og sigraði og endar sennilega með söluhæðstu plötuna fyrir þessi jól. Hann gerði allt sjálfur. Gaf út og dreifði og sá um allt kynningarstarf. Platan er geysilega vel heppnuð. Alger gæðagripur og ég óska Palla innilega til hamingju með plötuna.
Mugison platan er án efa plata ársins og hún seldist líka vel. Mugison gaf út plötuna sjálfur og Sena dreifði henni. Hann gaf hana út á sínum eigin forsemdum og uppskar sinn sess sem einn af sterkustu listamönnum ársins!
Loks vil ég nefna Sigur Rós sem var með DVD sem heitir Heima og plötu sem heitir Hvarf/Heim. Einnig voru þeir nýbúnir að gefa út bók/DVD/Geisladisk úr heimildamyndinni Hlemmur.
Heima DVD seldist yfir 5000 eintök sem er frábært miðað við að DVD seljast yfirleitt ekki í svona fjölda. Myndin er einstaklega vel heppnuð og dómur Breska tónlistarritsins Q segir allt sem segja þarf "Sigur Rós has reinvented the music film" (5 stjörnur).
Aðrar útgáfur sem ég man eftir sem gengu vel (ég er örugglega að gleyma einverjum) sem mér fannst flokkast undir gæðaútgáfur eru Gus Gus, Sprengjuhöllin, Bloodgroup, Hjaltalín, Megas o.fl.
Ég birti betri lista eftir áramót þegar ég hef tíma til að skoða útkomuna :-)
Athugasemdir
Ekkert af þessu hugnast mér, en það er margt annað sem gladdi mig. Gleðilegt tónlistarár.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 14:28
Já Kiddi, komdu endilega með sem besta og yfirgripsmesta úttekt á sölunni.
ER sjálfur forvitin að vita um fleira eins og Sign, Mínus, Ólöfu, auk fleiri smærri útgáfa sem voru góðar smíðar en hafa ekki endilega selst mest eða best.
Vinir Ykkar Jens í I Abat (eða hvernig sem það er skrifað, man það aldrei!) Villa Elísu, o.fl. o.fl.!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.