Jesús Kristur Súpergoð
29.12.2007 | 23:29
Ég skellti mér í Borgarleikhúsið í kvöld og sá Jesus Christ Superstar. Fyrirfram leist mér geysivel á þessa uppfærslu. Krummi í Mínus, Jens úr Brain Police, Lára úr Funerals, Maggi úr Gus Gus (Sem er reyndar leikari líka) ásamt reynsluboltum á borð við Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann G. ofl.
Það er óhætt að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég var mjög ánægður að sjá strax í byrjun að Bjössi trommari og Bjarni gítarleikari Mínus voru í hljómsveitinni sem var alveg brilljant! (Að vísu leist mér ekki á að hljómsveitin var staðsett fyrir framan sviðið í byrjun og þó að ég hafi séð vel á sviðið fann ég til með greyið stráknum á fyrsta bekk sem sá sennilega ekkert nema rassinn á Bjössa trommara, en hljómsveitin seig niðrí gryfju eftir forleikinn) Krummi í hlutverki Jesú var klæddur eins og emmm...Krummi og Jens í hlutverki Júdas var líka í sínum rokkfötum. Lára var í leðurdressi og Ingvar í hlutverki Pílatusar var í jakkafötum! Æðislegt.
Þessi sýning var ROKKópera með stóru erri. Útsetningarnar voru flottar rokkstjörnurnar stóðu sig með prýði og Ingvar og Bergur Þór stálu sviðinu þegar þeir voru þar. Sviðið var einfalt og dökkt. Stór kross var helsta sviðsmyndin og sviðsetningin hentaði þungum útsetningum verksins mjög vel.
Ég mæli eindregið með þessari sýningu!
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Uppskriftin hljómar vel. Ég er svo sem enginn aðdáandi Jesus Christ Superstar. En þeim mun meiri aðdáandi Krumma og Jens í Brain Police. Þessa uppfærslu verð ég að sjá.
Jens Guð, 30.12.2007 kl. 00:21
Ja, þegar þú segir það svona, þá er kannski spurning um að kíkja á töffarana. Það var nú gaman að þessu í den í Austurbæjarbíói. Áramótakveðja og takk fyrir góð blogg.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 11:45
Kiddi, ég þyrfti að fá aðstoð frá þér með hvernig þú setur inn svona youtube skrár.. var að reyna það í morgunn en það gett ekki eftir. Ég notaði embedded linkinn..
Ef þú mátt vera að þá er msn hjá mér skari60@hotmail.com
Óskar Þorkelsson, 30.12.2007 kl. 13:30
gekk ekki eftir...
Óskar Þorkelsson, 30.12.2007 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.