Endurfæddir

 Jæja best að setja inn nýja færslu. Mér skilst að sumir bloggvinir mínir hafi þurft áfallahjálp eftir þennann hrylling í færslunni á undan LoL Ég gróf upp myndband með Black Sabbath. Það er þrælfínt lag sem heitir Zero The Hero og er af hinni vanmetnu plötu "Born again". Þar söng Deep Purple söngvarinn Ian Gillan en entist ekki lengi í hljómsveitinni.

 Black Born

Gillan hefur sagt í viðtölum að hann var ekki hrifinn af plötunni á sínum tíma og sérstaklega ekki umslaginu sem hann hataði. En í dag finnst hann platan fín. Hann fór í tónleikaferðalag með Black Sabbath eftir plötuna og ég var svo heppin að sjá þá á Reading hátíðinni 1983. Ferðalagið var skrautlegt og var mikill innblástur fyrir Spinal Tap. Spinal Tap myndin er reyndar mynd sem allir ættu að sjá, fyndnari mynd um rokk hefur ekki verið gerð. En allavega í myndinni koma Spinal Tap fram með sviðsmynd af Stonehenge sem var allt of lítil og svo var dvergur sem dansaði í kringum sviðsmyndina. En í alvörunni þá létu Black Sabbath byggja Stonehenge sviðsmynd sem var allt og stór þannig að hljómsveitin komst varla fyrir á sviðinu Grin Síðan var dvergur sem dansaði uppá sviðsmyndinni. Ian Gillan minnist á í viðtali að á einhverjum tónleikunum heyrði hann óp og svo dynk þegar dvergurinn datt af sviðsmyndinni Grin

 

En ég mæli með plötunni "Born again" engin spurning!

 



Rock og roll Devil

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alveg sammála Þér Kiddi um Born Again, músíklega finnst mér hún koma vel út og eiginlega í samhengi við Heaven And Hell og Mob Rules með Dio við hljóðneman. Eitthvað fór þó í klessu með hljómin, eða að skurðurinn á plötunni fór eitthvað afvega. (þetta finnst mér allavega í minningunni!?) En engum blöðum er um að fletta, að þetta er eitt allraljótasta plötuumslag rokksins!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.2.2008 kl. 00:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt er enn að ná mér eftir síðustu færslu hjá þér, hlusta á Status Quo alla daga núna.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:54

3 identicon

Magnús minn Geir, bæði Heaven and Hell og Mob rules myndi ég telja til meistaraverka rokksins þannig að mér finnst ósanngjarnt að vera nefna Born again í sömu andrá þar sem hún er í ljósárafjarlægð frá þeim báðum...

en hún er ekki alslæm..það fer henni t.d. alls ekki illa að safna ryki í plötuskápnum mínum í geymslunni, sem hefur líka annan kost ..ég þarf ekki að sjá þetta hræðilega umslag...

Bubbi J. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:52

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég opnaði þetta myndband varlega og með ekkert hljóð á .. minning um Pat Boone var yfirþyrmandi.. en svo setti ég hljóðið á og allt varð gott aftur.

Óskar Þorkelsson, 5.2.2008 kl. 23:35

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

....ég var að fá í hendurnar endurútgáfuna á Lonely just like me. Hún er að sjálfsögðu remasteruð og á henni eru 13 aukalög....flest tekin á hljómleikum og nokkur sem hann hljóðritaði á hótelherbergi. Ég er ekki búinn að hlusta en þetta er efalaust vænn gripur.

Guðni Már Henningsson, 6.2.2008 kl. 13:39

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Frábært Guðni. Bíð spenntur eftir mínu eintaki

Kristján Kristjánsson, 6.2.2008 kl. 15:38

7 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Það er sko alveg laukrétt að Born again er vanmetin plata. Ég kolféll fyrir henni strax þótt mér þætti þá strax og ætíð síðan, þessi samsetning á Black Sabbath ákaflega skrítin og alls ekki ganga upp, þrátt fyrir þessa frábæru plötu. Veit ekki alveg hvort hún sé yfir höfuð samnburðarhæf við aðrar Black Sabbath plötur, samanber The eternal Idol og Seventh Star. Annars vil ég nú meina að besti söngvarinn, raddlega að minnsta kosti, sem Black Sabbath hefur nokkru sinni haft hafi verið Tony Martin. Headless Cross og Tyr eru glæsilegar plötur með glæsilegum lögum. Ég sá þetta "lineup" á tónleikum og það var alveg sama hvar var borið niður í eldra efni hann söng það allt alveg stórkostlega. Því miður varð samstarfið ekki langvint en þvílíkur söngvari. Lagasmíðar Tony Iommi eru svo oft stórar í sniðum, hvort heldur er í lengd eða hljómagangi og uppbyggingu, og í þvílíkum klassa sem þungarokkslög að þær einfaldlega kalla á stóra rödd. Tony Martin svaraði því kalli með glæsibrag (og ekki síður Cozy Powell, blessuð sé minning þess mikla meistara). Mér þykir ólíklegt að Ozzy mundi ráða við það sem aðrir söngvarar Black Sabbath hafa gert, enda ekki besti söngvarinn þó hann sé einn sá merkilegasti.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 13.2.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.