Músíktilraunir 2008

Nú styttist í hinar árlegu Músíktilraunir. Hér eru upplýsingar frá Hinu Húsinu hvernig hljómsveitir geti skráð sig í keppnina.

 

Músíktilraunir-Tónlistarhátíð 2008

Markmið:

- Að veita ungum íslenskum hljómsveitum og tónlistarfólki tækifæri á að koma tónlist sinni á framfæri.

- Að skapa vettvang fyrir unnendur tónlistar til að geta fylgst með ungum og efnilegum hljómsveitum og tónlistarfólki.

- Að stuðla að því að fjölmiðlar skapi umræðu og kynningu í samfélaginu á ungu og upprennandi tónlistarfólki.

Reglur:

1. Hljómsveit þarf að skila af sér: (Sjá nánar á www.musiktilraunir.is)

 
- Útfylltu skráningarblaði
 
 
- Geisladisk/MP3 með 2 frumsömdum lögum - þurfa ekki að vera vandaðar upptökur.
 
 
- Mynd af hljómsveit - á tölvutæku formi merkja vel öll nöfn í réttri röð.
 
 
- Text um hljómsveit á word skjali
 
 
- 6.000 kr. Þátttökugjald.
 
 
- Skráning er gild gegn greiðslu
 
 
Skráningarblað, upptökur, mynd og þátttökugjald verður að hafa borist Tónabæ eða Hinu Húsinu fyrir 25. febrúar
 
 
2. Á hverju undankvöldi skal hljómsveit flytja 2 frumsamin lög. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 10 mínútur.
 
 
3. Á úrslitakvöldi flytur hver hljómsveit 3 frumsamin lög. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 12 – 15 mínútur.
 
 
4. Hljómsveit má ekki hafa gefið út efni sitt á geisladisk, plötu eða hljóðsnældu.
 
 
- Talað er um útgáfu þegar efni er selt og markaðsett skipulega fyrir almenning.
 
 
Ekki er um útgáfu að ræða þegar efni:
 
 
- er eingöngu notað sem gjafir, þrátt fyrir að það sé á geisladisk, plötu eða hljóðsnældu.
 
 
- eftir hljómsveit hefur eingöngu komið út á safnplötu.
 
 
-Sökum þess hversu auðvelt er að útbúa og dreifa tónlist í gegnum netið telst það ekki til útgáfu og er því leyfilegt.
 
 
5. Framkvæmdarnefnd Músíktilrauna 2008 áskilur sér þann rétt að hafna hljómsveitum þátttöku ef:
 
 
- sýnishorn það sem berst á hljóðsnældu/geisladisk/MP3 stenst ekki tónlistarlegar lágmarkskröfur sem gerðar eru til keppninnar.
 
 
- Af öðrum ástæðum.
 
 
6. Athugið að á Músíktilraunum 2008 eru fjöldatakmarkanir þ.e. þær 50 fyrstu hljómsveitir sem skrá sig og greiða þátttökugjald komast að.
 
 
7. Ef eitthvað kemur upp á, t.d. ef að hljómsveit ætlar að hætta við, þá verður að tilkynna starfsmönnum Tónabæjar eða Hins Hússins það strax eða fyrir 1. mars 2008.
 
 
ATH.! Þátttökugjald er ekki endurgreitt eftir 25.febrúar 2008

Skráning hefst 11. febrúar 2008 í:

TÓNABÆ:síma 411-5400 eða tonabaer@itr.is

HINU HÚSINU: símum 411-5500 eða menning@hitthusid.is

Heimasíður:
 

www.tonabaer.is

og

www.hitthusid.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.