Plögg!

EIRÍKUR HAUKSSON Í METALL!!! Á RÁS 2 Á FIMMTUDAGINN!

Það er einstaklega skemmtilegt að geta sagt frá því að sjálfur Eiríkur Hauksson, hinn geðþekki rauðhærði riddari, verður gestur í METALL!!! nú á fimmtudagskvöldið. Eiríkur mun spila sín uppáhaldsslög og spjalla um uppvöxt sinn sem þungarokkara yfir ljúfum kaffibolla eða tveimur. Eiríkur á að baki glæstan bárujárnsferill með sveitum eins og Start, Drýsli og hinum norsku ARTCH sem eru í miklum hávegum hjá þungarokkssælkerum en plata þeirra frá 1988, Another Return To Church Hill, þykir vera mikill kjörgripur.

Erik Hawk metalhaus mánaðarins! Það er eiginlega ekki hægt að biðja um það betra. Þetta er einfaldlega þáttur sem stranglega er bannað að missa af!

METALL!!! ... án efa rauðhærðasti útvarpsþáttur í heimi

 

Þetta er MÖST!

Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek svo sannarlega undir það. Get vart beðið.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:30

2 identicon

Það  er ágætt að fá Eirík, því það hefur lítið skemmtilegt gerst þarna síðan þú komst í þáttinn, nema ef vera skyldi að plata Morðingjanna var spiluð í heild sinni í einum þættinum..kv.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Smá nöldur, ég var á sjúkrahúsi tvo síðustu fimmtudaga og reyndi að hlusta á rás 2, að mínu mati voru þetta tvö leiðinlegustu fimmtudagskvöld í háa herrans tíð, þvílík dagskrá Kær kveðja til þín samt minn kæri Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Grumpa

Darn! Missti af því! En ég sá þó arabíska útgáfu af Bráðavaktinni í sjónvarpinu úti í Marocco! Virkilega áhugavert :)

Grumpa, 19.4.2008 kl. 20:37

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég hlustaði á þáttinn með Eika.  Þó að sá náungi sé búinn að syngja allskonar dæmi sem mér þykja miður áhugaverð þá er hann rokkari.  Og veit um hvað hann er að tala þegar kemur að rokki.  Frábær söngvari.  Metall er ennþá flottari þáttur.  Ómissandi vikulegur skammtur af rokki í bland við feita fróðleiksmola.  Arnar Eggert er snillingur!

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband