Hallelujah!

Það rifjaðist upp hjá mér í kvöld þegar ég var að lesa leiðindarifrildi á einu bloggi lagið Hallelujah eftir Leonard Cohen. Í dag tengja flestir lagið við Jeff Buckley sem gerði ódauðlega útgáfu af laginu og síðan Shrek! En lagið kom fyrst út á plötu Cohens "Various positions" sem kom út 1984.

 

Ég gróf upp nokkrar útgáfur af laginu og hér er fyrst útgáfa með höfundinum Leonard Cohen.

 

 




Hér er svo ægifallega útgáfa Jeff Buckley.

 

 



John Cale úr Velvet Underground flytur hér sína útgáfu af laginu.

 

 



Bon Jovi hefur líka margoft flutt lagið. Hér er "Unplugged" útgáfa.

 

 



Að lokum kemur annað Hallelujah lag. Nick Cave samdi það og flutti á plötunni "No more shall we part" frá 2001. Æðislegt lag!

 

 



Amen!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Leonard Cohen fyrir minn smekk!

Gulli litli, 8.5.2008 kl. 01:18

2 identicon

Þú gleymdir útgáfu Hanndalsbræðra, en þá heitir lagið reyndar Halli Skúla.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hef ekki heyrt það Aðalsteinn! Hljómar áhugavert

Kristján Kristjánsson, 8.5.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ansi fyndið að sjá Bon Jovi taka þetta, gafst að vísu upp eftir mínútu...

Þórður Helgi Þórðarson, 8.5.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þess má geta að útgáfa Cohens var valin besta kanadíska lag síðustu aldar:::

Guðni Már Henningsson, 8.5.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Gulli litli

Reyndar er Halli Skúla brilliant.....

Gulli litli, 8.5.2008 kl. 18:48

7 identicon

Cohen höfðar mest til mín en auðvitað er lagið bara flott.

Ragga (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 19:17

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki gleyma framlagi Ísraels í Júróvisjón um árið. Ekki jafn gott, en heitir samt Halelujah.

Ingvar Valgeirsson, 10.5.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband