Brian Wilson í Royal Albert Hall

Nú rætist gamall draumur í sumar. Ég var að kaupa miða á Brian Wilson í Royal Albert Hall þann 1. júlí næstkomandi. Hann er einn af þessum gömlu meisturum sem mig hefur alltaf langað til að sjá.

 

Það verður upplifun að sjá kappann í Royal Albert Hall. Það er æðislegt hús. Hann verður með 10 manna hljómsveit og lofar mjög sérstöku prógrammi þar sem hann ætlar að kafa vel í katalóginn sinn sem er náttúrlega orðinn ansi mikill. Ég læt mig dreyma um Smile og Pet Sounds Smile

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég stefni enn á tónleika með Status Quo, veit ekki enn hvenær eða hvar, en við ætlum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Frábært Ásdís :-)

Kristján Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 21:31

3 identicon

Spilaði hann og hljómsveit hans ekki hér fyrir örfáum árum í Laugardalshöll.?

jensen (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Nei Brian Wilson hefur ekki haldið tónleika hér heima svo ég viti. Það var Mike Love og hljómsveit sem spiluðu undir Beach Boys nafninu í höllinni. Ég hafði því miður smá fordóma gagnvart þeim tónleikum og fór ekki. Ég dauðsá eftir því eftirá því það voru víst frábærir tónleikar.

Kristján Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Gulli litli

Ég sá Beach Boys í fyrra mínus Brian eða "hitt settið af Beach Boys" .........ágætir tónleikar...

Gulli litli, 13.5.2008 kl. 08:20

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það má líka alveg spyrja núna Kiddi, hvort þú sért ekki að kaupa köttin í sekknum?

En maður veit auðvitað aldrei fyrirfram.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband