Flottur Fogerty

 

John Fogerty

Fór á frábæra tónleika með John Fogerty í gærkveldi og skemmti mér þrælvel. Kallinn á haug af góðum lögum á lager og þau komu komu á færibandi í þá rúma tvo tíma sem hann spilaði. Hljómsveitin var þrælgóð og skemmtilegt að horfa á fimm gítaleikara spila fingrum fram á sviðinu Smile

 

Ég fór að hugsa um það eftirá að líklegast er þessi hljómsveit betur spilandi en Creedence voru á sínum tíma. Þær hljómleikaupptökur sem ég hef heyrt með CCR hljóma ekki svona vel. Auðvitað er tæknin og hljómgæðin betri í dag. Útsetningarnar voru fínar. Sum lögin virkuðu hraðari en á plötum en samspilið milli gítarleikara var stórfínt.

 

Fogerty var í fínu formi. Líklegast í einu besta formi síðari ára. Hann viðurkennir það fúslega að konan hans hafi bjargað honum úr þunglyndi og óreglu sem hefur örugglega haft áhrif hve gloppóttur ferill Fogerty hefur verið í gegnum tíðina.  Hann virðist vera sáttari við fortíðina og eins og hann sagði sjálfur er hann stoltur og ánægður yfir öllum þessum frábæru lögum sem hann getur spilað á tónleikum í dag.

 

Flest lögin voru Creedence lög en einnig flutti hann nokkur lög af eldri plötum eins og "Old man down the road",  Blue Ridge Mountain Blues og uppáhaldið mitt "Rockin all over the world" Smile

 Fogerty talaði mikið til áhorfenda og skipti næstum því alltaf á gítar milli laga.

 

Þetta var BARA gaman Wizard

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega Kiddi, þetta hefur bara verið upp á það besta og karlinn staðið undir þeim lýsingum sem komið hafa af fyrri hljómleikum.

Stemningin hefur svo væntanlega verið fín, góð mæting og hljómburður sem skástur í höllinni?

Og Fogerty sjálfur ánægður!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fimm gítarleikara, það er aldeilis!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hljómgæðin voru fín, mætingin ok þótt það hefði alveg mátt vera uppselt. Stemmingin var fín kannski dáldið mikið fyllerí væntanlega út af úrslitaleiknum. Fogerty var mjög ánægður með stemmingna og lofaði að koma aftur fljótlega :;-)

Kristján Kristjánsson, 22.5.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Heyrði Andreu Jóns og Óla Palla hrósa þessu í útvarpinu og dag og gaman að hann skuli halda svona góðum dampi. Mjög misjafnt hvernig gamlir rokkarar eldast.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Kristján, takk fyrir síðast. Það var sérstaklega gaman að sjá þig á þessum frábæru tónleikum.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.5.2008 kl. 00:37

6 Smámynd: Halldór Ingi Andrésson

Þetta var einn af allra bestu konsertum sem ég hef séð. Hljóðfæraleikararnir voru án efa betri en Creedence en Creedence var bara JC í mínum huga. Já kallinn á haug af lögum því næstum því allt sem hann hefur gefið út er frábært. Hann hefði getað haldið aðra jafn langan konsert með öðrum lögum og hann hefði verið frábær. Það kom mér á óvart hvað hann spilaði mikið af lögum sem hann samdi ekki, Suzie Q, I Heard It Through The Grapevine, Good Golly Miss Molly, Midnight Special. Hann spilaði líka My Toot Toot sem var aukalag á 12" way back og enginn á að þekkja. Lögin fjögur af Revival komu frábærlega út en samt vantaði lagið sem ég hélt að yrði standard, Gunslinger. Það er ekki spurning um gæði kallsins, ég mæli með Revival, Deja Vu All Over Again og Blue Moon Swamp, þær eru must.

Halldór Ingi Andrésson, 26.5.2008 kl. 22:57

7 Smámynd: Halldór Ingi Andrésson

Vel á minnst ég sleit mig frá leiknum til að sjá kappann, en ekki hann sjálfur!

Er samt Man Un aðdáandi og þetta er besta liðið þeirra síðan 60 og eitthvað! (En ég held nú reyndar meira upp á Fogerty þó)

Halldór Ingi Andrésson, 26.5.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband