Engin leið að hætta

Það hefur verið fullt að gerast undanfarið. Var að selja á tvennum tónleikum með Super Mama Djombo síðustu helgi og það voru þrælskemmtilegir tónleikar.

 

Síðan hefur verið óvenju mikið verið að gera í vinnunni undanfarið. Við ætluðum að loka plötubúðinni okkar en erum hættir við það sem betur fer. Við verðum áfram á laugaveginum næstu vikuna allavega og flytjum svo í nýtt húsnæði fljótlega. Ég tók líka við búðinni og ætla að gera hana að enn betri búð. Byrjaði að vinna í búðinni í vikunni og verð að viðurkenna að mér finnst það æðislega skemmtilegt. Það er orðið langt síðan ég hef unnið í verslun og sannarlega kominn tími til að gera það aftur. Held samt áfram að vinna á skrifstofunni. Tek það fyrir hádegi og búðina eftir hádegi. Það er líka auðvelt að sameina þetta tvennt. 

 

Svo er að setja sig í stellingar fyrir Whitesnake tónleikana í næstu viku. Hlakka ekkert smá til!

 

 



Rokk og roll Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég reikna með að þú sért að tala um Smekkleysu.. er hún að fara í nýtt húsnæði ? ef svo, hvar er það ?

Óskar Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Við förum yfr götuna á laugaveg 35.

Kristján Kristjánsson, 7.6.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kallinn minn er farinn að telja niður í klukkutímum, fram að tónleikunum.   Snake 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Super Mama Djombo var frábært...hitti þig í búðinni en ekki á Whitesnake!!!

Guðni Már Henningsson, 8.6.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.