Eivör og Ragga

Var að koma af dásamlegum tónleikum með Eivöru Páls og Röggu Gísla í Salnum í Kópavogi. Þær komu fram með Pétri Gunnars og Kjartani Valdimarssyni.

 

Ég átti von á góðu með þessum frábæru söngvurum og æðislegu karakterum og fékk bara enn betra. Það geislaði af þeim báðum og Pétur Grétars töfraði fram hljóðum. Eivör söng eins og engill og spilaði á gítar og Ragga söng líka og dútlaði sér við hljómborð og slagverk. Þau fluttu bæði ný og gömul lög. Hljómburðurinn var góður og ég átti yndislega kvöldstund.

 

Meira svona Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Færeyska álfadrottningi er alltaf dásamleg.  Það er sama hvað maður reiknar með að hún sé flott.  Hún er alltaf flottari.

Jens Guð, 13.6.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hún er náttúrutalent

Kristján Kristjánsson, 13.6.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.