Í Sambandi

Það hefur ekki verið bloggað mikið af minni hálfu undanfarið. Makkinn minn hrundi og það er ljóst að maður er hálf handalaus án tölvu! Það kom ekkert annað til greina en að kaupa nýjann Makka og nú er ég kominn með nýja Mac Pro vél og er mjög hamingjusamur. Hvernig fór maður að í gamla daga þegar engar tölvur voru?

Annars er bara allt á fullu eftir fríið. Opnaði formlega nýja Smekkleysu plötubúð síðasta föstudag og er mjög glaður. Hún byrjar frábærlega vel og að sjálfsögðu eru túristar áberandi og ekki skemmir þetta frábæra veður :-)

Rokk og sól :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lauja

Velkomin í bloggheima á ný - óskiljanlegt hvernig maður fór að hér áður fyrr - engar tölvur eða gemsar.......

Lauja, 30.7.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

OMG óskiljanlegt :-)

Kristján Kristjánsson, 30.7.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin í bloggheima á ný.  Veistu, ég er bara fegin að hafa lifað unglinsárin tölvulaust, en fá síðan að komast inn í þennan heim með tölvur og öllu.  Hefði ekki viljað missa æskuna eins og hún var.  Gangi þér vel með búðina, hvar er hún?? ætti að kíkja næst þegar ég kem í bæinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ásdís: Búðin er á Laugavegi 35. Hlakka til að sjá þig næst þegar þú átt leið :-)

Kristján Kristjánsson, 30.7.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk, ég mæti, má samt ekki sitja í bíl næstu 5 vikur en ég gleymi þér ekkert, nú missi ég af Clapton, seldi miðann minn í dag    til lukku með nýja Makkann, dóttir mín notar sko bara makka, vandlát stúlkan. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 16:35

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Kiddi minn, velkomin á stjá!

En get nú ekki stillt mig um að lauma því að þér, að þótt ýmislegt hafi bjátað á og Windows PC sé sé sem stagaður strangi, þá hefur nú tölva aldrei hrunið hjá mér!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2008 kl. 01:53

7 identicon

Rokk og ról. Til hamingju með nýja makkann :)

Ragga (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband