Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Skrýtið Músíktilraunakvöld
22.3.2007 | 23:57
Í kvöld var 4 kvöld Músíktilrauna og það varð skrýtin uppákoma þar. Þegar 3 hljómsveitir af 10 höfðu spilað var keppnin stöðvuð af brunaeftirlitinu vegna þess að í öðrum sal í húsinu átti að fara fram "Gettu betur" keppnin og þá var of margt í húsinu. Þetta kom flatt uppá starfsmenn ÍTR en þeir leystu þetta á farsælann hátt með því að fá rútur á staðinn og ferjuðu öllum gestum í Hitt Húsið á meðan á "Gettu betur" stóð. Það varð rúmlega klukkutíma hlé og síðan hélt keppnin áfram. Furðuleg uppákoma en starfsfólk ÍTR fá hrós fyrir snögg viðbrögð.
En keppnin var frábær og það fóru 3 hljómsveitir áfram. Það voru The Custom, Shogun og Hip Razical.
Síðasta undankvöldið verður annað kvöld og úrslitin svo annann laugardag í Listasafninu.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gott mál
22.3.2007 | 17:45
Reykjavíkurborg styrkir Hinsegin daga um 4 milljónir á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Músíktilraunir 3 undankvöld
21.3.2007 | 15:47
Í kvöld er þriðja undankvöldið í Músíktilraunum. Í gærkveldi komust hljómsveitirnar Spooky Jetson og The Portals áfram. Þetta er geysilega jöfn og spennandi keppni í ár og mjög skemmtileg eins og alltaf. Fjörið heldur áfram í kvöld í Loftkastalnum :-)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fáráðleg ákvörðun
21.3.2007 | 11:03
Ég hef aldrei skilið þessa ákvörðun að hefja hvalveiðar að nýju. Einu rökin sem ég heyri er að við eigum ekki að láta aðra segja okkur fyrir verkum. Hljómar dálítið eins og þjóðremba í mínum eyrum. Það eru engin augljós viðskiftaleg rök fyrir ákvörðunni, engin diplómatískt rök og af umhverfisjónarmiðum hef ég ekki séð sterk rök heldur. Ég hef ekki kynnt mér líffræðileg rök sjávar og áhrif fjölgun hvala í sjónum. Læt fróðari menn tala um það.
En það er alveg ljóst og hef ég kynnst því í mínu starfi að þetta hefur mjög neihvæð áhrif út á við og þó það sé ekki komið í ljós núna (það tekur tíma að þau áhrif komi í ljós) á þetta eftir að hafa neihvæð áhrif viðskiftalega séð fyrir okkur. Ímynd Íslands býður hnekki við þetta.
Álíka margir ánægðir og óánægðir með að hvalveiðar skuli hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.3.2007 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hey!
20.3.2007 | 13:53
Viktoría ætlar að stofna leshring í Hollywood | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skruddukvöld
20.3.2007 | 12:20
Við héldum fund í lesklúbbnum Skruddunum síðasta sunnudag. Þetta var æðislegur fundur þar sem við fórum fyrst yfir bókina Hrafninn eftir Vilborgu Davísdóttir. Mér fannst þetta mjög góð bók. Lýsingarnar hjá Vilborgu á lifnaðarhættum Inúíta var mögnuð og fannst mér sérstaklega heillandi forlagatrúin sem hún lýsti svo vel. Einnig var hægt að tengja fordóma sem voru uppi á 15 öld vel við fordóma sem fyrirfinnast enn þann dag í dag og einkennist eins og flestir fordómar, af fáfræði og þekkingarleysi.
Mig hlakkar til að lesa meira eftir Vilborgu.
En svo var áhveðið að næsta bók verður Hroki og Hleypidómar eftir Jane Austin sem sumum fannst skrítið val en gefur upp skemmtilega breydd hjá félögum finnst mér. Ég hef aldrei lesið neitt eftir Jane Austin en séð margar kvikmyndir gerðar eftir sögum hennar, þannig það verður fróðlegt að kynnast henni
Ég var svo himinlifandi að verða útnefndur kokkur klúbbsins og mun sinna því starfi með mikilli ánægju
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Styrktartónleikar Forma
20.3.2007 | 11:03
Ég vil vekja athygli bloggara á athyglisverðum tónleikum sem verða haldnir á Nasa þann 1 apríl næstkomandi.
Það eru styrktartónleikar Forma þar sem koma fram m.a. Björk, KK, Mugison, Lay Low, Pétur Ben, Magga Stína o.fl.
Forma eru samtök átröskunarsjúklinga sem er sjúkdómur sem er að vera algengari því miður og þarf að vekja fólk til umhugsunar.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Forma
http://www.forma.go.is/
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Músíktilraunir 1 undankvöld
19.3.2007 | 09:43
Í kvöld er fyrsta kvöld Músíktilrauna. Þar koma fram eftirtaldir-
Chimera
Davíð Arnar
Eldborgir
NoneSenze
NÓBÓ
Fúx Frá
Hestasveitin
Kynslóð625
Loobyloo Magnyl
Fjörið er í Loftkastalanum og hefst kl 19.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Snilldar myndband
18.3.2007 | 15:41
Ég verð að benda á þetta myndband sem Tómas Þóroddson tommi.blog.is linkaði á síðuna sína. Takk Tómas þetta er snilldin ein! Njótið http://www.youtube.com/watch?v=YPnGPIMUnus&eurl
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Loksins
17.3.2007 | 17:29
Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)