Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Fermingar

Nú fer í hönd fermingartímabil eins og alltaf og kaupmenn fagna. Burtséð frá skoðunum sem má hafa af tilgangi ferminga varð ég hneykslaður á einu í dag sem vinnufélagi minn sem er að ferma dóttir sína sagði mér í dag. Hann verður að kaupa HVÍTA bíblíu. Ég hef reyndar aldrei pælt í þessu hvort þetta hafi alltaf verið svona en mér finnst ofboðslega leiðinlegt þegar er verið að setja alla í einhvern staðlaðann búning og enginn má vera öðrvísi. Það er verið að hugsa meir um útlitið heldur en tilganginn finnst mér. Að staðfesta trúna hjá einstaklingum. Síðan má alltaf deila um hvort að 13 ára unglingar eru nógu þroskaðir til að taka þá ákvörðun.


Spakmæli

Þar sem nokkrir sem ég þekki eiga stórafmæli á næstunni datt mér í hug spakmæli sem ég held að hafi örugglega komið frá Mark Twain.

 

Age is mind over matter.

If you don't mind it doesn't matter

 

SmileSmileSmile

 


Götulistamenn

Það er að koma vor og það var ánægjulegt í dag að sjá götulistamenn fyrir utan Bónus á laugavegi. Mér finnst svo gaman að sjá fólk spila á götuhornum og á förnum vegi. Það hefur einhvernveginn aldrei myndast stemming hérna heima á borð við erlendis þar sem þetta þykir sjálfsagt mál og hluti af borgarmenningu. Ég held að við Íslendingar lítum dálítið á götuspilara sem betlara sem er út í hött. Þetta er fólk sem er skemmta okkur og mér finnst sjálfsagt að þeir fái borgað fyrir það.

Ég bjó í New York í nokkra mánuði fyrir mörgum árum síðan og kynnist vel götulistamönnum þar. Minn uppáhaldspöbb var í háskólahverfi nálægt Columbiaháskólanum og það var athvarf fyrir listamenn sem voru margir hverjir voru að læra í háskólanum. Þar kynnist ég mörgum hæfileikaríkum tónlistarmönnum sem lifðu á spilamennsku í neðanjarðarlestum, götum og pöbbum. Það var yfirleitt fastur rúntur hjá flestum, fyrrihlutinn fór yfirleitt í að spila í neðanjarðarlestum og á fjölförnum götum, á kvöldin var oftast spilað á pöbbum og í litlum klúbbum. Það var yfirleitt borgað eitthvað smáræði á pöbbunum en eftir settin var hattur látinn ganga og höfðu flestir mest uppúr því. Flestir sem ég kynnist höfðu fínt uppúr þessu. Enda margir alveg frábærir listamenn.

Hér heima man ég bara eftir JóJó sem gerir þetta að staðaldri og líta flestir á hann sem dálítið skrítinn kall. Listamenn á borð við KK hafa góða reynslu á að spila erlendis sem farandstrúbatorar hefðu sennilega aldrei dottið í hug að gera það hér heima því eins og ég kom að áðan held ég að við lítum alltof mikið á svona spilamennsku sem betl og erum líka mjög nísk á að borga listamönnum fyrir vinnu sína.


Góðir gestir

Það datt inná borð til mín ótrúlegur diskur með gamla rokkaranum Jerry Lee Lewis fyrir stuttu. Þetta er dúettaplata og gestalistinn er ótrúlegur.

 

Jimmy Page
BB King
Bruce Springsteen
Mick Jagger/Ronnie Wood
Neil Young
Robbie Robertson
John Fogerty
Keith Richards
Ringo Starr
Merle Haggard
Kid Rock
Rod Stewart
George Jones
Willie Nelson
Toby Keith
Eric Clapton
Little Richards
Delaney Bramlett
Buddy Guy
Don Henley
Kris Kristofferson
 
Ég man ekki eftir að hafa séð annann eins stjörnuskara á einni plötu. Platan er svo þrælskemmtileg líka, það er góður kraftur í þeim gamla og skondið að heyra lög eins og Rock n'roll (Led Zeppelin) þar sem Jimmy Page er að sjálfsögðu gestur. Hann flytur líka þekkt lög eftir gestina (þar sem þeir taka þátt af sjálfsögðu). Pink Cadillac með Bruce Springsteen, The Pilgrim með Kris Kristofferson, Travellin' band með John Fogerty o.fr. í bland við gamla slagara.
 
Platan heitir "Last man standing" :-)
 
 

 


Jag heter Metallica Jörgensen

Samkvæmt vefritinu panama.is fengu sænskir foreldrar leyfi til að skíra dóttur sína Metallica. Þó Metallica sé ágæt hljómsveit færi maður nú seint að skíra barnið sitt eftir henni. Stundum finnst mér foreldrar hafi gleymt því hvernig er að alast upp. Barnið á líklegast eftir að líða fyrir þessi sniðugheit foreldranna. Hvað næst? Cannibal Corpse? Slayer? Flaming lips?

Kvikmyndatilvitnun dagsins

Ég hef alltaf verið mikill kvikmyndafíkill. Ég horfi lítið á sjónvarp en mikið á DVD því mér finnst svo þæginlegt að vera minn eiginn dagskrárstjóri :-) Ég hef lítið náð að horfa undanfarið vegna anna og eins hefur það mikið verið að gerast í tónlistinni að meiri tími hefur farið í músík en myndir :-)

Ég bjó til smá hólf hér til hliðar með myndum sem eru á leiðinni í DVD tækið. Eins bjó ég til "Kvikmyndatilvitnun dagsins" sem ég ætla að uppfæra daglega sjálfum mér og vonandi fleirum til skemmtunar :-)

Tilvitnun dagsinns er "What we've got here is failure to communicate". Það var karakterleikarinn stórgóði Strother Martin sem gerði þessa setningu ódauðlega í myndinni Cool Hand Luke með Paul Newman frá 1967. Hljómsveitin Guns n' Roses gerði svo setninguna enn ódauðlegri með því að nota hana í byrjun lagsins "Civil war"


A Show Of Hands

Í kvöld var DVD kvöld hjá okkur félögunum og við áhváðum að horfa á tónleika með hljómsveitinni Rush frá 1988 sem heita "A Show of hands" Mér fannst þetta æðislegir tónleikar. Þetta er að sjáfsögðu "Progg dauðans" en þessi hljómsveit er stórkostleg á sviði. Gítarleikarinn er fínn, trommuleikarinn Neil Peart er einn af þeim bestu finnst mér og Geddy Lee (Sem reyndar minnir mig alltaf á nornina í Wizard of Oz) er geðveikur bassaleikari auk þess sem hann spilar á hljómborð og syngur og virðist gera allt í einu og gæti þess vegna verðið að spila rommí í leiðinni :-) Allt var svo rosalega "eighties" líka sem var fyndið. En án efa er þetta ein af þéttustu sveitum rokksögunnar.

Hroki og hleypidómar

Þegar Jane Austen byrjaði að skrifa varð hún víst að skrifa undir karlmannsnafni til að einhverjir mundi kaupa bækur hennar. Þetta var fyrir mörgum áratugum. Í dag þarf að breyta andlitsmynd af henni til að einhverjir kaupi bækur hennar af því hún þykir of ófríð! Rosalega höfum við náð langt!


mbl.is Austen of ófríð á bókarkápu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undankvöld Músíktilrauna lokið

Jæja þá er löng og ströng en æðislega skemmtileg vika búin á Músíktilraunum. 48 hljómsveitir komu fram og þar af fóru 11 hljómsveitir í úrslit. Í kvöld fóru áfram hljómsveitirnar Gordon Riots og Skyreports. Keppnin í ár er jöfn og spennandi og það er ljóst að úrslitakvöldið verður þrælgott. Úrslitin verða í Listasafni Reykjavíkur lagardaginn 31 mars.

Maður hefur ekki átt mikið líf skiljanlega þessa vikuna og hlakka til að fara sinna vinum og hinum áhugamálunum næstu daga :-)


Sudden Weather Change

 Það er áhugaverð hljómsveit að spila í 12 tónum á skólavörðustíg í dag. Hljómsveitin heitir Sudden Weather Change og er mynduð uppúr hljómsveitinni System failure 3550 ERROR ERROR sem ég sá spila á Músíktilraunum í fyrra og voru þrælgóðir. 

 

Þannig að ef þið eigið leið í bænum kl 17 í dag kíkjið endilega við hjá strákunum í 12 tónum, þeir eru líka alltaf með heitt á könnunni veit ég Smile

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.