Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Úrslit Músíktilrauna

Jæja þá eru þrælskemmtilegum Músíktilraunum lokið í ár og úrslitin ljós.

1.sæti Shogun
2.sæti >3 Svanhvít
3.særi Gordon Riots

Keppnin í ár var fjölbreytt og óvenjulegt er að Þung Metalhljómsveit sigri og eflaust verða skiftar skoðanir á því.

En fyrstu 2 sætin voru nokkuð afgerandi bæði hjá sal og dómnefnd þannig að þó það hafi verið tæpt með fyrstu 2 sætin sem höfðu getað raðast á hvorn sinn háttinn (minnir mig á álverið) voru úrslitin mjög skýr.

3-8 sætið voru svo mjög jöfn og athyglisvert hvað atkvæðagreiðslan var ólík bæði hjá dómnefnd og sal sem sýnir mikla fjölbreytni og jafna keppni.

Það eru alltaf einhverjir ósáttir og margir ruku út eftir að úrslitin voru kynnt, það gerist oftast því miður og leiðinlegast finnst mér þegar fólk er að hreyta í manni skammir fyrir að velja svona "fárráðlega" hljómsveit. Þetta er bara hávaði hreytti ein kona í mig í gær. En málið er auðvitað að það er verið að velja bestu hljómsveitina burtséð frá músíktegund eða gerð og Shogun er vel að þeim titli kominn. Þeir voru geysilega þéttir og hugmyndaríkir. Voru að gera fullt af nýjum hlutum sem maður hefur ekki heyrt áður og þeir hlutir gengu vel upp. Þeir voru með flotta sviðsframkomu og eiga góðann séns að gera góða hluti.

Erlendir gestir frá erlendum plötufyrirtækjum sem ég talaði við eftir keppni voru sammála þessu og hrósuðu okkur enn og aftur hvað við egum frjótt og spennandi tónlistarlíf. Við verðum að hlúa að þessum hlutum og gefa ungu tónlistarfólki tækifæri til að æfa og koma fram með sína tónlist. Þar liggur geysilegur auður okkar :-)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.