Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Peter Björn & John & Skátar & Jan Mayen & Reykjavík!

Þessi vika er búin að vera dáldið klikk og maður hefur ekki komist mikið á bloggið. En það er náttúrlega fullt í gangi eins og alltaf. Pólítíkin er mjög spennandi þessa dagana og næstu vikur verða mjög skemmtilegar á því sviði. Vonandi tekur umræðan á sig jákvæðari blæ og ég vona að flokkarnir sjái að það er betra að tala um hvað þeir ætli að gera, ekki hvað allir hinir eru vondir við þá Smile

 

Í tónlistinni er fullt að gerast eins og venjulega. Ég er ennþá með brosið eftir Bjarkartónleikana og frábært að sjá alla jákvæðu dómana sem hún er að fá. Arnar Eggert hjá mogganum hitti naglan á höfuðið þegar hann sagði "Björk er alltaf að vaxa" Orð að sönnu Smile

 

Á morgun er ég að fara á tónleika með Peter Björn & John á Nasa og hef trú á að þar verði stuð. Þeir spila skemmtilega frumlega popptónlist og nýja platan þeirra er mjög góð.

 

Það eru frumlegir útgáfutónleikar á Barnum laugavegi 22 á laugardagskvöld. Hljómsveitin Skátar ætla að fagna nýju plötunni sinni "Ghost of the bollocks to come" og þar koma fram hljómsveitirnar Reykjavík! og Jan Mayen  og ætla að spila lög eftir eftir Skátana. Þetta er æðisleg hugmynd og verður gaman að heyra hvernig lögin hljóma í útsetningum þessara eðalsveita Smile

 

Að lokum er gaman frá því að segja að Pétur Ben og Ólöf Arnalds eru að spila í Danmörku þessa dagana og spennandi að sjá hvernig frændur okkar taka þeim Smile






Áhugavert

Mér líst mjög vel á þessa þætti. 40 þættir ættu að vera ansi ýtarleg umfjöllun um líf Bruce Lee og örugglega áhugavert að sjá hvernig Kínverjar gera þessa þætti. Vonandi tekur Ríkissjónvarpið þessa þætti til sýninga þegar að því kemur.

 

Ég gleymi aldrei þegar maður fór í Austurbæjarbíó sem gutti að sjá Enter The Dragon. Það var mikil upplifun fyrir gutta á mínum aldri. Ég held að það hafi ekki heldur skaðað mig neitt andlega að sjá svona ofbeldismynd á þessum aldri. Allavega telst ég ekki til ofbeldisfyllri manna Wink Ég horfi enn reglulega á Bruce Lee myndir og hefur hún Thelma séð um að fæða mig þeirri menningu reglulega Smile

 

Ég fæ aldrei nóg af Bruce Lee Joyful

 


mbl.is Kínverjar minnast Bruce Lee í nýjum sjónvarpsþáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærir tónleikar

Tónleikarnir með Björk í kvöld voru flottir. Það var full höll og fín stemming. Tónleikarnir fóru rólega afstað og svo var bætt í eftir sem á leið. Flytjendur voru í litríkum búningum og tóku sig vel út á sviði. Söngvarinn Anthony kom fram með Björk í einu lagi og var magnaður.

 Brass sveitin kom vel út og það var gaman að heyra gömlu lögin í þessum útsetningum Smile

 

 


mbl.is Björk hefur hljómleikaferð um heiminn í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndisleg helgi í Kjarnholti

Þá er yndislegri helgi í sveitinni lokið. Við gistum í Kjarnholti nálægt Gullfossi og helgin var í einu orði sagt frábær.

Það var góður kjarni sem var alla helgina og síðan var stöðugur gestagangur alla helgina af fólki sem kom og heimsótti hana Thelmu.

Þetta var mjög fjölbreyttur hópur af krökkum, unglingum og fullorðnum og að sjálfsögðu skemmtilegur hópur,

Það var svo yndislegt hvað helgin var eitthvað tímalaus, ekkert netsamband og maður einhvernveginn hvíldist svo vel. Fór í gönguferðir, heita pottinn, eldaði, spiluðum actionary, fórum í skoðunarferðir og áttum bara yndislegar samverustundir.

Hápunktarir voru að sjálfsögðu afmælið hennar Thelmu sem var glæsileg að vanda og fékk til sín ógrynni af skemmtilegu fólki alla helgina. Maturinn hennar Lollu er alltaf frábær og það var gaman af því við vorum svo mörg að við elduðum öll saman hitt og þetta svo var gengið í allt. Actionary leikurinn var frábær og ég fékk að leika Svarthöfða, Loga Geimgengil, Jarðskjálfta, Lindu að elta börnin sín, lús o.fl og ég er stoltur að mitt lið gat giskað á allt rétt sem ég lék :-) Og okkar lið vann :-)

Við fórum og skoðuðum Gullfoss og fengum góðar viðtökur í Gullfosskaffi þar sem okkur var boðið íslenska kjötsúpu og brauð sem smakkaðist ótrúlega vel. Mér var hugsað til náttúruna okkar og var hugsað til sögunnar þegar ég las um sögu Sigríðar Tómasdóttiur kjarnakonu frá Brattholti sem í byrjun síðustu aldar var að berjast á móti virkjun Gullfoss sem erlend fyrirtæki voru að sækjast eftir og fékk lítinn skilning frá stjórnvöldum. Voðalega hefur lítið breyst á þessum árum ekki satt? Gullkornið átti svo unglingurinn í hópnum sem sagði eftir smá tíma "Gullfoss er fallegur boring foss" :-) :-)

Við fórum á Geysi að sjálfsögðu og skoðuðum Skálholtskirkju. Gullkornið kom þar frá litlu stelpunni í hópnum sem sagði "Jæja þá erum við búin að skoða Kálholt" :-) :-) :-)

Takk Thelma fyrir yndislega helgi :-)


Páskafrí

Jæja þá er komið langþráð páskafrí :-)

Er á leiðinni í dag í sumarbústað með vinum og vandamönnum rétt hjá Gullfoss og Geysi :-) Það verður afslöppun, gönguferðir, samverustundir með fólki sem mér þykir vænt um :-) Æðislegt.

Á mánudagskvöld eru það svo Bjarkartónleikarnir og ég er spenntur að sjá þá. Mér finnst frábært að Jónas Sen sé kominn í hljómsveitina hjá Björk. Hann á eftir að taka sig vel út á flyglinum :-)

Svo eftir páska verður spennandi að fylgjast með pólítíkinni fram að kosningum. Það getur allt gerst greinilega miðað við skoðannakannanir. Annars finnst mér að þessir blessuðu pólítíkusar ættu að hætta að tvístíga alltaf. Það er eins og þeir séu alltaf svo hræddir við að hafa ekki allar dyr opnar fyrir stjórnarsamstarf. Maður veit aldrei hvar þeir enda eftir kosningar. Ætla VG í samstarf við sjálfstæðisflokk? Ætla Samfó í samstarf við sjálfstæðismenn? Getur ISG unnið undir Steingrími í stjórn? Ætla vinstri flokkarnir að starfa með Frjálslyndum eftir innflytjendaútspil þeirra?

Maður fær aldrei nein svör því oftast vilja flokkar bara komast í stjórn og þá vilja stundum málefnin fjúka. Þetta er séríslenskt fyrirbrigði.


Vindhögg?

Ég veit ekki til þess að VG sé í stríði við ákveðin fyrirtæki þó þeir séu á móti virkjunarstefnu. Fyrst þeir voru að senda beiðni til 100 stæðstu fyrirtækjanna, hefði það ekki verið hallærislegt að skilja álfyrirtækin utan þess? Það hefði verið yfirlýsing um að þeir væru á móti þessum fyrirtækjum. Mér finnst það frekar barnalegra hjá fyrirtækinu að "leka" þessum upplýsingum til fjölmiðla. Vindhögg finnst mér!
mbl.is VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegur til friðar

Ég hef verið að hlusta á æðislega plötu með Tom Waits undanfarið sem heitir "Orphans, Brawlers, Bawlers & Bastards. Þetta er frábær plata. 3 diskar og hvert lagið af öðru frábært.

 

Það er eitt lag sem ég hef ekki getað hætt að hlusta á undarfarna daga þar sem Waits syngur um ástandið í Miðausturlöndum. Ég verð að endurbirta textann hérna. Þetta er eiginlega smásaga og ég hvet alla til að reyna heyra lagið. Hann flytur þetta með svo mikilli sál að maður fær sting í hjartað.

 

Young Abdel Mahdi (Shahmay) was only 18 years old,
He was the youngest of nine children, never spent a night away from home.
And his mother held his photograph, opening the New York Times
To see the killing has intensified along the road to peace

There was a tall, thin boy with a whispy moustache disguised as an orthodox Jew
On a crowded bus in Jerusalem, some had survived World War Two
And the thunderous explosion blew out windows 200 yards away
With more retribution and seventeen dead along the road to peace

Now at King George Ave and Jaffa Road passengers boarded bus 14a
In the aisle next to the driver Abdel Mahdi (Shahmay)
And the last thing that he said on earth is "God is great and God is good"
And he blew them all to kingdom come upon the road to peace

Now in response to this another kiss of death was visited upon
Yasser Taha, Israel says is an Hamas senior militant
And Israel sent four choppers in, flames engulfed, tears wide open
And it killed his wife and his three year old child leaving only blackened skeletons

It's found his toddlers bottle and a pair of small shoes and they waved them in front of the cameras
But Israel says they did not know that his wife and child were in the car
There are roadblocks everywhere and only suffering on TV
Neither side will ever give up their smallest right along the road to peace

Israel launched it's latest campaign against Hamas on Tuesday
Two days later Hamas shot back and killed five Israeli soldiers
So thousands dead and wounded on both sides most of them middle eastern civilians
They fill the children full of hate to fight an old man's war and die upon the road to peace

"And this is our land we will fight with all our force" say the Palastinians and the Jews
Each side will cut off the hand of anyone who tries to stop the resistance
If the right eye offends thee then you must pluck it out
And Mahmoud Abbas said Sharon had been lost out along the road to peace

Once Kissinger said "we have no friends, America only has interests"
Now our president wants to be seen as a hero and he's hungry for re-election
But Bush is reluctant to risk his future in the fear of his political failures
So he plays chess at his desk and poses for the press 10,000 miles from the road to peace

In the video that they found at the home of Abdel Mahdi (Shahmay)
He held a Kalashnikov rifle and he spoke with a voice like a boy
He was an excellent student, he studied so hard, it was as if he had a future
He told his mother that he had a test that day out along the road to peace

The fundamentalist killing on both sides is standing in the path of peace
But tell me why are we arming the Israeli army with guns and tanks and bullets?
And if God is great and God is good why can't he change the hearts of men?
Well maybe God himself is lost and needs help
Maybe God himself he needs all of our help
Maybe God himself is lost and needs help
He's out upon the road to peace

Well maybe God himself is lost and needs help
Maybe God himself he needs all of our help
And he's lost upon the road to peace
And he's lost upon the road to peace
Out upon the road to peace.

- Tom Waits, "Road to Peace"
 


Textabrot dagsins

Ég var að hlusta á David Bowie í kvöld. Þetta textrabrot stendur oft uppúr.

I
I can remember
Standing
By the wall
And the guns
Shot above our heads
And we kissed
As though nothing could fall
And the shame
Was on the other side
Oh we can beat them
For ever and ever
Then we can be Heroes
Just for one day

En veggurinn er fallinn og ég vona við búum til sem fæsta í framtíðinni :-)


Mannauður

Ég fæ aldrei nóg af því að tögglast á hvað við Íslendingar eigum það æðislega gott :-) Einn mesti auður okkar er mannauðurinn sem birtist í geysilega öflugu menningarlífi sem við eigum og hefur vakið athygli erlendis og hefur ásamt náttúrufegurð okkar aukið ferðamannastraum til landsins geysilega undanfarin ár og skilað okkur miklum tekjum. Mér finnst mjög undarlegt að heyra fólk tala niður þessa auðlind okkar og benda á að eina lausnin hjá okkur Íslendingum til frambúðar er stóriðja og hvalveiðar og kalla okkur umhverfissinna lopapeysulið og við séum ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Er ekki frekar að fyrrgreindur hugsunargangur sé einmitt gamaldags og sýni kannski minni framsýni? Þetta eru eflaust fínar skyndilausir en hver er framtíðarsýnin fyrir börnin okkar? Hvað gerist þegar við höfum virkjað öll árvötn og landið okkar þykir ekki lengur spennandi kostur? Við verðum þá 300 þúsund manna eyland með nóg af álverum og stóriðju og sérstaða okkar, hreina andrúmsloftið sem við stærum okkur af horfin. Við erum svo mikil tarnaþjóð við Íslendingar, fáum oft æðisköst og æðum áfram í hugsunarleysi þegar við sjáum einhverjar ódýrar lausnir. En við verðum aðeins að staldra við núna held ég og skoða hvað þar er sem við viljum og finna leiðir af þeim mörkum.

Þegar á reynir stendur íslenska þjóðin oftast saman. Við verðum að skoða aðeins í kringum okkur, anda að okkur loftinu okkar, fara horfa á náungann, njóta þess góða sem við eigum og byggja upp æðislegt land fyrir komandi kynslóðir. Við höfun engann rétt til að eyðileggja landið okkar, við erum ábúendur núna og síðan kemur næsta kynslóð sem tekur við af okkur. Við verðum að skila af okkur auðlindinni helst í betra ástandi en við tókum við henni. Við verðum svo að verðlauna feðrum okkar og mæðrum fyrir að skila auðæfunum í okkar hendur og búa þeim áhyggjulaust æfikvöld. Það er okkar skylda.

Horfum á lífið með jákvæðum huga. Greinum þarfir okkar og finnum bestu leiðina að þeim. Ölum ekki á fordómum og neikvæðni og hræðslu við það óþekkta. Njótum þess að lifa, það er stutt okkar dvöl hér og við eigum að njóta hvers dags :-)

Eigið öll æðislegann dag :-)


Zero Hour til Íslands

Snillingurinn og hugsjónamaðurinn Þorsteinn Kolbeins hjá Restingminds er enn og aftur að flytja inn minna þekktar en frábærar sveitir til landsins. Að þessu sinni er það hljómsveitin Zero Hour sem eru að koma.

Hér er texti tekin frá fréttabréfi Restingmind.

Zero Hour er hugarsmíð tvíburanna Jasun og Troy Tipton, sem settu saman sveitina árið 1993. Þessir bræður eru miklir snillingar og eru báðir á mála hjá Mesa Boogie magnararisanum, gítarframleiðandanum Manne Guitars og Kerly Music strengjaframleiðandanum. Tónlistin sem sveitin flytur er þungt progressive metal, ívafið tæknilegum gítar- og bassapælingum, með söng sem minnir á stundum á gullaldarár Geoff Tate, söngvara Queensryche.

Þýska Heavy Oder Was? tímaritið lýsir bandinu á þennan hátt:
"Zero Hour is one of the most promising newcomers in the progressive metal underground. The mix of heavy riffs, atmospheric keyboards, brilliant clean vocals, complex song structure and metaphoric texts that hits the nerve of all fan of impressive metal, who counts bands such as Fates Warning, Sieges Even, Spiral Architect, Pain of Salvation or Dream Theater to their favourites. It's easy to draw parallels to the big names of the genre, yet Zero Hour really sounds unique." - Heavy Oder Was?

Tóndæmi
Tékkið á laginu Stratagem af Towers of Avarice fyrst á http://www.myspace.com/zerohourband
Einnig hægt að nálgast það hérna:
Stratagem - http://www.zerohourweb.com/music/Zero%20Hour-Stratagem-full.mp3

Lög af nýju plötunni Specs of Pictures Burnt Beyond:
Evidence of the Unseen - http://www.zerohourweb.com/music/07%20Evidence%20of%20the%20Unseen.wma
Specs of Pictures Burnt Beyond - http://www.hivenet.is/restingmind/Zero_Hour_-_Specs_of_Pictures_Burnt_Beyond.mp3

Tónleikarnir

Laugardagur 7. apríl
Staður: Grand Rokk
Aldurstakmark: 20 ára
Miðaverð: aðeins 1000 kr!

Upphitun:

Helshare - hafa verið að skipa sér með fremstu þungarokksbanda landsins upp á síðkastið. Sveitin er hugarsmíð Sigurgríms %u201CGímsa%u201D Jónssonar sem gerði garðinn frægan með Forgarði Helvítis! Sveitin mun fara í stúdíó bráðlega.

Perla - Þessi sveit gerði sér lítið fyrir og sigraði í Global Battle of the Bands á Íslandi á síðasta ári. Sveitin spilar melódískan metal og upp á síðkastið hafa lagasmíðarnar verið að þróast yfir í meira progmetal, enda skipa sveitina miklir músikantar.

Hostile - Þessi sveit gaf út á síðasta ári sinn fyrsta disk, þar sem á matseðlinum var straight-forward heavy metal. Nú er sveitin búin að fá til liðs við sig nýjan söngvara, alla leið frá Ástralíu og lagasmíðar bandsins orðnar flóknari og þyngri.

Mánudagur 9. apríl
Staður: Hellirinn í TÞM
Aldurstakmark: EKKERT
Miðaverð: aðeins 1000 kr!

Upphitun:

Severed Crotch - Meistarar tekníska dauðarokksins! Þessir drengir hafa sannað sig svo sannarlega í gegnum tíðina og eru án efa ein allra besta dauðarokkshljómsveit landsins. Snillingar á sín hljóðfæri, spilandi tónlist sem útheimtir mikla tekníska getu og þéttleika.

Ask the Slave - Tiltölulega ný sveit sem hefur verið að vekja mikla eftirtekt fyrir sína %u201Cquirky%u201D tónlist. Sveitin dregur áhrif frá slíkum þungavigtarsveitum eins og The Mars Volta, Fantomas og Soundgarden. Virkilega skemmtileg tónlist sem fer ótroðnar slóðir.

Diabolus - Ein af nýrri dauðarokkssveitum landsins, sem hefur verið að skapa sér nafn að undanförnu fyrir mikla keyrslu og þéttleika. Hefur hún verið að landa dúndurdómum upp á síðkastið fyrir frammistöðu sína á sviði. Mikil efni hér á ferð.

Nánar um Zero Hour
Árið 1998 gaf hljómsveitin út sína fyrstu plötu, Zero Hour, í 2000 eintökum sem seldust upp fljótt. Í kjölfarið fór að berast lof frá fjölmiðlum um allan heim, m.a. frá Michael Rensen hjá þýska tímaritinu Rock Hard sem sagði að Zero Hour væri meðal 5 bestu nýliða proggsins á seinni hluta tíunda áratugarins.

Næsta plata bandsins, The Towers Of Avarice sópaði að sér lofi frá að er virðist nær öllum þeim tímaritum sem fjölluðu um hana. Þar á meðal voru Hit Parader, Metal Maniacs, Bass Player and Sci Fi (US), Aardschok (Holland), Metal Hammer (Ungverjaland), Rock Hard (Þýskaland og Frakkland), Heavy Oder Was? (Þýskaland), Scream (Noregur), BW&BK (Kanada), Hard Rock (Frakkland), ásamt fjölda vefrita um allan heim. Í kjölfarið tóku við tónleikaferðalög um Evrópu og USA, m.a. á einu stærstu progmetalhátíð heims ProgPower USA, þar sem þeir hafa spilað tvisvar.

Nýja platan, Specs of Pictures Burnt Beyond, var tekin upp af producernum Dino Alden, en Alden er m.a. þekktur fyrir að hafa unnið með m.a. Marty Friedman (fyrrum Megadeth), Vinnie More, Tony MacAlpine, Racer X og fleiri. Reyndar hefur Alden tekið upp allar plötur ZH til þessa. Á Specs er söngvarinn Chris Salinas genginn til liðs við bandið, en Chris var söngvari progressive metal sveitarinnar Power of Omens.

Þar fyrir utan hafa tvíburarnir gefið út kennslumyndbönd og hefur Jason Tipton einnig gefið út tvær sóló plötur. Það er þó ekki allt, því þrír fjórðu hlutar Zero Hour skipa progressive thrash/dauðarokk sveitina Death Machine. Nóg að gera hjá drengjunum og ljóst að með nýju plötunni hafa þeir alvarlega stimplað sig inn í sögubækurnar.

Gott framtak sem mér finnst ástæða til að vekja athygli á.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband