Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Ryk í vindi

Dust

I close my eyes, only for a moment, and the moment's gone
All my dreams, pass before my eyes, a curiosity
Dust in the wind, all they are is dust in the wind.
Same old song, just a drop of water in an endless sea
All we do, crumbles to the ground, though we refuse to see

Dust in the wind, all we are is dust in the wind

[Now] Don't hang on, nothing lasts forever but the earth and sky
It slips away, and all your money won't another minute buy.

Dust in the wind, all we are is dust in the wind
Dust in the wind, everything is dust in the wind.

 

Kansas - Dust In The wind 

 

 


Magnaðir Mínustónleikar

Fór á tónleika með Mínus á Grand Rokk í gærkveldi. Þetta var í fyrsta skiftið sem ég sé þá með nýja skipaninu og þetta voru æðislegir tónleikar. Það var í fyrsta lagi æðislegt að sjá þá aftur á litlu sviði. Hljómgæðin voru léleg til að byrja með en lagaðist fljótt. Þeir vorum mun þyngri en áður og bandið brilleraði alveg. Nýji bassistinn er fínn og Bjössi trommari er alltaf að verða betri og betri. Hann er einn besti trommuleikari landsins í dag, engin spurning. Bjarni var fínn á gítarnum og lögin urðu hrárri með bara einum gítarleikara og það var fínt. Það er spurning með flóknari lög eins og t.d. "Futurist" þau verða öðrvísi "live" en eins og kom fram áður, hrárri og kraftmeiri. Krummi var í fínu formi mikill léttleiki og spilagleði í strákunum.

 

Ég skemmti mér  þrælvel og er enn með suð í eyrum eftir mikið rokk og ról :-)

 

Ég verð að taka fram ánægju mína með reykbannið. Mér finnst allt annað líf að vera tónleikum núna, sérstaklega á svona litlum stöðum Wink

 


Mínus tónleikar í kvöld

Mér sýnist vera komið gott plan á kvöldið. Fyrst dinner svo DVD kvöld. Síðan ætla ég og Grumpa að skella okkur á tónleika með Mínus á Grand Rokk. Hlakka til að sjá hvernig nýja skipanin á sveitinni kemur út. Ég er mjög ánægður með nýju plötuna og hlakka til að heyra lög af henni "live".

Annars eru þessir dagar undanfarið alveg ótrúlegir. Maður er farinn að halda að maður búi ekki lengur á Íslandi. Ég man satt að segja ekki eftir öðrum eins blíðveðrakafla. Fór í gönguferð um Elliðardalinn í dag með i-podd og bók og naut blíðunnar. Lagðist við ána og var næstum sofnaður við plötu með Tangerine Dream (Thief) í poddinum :-)


Yndislegur dagur

Ég er svo heppinn að vinna í miðbænum Smile Auðvitað notar maður öll tækifæri sem gefst að kíkja út enda ýmislegt að stússa utandyra Smile Mér finnst æðislegt að labba laugarveginn í hádeginu, setjast á kaffihús og fylgjast með mannlífinu. Túristarnir eru mjög áberandi þessa dagana og lita mannlífið Smile Svo eftir vinnu fær maður sér góðann göngutúr, kíkir í sund eða ræktina. Ég er farinn að stunda yoga tvisvar í viku núna og finnst það æðislegt. Það er ein besta líkamsrækt sem ég hef prófað því maður er algerlega endurnærður á líkama og sál eftir tímana. 

Í kvöld eftir ræktina er það svo kökur og kruðerí hjá Grumpu sem er víst orðin örlítið eldri en hún var. Hlakka til Smile Njótið dagsins kæru vinir Heart


Skrýtið

Fargjöld hækka. Ferðum fækkar. Þjónusta minnkar og enginn áhugi hjá borgaryfirvöldum í reykjavík að minnka notkun einkabílsins. Hmmm varla geta menn verið hissa Angry 30 þúsund færri farþegar og það er minni minnkun en stjórnendur áttu von á. En ég held þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þeim tekst örugglega að fækka farþegum enn meira með þessu áframhaldi. Wink


mbl.is Færri með strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar var tískulöggan?

Ég fæ aldrei nóg að skoða 80's tískuna. Í hvaða heimi vorum við? Þótti þetta virkilega kúl?

 

Þið verðið að skoða þessa myndklippu 

 

En gerið það, horfið á allt myndbandið. Miðkaflinn er sérstaklega ótrúlegur Smile 

 

 


Robert Plant neitar orðrómi um endurreisn Led Zeppelin

led zepSamkvæmt vefritinu www.totalrock.com neitar Robert Plant orðrómi um að Led Zeppelin séu að koma saman aftur.

 

Þessi orðrómur hefur reyndar alltaf dúkkað upp við og við undanfarin ár. En allavega fullyrðir Total Rock að Plant segir þetta dellu.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.