Gleðileg Jól!

 

Gleðileg jól kæru vinir Wizard

 

 


Nessum Dorma

Á meðan jólaflóðið gengur yfir og ég nái lífi aftur utan vinnu Smile ætla ég nú að skella einu og einu lagi sem minnir á hátíðirnar í smá öðrvísi útsetningum kannski Devil

 

Þessi útgáfa af Nessum Dorma er bara snilld!

 

 


Oh Come All

Ye Faithful.

 

Þar sem ég sit fastur í jólaplötuflóðinu ætla ég bara setja inn eitt jólalag Tounge

 

 


Notum Aflið

Jens Guð vekur athygli á aðstæðum Aflsins sem eru systursamtök Stígamóta á Norðurlandi, á bloggsíðu sinni. Framlög sveitafélaganna til samtakanna eru skammarleg finnst mér. Sérstaklega Húsavíkurbær sem leggur 2000 kr á mánuði til samtakanna samhvæmt heimildum Jens.

 

En jáhvæða er að listamenn á borð við Lay Low leggur allan ágóða sinn af næstu plötu sinni "Ökutímar" til samtakanna. Einnig mun Leikfélag Akureyrar legga til alla miðasölu á leikritinu "Ökutímar" í janúar til samtakanna. Húrra fyrir þessu fólki. Það er meiri skilningur þar á ferð en hjá sveitafélögum.

 Notum aflið á blogginu og vekjum athygli á þessu málefni.

 



Hér er kynning á samtökunum sem ég fékk lánað af heimasíðu samtakanna.

 

Hvað er Aflið?

Aflið er samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis.

 

Þar sem um mjög viðkvæm og persónuleg mál er að ræða er lögð rík áhersla á að fyllsta trúnaðar og þagmælsku sé gætt um öll mál og þá einstaklinga sem þangað leita.

 

Fyrir hverja er Aflið?

Aflið er fyrir alla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra s.s. maka, foreldra, systkini og vini sem óska eftir ráðgjöf.

Það þarf mikinn kjark til að leita sér aðstoðar eftir áfall af þessum toga og er sérstaklega tekið tillit til þess þegar leitað er til Aflsins, því þar starfa sem leiðbeinendur einungis þeir sem eru sjálfir þolendur ofbeldis.

Hvað er í boði?

Símavakt allan sólarhringinn.

Einstaklingsviðtöl.

Sjálfshjálparhópar fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis.

Fyrirlestrar um starfsemi Aflsins, kynferðis- og heimilisofbeldi og afleiðingar þess.

Farið er í skóla, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök eftir beiðnum.

Öll þjónusta Aflins við þolendur og aðstandendur þeirra er þeim að kostnaðarlausu.

Hversu algengt er kynferðisofbeldi?

Tölfræðin sýnir að:

· * 1 af hverjum 4 stúlkum

· * 1 af hverjum 10 drengjum

verða fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Talið er að önnur hver kona hafi þurft að þola einhverskonar kynferðisofbeldi á lífsleiðinni.

Í hverju felst starfið?

Vinnan á Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.

Við lítum svo á að þeir sem hingað leita séu "sérfræðingarnir" í eigin lífi, það er að segja:

Enginn þekkir betur afleiðingar kynferðisofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.

Þar sem um sjálfshjálparstarf er að ræða ber hver einstaklingur ábyrgð á sinni vinnu en fær stuðning og samkennd frá annarri/öðrum menneskju/m með sömu reynslu.

Þeir sem leita til Aflsins eru alls staðar að af landinu en þó sérstaklega frá Norðurlandi.

 

 

 


Fyrsti jólagjafadagurinn

Stökk í hádeginu og keypti fyrstu jólagjafirnar í ár. Smile Ég er aldrei í neinum vandræðum að kaupa jólagjafir. Ég enda reyndar oft að kaupa allt of mikið fyrir sjálfann mig Blush Það var gott að labba um miðbæjinn í dag og ég var fljótur að finna gjafirnar. Verst er ef ég þarf að fara í verslunarmiðstöðvar, þá er mér oftast efst í huga að koma mér burt sem fyrst.

 

Annars dauðöfunda ég núna Óla Palla fyrir að sjá Led Zeppelin tónleikana. Það er eitthvað sem hefði verið hægt að gefa allavega annann fótinn fyrir Smile 

 

Annars á ég lítið líf þessa dagana fyrir utan vinnuna en það er alveg í lagi. Þetta er orðinn fastur hluti af tilverunni og ég veit þegar ég hætti í músíkbransanum þá á ég eftir að fá nokkra ára fráhvarfseinkenni Grin

 Hér er smá framlag í jólaundirbúninginn Wizard

 





Á innsoginu

Nú er sá tími ársins kominn í vinnunni að ansi margir viðmælendur eru á innsoginu. Maður hringir og oft á línunni heyrist innsog: siðan "Geturu sent mér *** í dag! Hún er alveg að klárast" svo annað innsog Smile 

 

En ég vil fá þetta lag í Eurovision!

 

 



Devil Devil Devil


Frábærir Skid Row tónleikar

Ég skemmti mér frábærlega á stórskemmtilegum tónleikum með Sign og Skid Row í kvöld.

Sign byrjuðu og stóðu sig með prýði. Ég hef ekki séð þá síðan þeir hituðu upp fyrir Alice Cooper hér um árið og þeir hafa farið mjög mikið fram síðan og eru líka með sína bestu plötu hingað til í farkastinu. Hún heitir "The Hope" og ég mæli með henni.

Ég hef ekki séð Skid Row síðan þeir spiluðu í Laugardalshöll um árið. Bassaleikarinn sagði að það hafi verið fyrir 15 árum og ég verð að trúa honum. Ég hélt að það hefði verið seinna en svona er þetta, tíminn líður bara :-)

Mér fannst þeir miklu betri í kvöld heldur en í höllinni forðum. Miklu betri hljómgæði (Þau voru slæm í höllinni) og miklu meiri kraftur í söngvara þeirra í dag en í Sebastian Bach forðum. Þeir fluttu öll sín þekktustu lög og stemmingin í Nasa var rosaleg. Ég held þeir hafi orðið mjög hissa. Áhorfendur voru með alla texta á hreinu og sungu með hástöfum. Þeir voru svo klappaðir upp tvisvar og komu Sign strákarnir á sviðið með þeim í uppklappinu.

Vá hvað maður fær mikið af góðum tónleikum þessa dagana. Svo koma Whitesnake næsta sumar.

Lífið er gott :-)


Í kvöld....

 

Ætla ég að skemmta mér á tónleikum með þessum.......

 

 



Devil Devil Devil



Járnfrúin í London

Iron MaidenÉg keypti miða á tónleika með Iron Maiden í London í morgun Smile Það var forsala fyrir aðdáendaklúbbinn og ég náði miðum á besta stað í höllinni. Þetta verða risatónleikar. Þeir eru haldnir í Twinkingham höllnni í London og hún tekur hátt í 50 þúsund manns held ég.

 

Þeir kalla túrinn "Somewhere back in time" og er framhald af túrnum sem þeir spiluðu á hér heima. Þar fluttu þeir lög af fyrstu fjórum plötum sínum. Hér taka þeir næstu fjórar. Það eru þá væntanlega "Powerslave", "Somewhere in time", "Seventh son of a seventh son" og "No prayer for the dying". Mér finnst líklegt að þeir bæti "Fear of the dark" við því eftir þá plötu hætti Bruce Dickinson í sveitinni og tók við þá nýtt tímabil hjá Maiden.  En það kemur í ljós. Ég er allavega búinn að tryggja góða miða Smile

 

Tónleikarnir eru 5 júlí á næsta ári þannig að það er nægur tími til að hita upp Devil

 

 


Leikhúsbröltið

Ég sé að sósíaldagbókin hjá mér er ansi þétt næstu daga. Á morgun fer ég að sjá söngleikinn Leg eftir Hugleik í Þjóðleikhúsinu. Á fimmtudag er svo Dagur Vonar í Borgarleikhúsinu sem SPRON bauð mér á. Svo á föstudag liggur leiðin aftur í Þjóðleikhúsið á Hamskiptin eftir Kafka. Svo er Sign og Skid Row á laugardagskvöld Devil Þar sem vinnudagbókin er ansi þétt líka þessa dagana verður ekki mikill tími eftir fyrir allt hitt Smile

 

Annars er ég búinn að vera duglegur að fara í leikhús í haust. Séð 4 sýningar í London og 4 sýningar hér heima. Í London sá ég "Monty Python's Spamalot" sem var mjög skemmtileg. Söngleikurinn byggðist að mestu leiti á kvikmyndinni "Monty Python's Holy Grail" þó að hún hafi tekið margt úr öðrum verkum Python's. Þeir gerðu mikið grín á söngleikjaforminu og ég skemmti mér þrælvel LoL

 

Næst var það "39 Steps" sem var mjög fínt líka. Leikritið byggði meira á kvikmynd Alfred Hitchcock heldur en bókinni. Hún var meira grín en spenna og það voru bara fjórir leikarar í sýningunni sem flest brugðu sér í mörg hlutverk. Mjög fínn leikhópur og ég mæli alveg með þessu stykki.

 "Glengarry Glen Ross" skartaði Jonathan Pryce í aðalhlutverki og þó mér hafi fundist verkið vera frekar stutt, þá var það alveg þrælfínt. Kvikmyndin með Al Pacino var mun ítarlegri en leikritið. Gaman að sjá svona góða leikara á sviði.

 

Að lokum datt ég óvænt inná gamanleik sem heitir "Bonjour  Bonjour". Það var mjög skemmtilegt. Ekta farsi sem gékk vel upp og það var ekki dauð stund þó að leikritið hafi verið í næstum tvo og hálfann tíma Smile Jean Marsh lék aðalhlutverkið og hún er þekkt m.a. fyrir hlutverk í "Upstairs Downstairs" sjónvarpsþáttunum og myndum á borð við "Örninn er sestur".

 

Hér heima sá ég "Belgíska Kongó" loksins í haust. Það er snilldarverk. Eggert Þorleifsson var stórkostlegur í hlutverki gamlar konu. Eftir fimm mínútur var maður búinn að gleyma að hann væri karlmaður að leika konu. Það kallar maður góðan leik Smile

 

Næst sá ég "Ræðismannaskrifstofuna. Þetta er það versta leikrit sem ég man eftir á sviði. Það voru frábærir leikarar og allt það en stykkið er samt ömurlegt. Það er leikið á einhverri "Bullensku" og ég átti mjög erfitt að sjá hvaða snilld þetta leikrit átti að túlka. Púff það var ekki einu sinni hlé til að labba út af.

 

En næsta stykki bætti þetta upp. Það var "Hjónabandsglæpir" í Þjóðleikhúsinu. Það var næstum tveggja tíma leikrit með engu hléi sem leið eins og skot. Tveir leikarar sem voru óaðfinnanleg. Frábær leikhúsupplifun.

 

Að lokum í þessari löngu upptalningu sá ég "Lík í óskilum" í Borgarleikhúsinu. Ég var ekki mjög hrifinn af því. Labbaði að vísu ekki út í hléi en leikritið var ekki nógu fyndið né markvisst sem farsi. Það var gaman að bera það saman við "Bonjour", þar sá maður mun á plotti sem er skemmtilegt og gengur upp Smile En leikhúsupplifunin er alltaf áhugaverð og mér finnst rosalega gaman að fara í leikhús Smile

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband