Skrýtinn dagur

Þetta var einn af þessum dögum sem leið einhvernveginn í móðu. Eiginmaður vinnufélaga míns dó um helgina. Hann var tæplega fimmtugur. Það var sorg yfir skrifstofunni í morgun. Það var meiriháttar klúður í gangi með eina af stærri útgáfum okkar fyrir jólin en einhvern veginn virkaði það svo litilsvert þegar svona hlutir gerast. Það er allavega hægt að laga það þó það kosti mikla vinnu og óþægindi. En hvaða máli skiftir það? Ef að þessi mannlegi harmleikur hefði ekki komið upp hefði maður eflaust verið dauðstressaður og bölvað öllu í sand og ösku. En þetta minnti mann á að það er lífið sem skiftir máli. Hitt er bara vinna.

 

 


Annríki

Nú er sá tími ársins sem allt er vitlaust að gera í vinnunni. Það er bara fínt en bitnar á frítímanum og þar með blogginu Smile Ég lít alls ekki á það sem kvöð eða skyldu að blogga, en skratti gaman finnst mér.

 

I adapt 2

 

 

Það verða spennandi útgáfutónleikar á laugadagkvöld. Útgáfutónleikar I Adapt á Grand rokk. Það eru fáar hljómsveitir jafn kraftmiklar á tónleikum!

 

Platan þeirra "Chainlike burden" er ein sú besta sem hefur komið út á árinu.

 

 

Iron MaidenBloggvinur minn Aðalsteinn segir frá á síðu sinni að Iron Maiden koma til Íslands í ágúst á næsta ári og það eru frábærar fréttir ef það reynist rétt. Ég hef líka heyrt þennan orðróm og er nokkuð viss um að þeir koma en það hefur ekki verið staðfest á aðdáendasíðu Maiden ennþá. En það hafa verið staðfestir tónleikar í London þann 5 júlí næstkomandi og ég er að spá í að skella mér þangað. Maður sér þá bara tvisvar ef þeir koma Smile

 

Sign

 

 

Annars er það svo Sign og Skid Row 1 des næstkomandi á Nasa. Mæli með nýju Sign plötunni, hún er eðal Smile

 

 


Í minningu....

Phil Lynott

Forsprakka Thin Lizzy.

 

Fyrst "Out in the fields" með Gary Moore. Æðisleg hárgreiðsla hjá Moore LoL

 

 



"Whiskey in the jar" er klassík.

 

 



Og "Boys are back in town" fylgir að sjálfsögðu!

 

 



Vill svo benda á á skemmtilegt blogg hjá nýjum bloggvinum Sign

sem eru að túra með Skid Row núna og verða með þeim á Nasa 1 des næstkomandi.

 

Var að fá í hendur nýjann disk með þeim sem heitir "The Hope" sem mig hlakkar til að láta rúlla um helgina.

 

Rokk og roll Devil

 


Góð kvöldstund á Wembley

Ég skaust til London um helgina og fór á Wembley Arena á laugardagskvöld.

 

Iced earthÞar steig fyrst á svið hljómsveitin Iced Earth og spilaði hálftíma prógramm. Ég þekki ekki mjög vel plötur Iced Earth. Lögin voru svona "týpísk" þungarokkslög. Ekkert sérstakt en alveg ok. Skemmtilegasta fyrir mig var að sjá á sviði söngvarann Ripper Owens sem söng með Judas Priest í nokkur ár eftir að Rob Halford hætti og myndin Rock Star var byggð á lífshlaupi hans minnir mig.

 

 

 

 

Lamb of godNæsta hljómsveit á svið var Lamb of God og hún algerlega heillaði mig. Ég átti reyndar von á þeim góðum því þeir hafa gert hreint frábærar plötur. En á tónleikum eru þeir æðislegir. Spiluðu í 40 mínútur og að sjá svona góða hljómsveit sem upphitunarhljómsveit er mjög óvenjulegt. En eins og þeir sögðu sjálfir á tónleikunum, þá væru þeir ekki til ef ekki hefði verið Black Sabbath! Æðisleg upplifun!

 

 

 

 Black Sabbath

Næst á svið var aðalnúmerið. Black Sabbath með Ronnie James Dio í fararbroddi! Þeir fluttu eingöngu lög af þeim plötum sem Dio söng inná ásamt einu nýju lagi. Það er óhætt að segja að þeir kunna sitt fag þessir karlar. Tony Iommy átti við smá sándvandamál að stríða þar sem ég sat en það gæti verið slæmt á því svæði sem ég var á því ég var svo nálægt sviðinu öðrum megin. En á móti kom að ég sá mjög vel á sviðið. Geezer var frábær eins og alltaf, Vinnie Appice góður á trommunum en stjarna kvöldsins var Ronnie James Dio! Kallin er einfaldlega besti rokksöngvarinn sem er starfandi í dag. Hann er betri en Robert Plant og Ian Gillan sem dæmi. Tæknin í Dio er einfaldlega svo rosalega góð. Hann hefur ótrúlegt vald á röddinni og enn jafn kraftmikill og hann var þó hann sé kominn yfir sextugt. Ég fékk öll mín uppáhaldslög með þeim og fór sæll heim Smile

 

 


London

Er á leiðinni til London eftir nokkrar klukkustundir. Hlakka til að sjálfsögðu. Flýg með Iceland Express að þessu sinni og kem aftur á sunnudag.

Það verður smá viðtal við mig í 24 stundum á morgun um ferðina. Skemmtilegt viðtal fannst mér.

Fer annað kvöld í leikhús. Ætla að sjá Glengarry Glen Ross eftir David Mamet. Jonathan Pryce leikur aðalhlutverkið og á ég von á góðri kvöldstund þar. Sá myndina með Al Pacino á sínum tíma og fannst hún fín.

Svo er það Black Sabbath, Lamb of God og Iced Earth á laugardag!

Annars er lítið að frétta. Brjálað að gera og það verður gott að komast út í afslöppun og rokk og roll :-)


Heaven and Hell

Eftir 10 daga skýst ég aftur til London og fer að sjá Heaven and Hell á Wembley Smile 

 

Heaven & Hell er Black Sabbath með Ronnie James Dio og er sama band og spilaði á Skagarokki um árið. Ég sá þá þar og það verður mjög spennandi að sjá þá aftur. Ég sá tónleika með þeim á DVD um daginn sem var tekinn á þessum sama túr og ég er að fara að sjá. Það voru stórkostlegir tónleikar. Dio hefur einhverntímann gert samning við Kölska á Krossgötum. Það getur enginn maður kominn yfir sextugt sungið svona. Hann er ótrúlegur!

 

Hljómsveitirnar Iced Earth og Lamb of God hita upp og ég er mjög spenntur fyrir Lamb of God. Það er ein af mínun uppáhaldsveitum í harðari kantinum!

 

Hér er myndband með köppunum!

 

 



Rokk og roll Devil



Smá strætórokk

 

Eftir fýlufærsluna hér á undan um strætó er við hæfi að koma með tvö skemmtileg myndbönd Smile

 

Hér er strætóferð með Weird Al Yankovic Smile

 

 


Magic Bus með The Who er eitt skemmtilegasta tónleikalag þeirrar sveitar engin spurning Smile

 

 



Góða ferð Devil



Eftirlitsmenn í Strætó!

Ég er oft að spá í hvort Strætó bs geti ekki gert neitt rétt. Það virðist allt sem þeir gera klúðrast. Eitt rétta skrefið var tekið í haust þegar ákveðið var að gefa framhaldsskólanemum frítt í strætó. Gott mál og mætti gera það sama fyrir eldri borgara og öryrkja. Ég er endilega ekki fylgjandi persónulega að það sé frítt í strætó. Ég vil frekar borga og fá góða þjónustu og gott leiðarkerfi. En Strætó tekst alltaf að fá á sig neikvæða mynd. Lélegt leiðarkerfi og hundfúlir bílstjórar og handónýt heimasíða eru nokkur atriði. Nú hefur enn eitt bætt við. EFTIRLITSMENN Í STRÆTÓ!

 

Ok mér finnst mjög gott mál að strætó ráði menn til að fylgjast með þjónustu og leiti við að þjónusta farþega. En það sem ég var vitni af í morgun var hreint fáráðlegt. Maður kom inní vagninn og kallaði valdsmannlega. Allir upp með strætókortin! Ég tók upp græna kortið mitt og skildi ekki alveg tilganginn þar sem ég hafði stuttu áður sýnt vagnstjóranum það þegar ég gékk inní vagninn. Það var útlensk kona sem skildi ekki alveg hvað maðurinn var að spyrja um og hann spurði hana "Where are you from". Bíddu fyrirgefðu; Hvað kemur starfsmönnum Strætó við hvaðan fólk kemur? Þetta er dónaskapur!

 

En ég áttaði mig svo á að aðaltilgangurinn hjá þessum manni var að athuga hvort skólafólk væri að misnota kortin sín því þeir sem voru með slík kort voru krafin um persónuskilríki!  Það er semsagt orðið málið hjá Strætó að ráða menn til að athuga hvort skólafólkið sé að misnota kortin sín! Hvað ætli þetta kosti bæði í launakostnaði og fækkun á farþegum sem eru ekki til í að lenda í dónaskapi þessara eftirlitsmanna? Það er ekki nóg með að þurfa bíða í lon og don eftir vagni, lenda svo í úrillum bílstjórum heldur er líka verið að trufla þig í miðri ferð að skoða kortið þitt? Hvað með fólk sem borgar með miðum eða peningum. Þurfa þau að útskýra það fyrir þessum mönnum? 

 

Enn og aftur er verið að líta á strætófarþega sem annars flokks fólk. Krakka, gamalmenni eða fátæklinga sem hafa ekki annann kost. Og þessir örfáu sem vilja ferðast með strætó af umhverfis og hagkvæmisátæðum fækka og fækka. Ég lýsi fullri ábyrð á stjórnendum borgarinnar. Það er skylda ykkar að bjóða uppá gott samgöngukerfi sem ALLIR GETA NOTAÐ!!!!!!!!!!!

 

Skammist ykkar!

 


3 mínútur af Sex Pistols

Ég var sæmilega spenntur fyrir nokkrum árum þegar Sex Pistols komu loks saman á ný og ætlaði að sjá tónleika með þeim á stóra sviðinu á Hróarskeldu. Stuttu eftir að þeir birtust á sviðinu stirðari en andskotinn og ekki í miklu formi fannst mér þá kastaði einhver lítill pönkari eitthvað uppá svið og Johnny Rotten stoppaði lagið og hraut einhverjum ónotum að áhorfendum. Þetta fannst litlu pönkurunum sniðugt og köstuðu örlítið seinna meira uppá svið. Nei nei þá ruku prímadonnurnar af sviðinu og spiluðu ekkert meira!

Þannig að þessi mikla endurkoma tók um 3 mínútur og ég áhvað að ekki mundi ég aftur reyna að sjá þessa gaura á sviði. Vissulega er þetta merkileg hljómsveit sögulega séð og plöturnar með P.I.L. fansst mér mjög fínar. En ef guðfeður pönksins þola það ekki að einhverju smádóti sé hent uppá svið er ekki mikið pönk eftir finnst mér!


mbl.is Sex Pistols hita upp fyrir tónleikaferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plug me in og fleira góðgæti

AC DC safnVar að fá í dag þriggja diska DVD með AC/DC sem heitir "Plug me in". 7 klukkutímar af DC ætti ekki að láta mig leiðast næstu daga Devil

 Fékk líka nýja Robert Plant & Alison Krauss diskinn og nýja diskinn með Neil Young!

 Ég veit hvað ég verð að gera um helgina Smile

 

Hér er svo smá upprifjun fyrir Nasa 1 des

 

 

 



Rokk og roll Devil

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband