Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ingibjörg Sólrún bankar uppá

Móðir mín er alveg í skýjunum. Ingibjörg Sólrún bankaði uppá heima hjá henni áðan og gaf henni rauða rós og uppskrift af lambalæri ásamt kosningarbæklingi að sjálfsögðu. Veit ekki hvort hún ætli að kjósa Samfylkinguna útá þetta en það gæti haft áhrif. Mér finnst þetta snilldar uppákoma hjá ISG og hún á örugglega eftir að safna atkvæðum útá þetta :-)


Heyr Heyr Vilhjálmur

Ég er einstaklega ánægður með afstöðu Vilhjálms til uppbyggingar á húsunum með upprunanlegu götumynd í huga. Ég verð að segja að ég undrast mjög afstöðu margra sem hafa tjáð sig að það ætti að byggja einhver háhýsi þarna. Ég bara skil ekki af hverju fólk vill ekki láta söguleg hús standa og að borgin hafi karakter sögunnar. Er ekki nóg af nýjum hverfum þar sem háhýsi geta risið?

Vilhjálmur bendir réttilega á að þetta hefur verið gert með góðum árangri við Vonarstræti sem er hárrétt. Haldið þið að það hafi ekki verið fallegt að hafa þar eitt stykki Moggahöll eins og er við Aðalstræti?

Velkomin til reykjavíkur kæru túristar. Hér er elsta hús okkar í miðbænum. Það var byggt 2010 eftir að við náðum að rífa alla þessa kumbalda sem voru að skemma borgina okkar frá síðustu tveim öldum! Æðisleg framtíðarsýn!


mbl.is Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varadekkið

Ég man það vel í síðustu alþingiskosningum fyrir 4 árum þegar Framsókn vann "Varnarsigur" og hélt áfram samstarfi sínu við Sjálfstæðismenn. Þá var því spáð að Framsókn yrði rústir einar eftir kjörtímabilið. Samkvæmt skoðannakönnunum virðist það vera að gerast. Því má ekki gleyma samt að Framsókn mælist oft minni í könnunum en kosningum. Síðan gerist það í borgarstjórnakosningum í reykjavík fyrir stuttu að Framsókn með örfylgi fer í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Það er endanlega búið að festa Framsókn sem varahjól undir Sjálfstæðisfokki í hugum flestra kjósenda. Það er illa komið fyrir þessum aldagamla flokki sem má muna fífil sinn fegurri. 
mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Þá er sumarið komið samkvæmt dagatalinu :-)

Þetta sumar leggst rosalega vel í mig. Margt að gerast á lista og menningarsviðinu. Fullt af áhugaverðum tónleikum framundan. Spennandi kosningar. Svo er lífið bara svo yndislegt. Æðislegir vinir og fjölskylda.

Lífið er gott :-)

Gleðilegt sumar öll sömul :-) :-) :-) :-)


Of ólík öðrum könnunum

Alveg burtséð frá hvar hjartað liggur í pólítík þá eru þessar kannannir blaðsins allt of ólíkar öðrum könnunum. Veit ekki hvort það sé út af lágu hlutfalli þeirra sem taka afstöðu eða öðru. Allavega bíð ég spenntur eftir næstu Gallup Smile

 

 


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peter Björn & John & Skátar & Jan Mayen & Reykjavík!

Þessi vika er búin að vera dáldið klikk og maður hefur ekki komist mikið á bloggið. En það er náttúrlega fullt í gangi eins og alltaf. Pólítíkin er mjög spennandi þessa dagana og næstu vikur verða mjög skemmtilegar á því sviði. Vonandi tekur umræðan á sig jákvæðari blæ og ég vona að flokkarnir sjái að það er betra að tala um hvað þeir ætli að gera, ekki hvað allir hinir eru vondir við þá Smile

 

Í tónlistinni er fullt að gerast eins og venjulega. Ég er ennþá með brosið eftir Bjarkartónleikana og frábært að sjá alla jákvæðu dómana sem hún er að fá. Arnar Eggert hjá mogganum hitti naglan á höfuðið þegar hann sagði "Björk er alltaf að vaxa" Orð að sönnu Smile

 

Á morgun er ég að fara á tónleika með Peter Björn & John á Nasa og hef trú á að þar verði stuð. Þeir spila skemmtilega frumlega popptónlist og nýja platan þeirra er mjög góð.

 

Það eru frumlegir útgáfutónleikar á Barnum laugavegi 22 á laugardagskvöld. Hljómsveitin Skátar ætla að fagna nýju plötunni sinni "Ghost of the bollocks to come" og þar koma fram hljómsveitirnar Reykjavík! og Jan Mayen  og ætla að spila lög eftir eftir Skátana. Þetta er æðisleg hugmynd og verður gaman að heyra hvernig lögin hljóma í útsetningum þessara eðalsveita Smile

 

Að lokum er gaman frá því að segja að Pétur Ben og Ólöf Arnalds eru að spila í Danmörku þessa dagana og spennandi að sjá hvernig frændur okkar taka þeim Smile






Vindhögg?

Ég veit ekki til þess að VG sé í stríði við ákveðin fyrirtæki þó þeir séu á móti virkjunarstefnu. Fyrst þeir voru að senda beiðni til 100 stæðstu fyrirtækjanna, hefði það ekki verið hallærislegt að skilja álfyrirtækin utan þess? Það hefði verið yfirlýsing um að þeir væru á móti þessum fyrirtækjum. Mér finnst það frekar barnalegra hjá fyrirtækinu að "leka" þessum upplýsingum til fjölmiðla. Vindhögg finnst mér!
mbl.is VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Textabrot dagsins

Ég var að hlusta á David Bowie í kvöld. Þetta textrabrot stendur oft uppúr.

I
I can remember
Standing
By the wall
And the guns
Shot above our heads
And we kissed
As though nothing could fall
And the shame
Was on the other side
Oh we can beat them
For ever and ever
Then we can be Heroes
Just for one day

En veggurinn er fallinn og ég vona við búum til sem fæsta í framtíðinni :-)


Tillitsleysi

Ættingi minn, gömul kona, hefur aldrei getað hugsað sér að nýta sér mataraðstoð sem hefur verið í boði. Henni finnst hún vera að betla og stoltsins vegna hefur hún aldrei gert það þó oft hafi verið hart í búi. Í vikunni ákvað hún að prófa þetta þar sem var óvenju erfitt hjá henni. En það var lífsreynsla sem hún ætlar aldrei að lenda í aftur. Fyrst þurfti hún að hýrast í biðröð í heillangann tíma og leið eins og betlara að eigin sögn. Svo birtist mynd af henni og fleirum á forsíðu DV. Hún grét næstum af skömm.

Fólk er stolt og vill ekki auglýsa neyð sína og það er ótrúlegt virðingarleysi og tillitsleysi sem við sýnum fólki finnst mér. Við stærum okkur af því að búa í velferðarþjóðfélagi en getum ekki gert vel við aldraða og öryrkja og þurfum að láta þeim líða eins og þeir séu baggar á okkar þjóðfélagi. Fjölmiðlar bæta svo á skömmina með því að nota neyð fólks til að selja blöð og taka ekkert tillit til þess að bak við fréttirnar eru fólk sem finnur til.

Síðan rétt fyrir kosningar rjúka stjórnmálamenn til og segjast vilja gera allt fyrir gamalt fólk og öryrkja og eru síðan búin að gleyma loforðum 5 mínútum eftir kosningar.


Loksins

Það er ótrúlegt að það hafi þurft að karpa um þetta mál. Þetta er einn af svörtu blettum réttarkerfisins sem er loksins leiðréttur. Allir vita að afleiðingar kynferðisbrota fyrnast aldrei. Áfram á þessari braut takk!

mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband