Færsluflokkur: Tónlist
Nessum Dorma
19.12.2007 | 18:45
Á meðan jólaflóðið gengur yfir og ég nái lífi aftur utan vinnu ætla ég nú að skella einu og einu lagi sem minnir á hátíðirnar í smá öðrvísi útsetningum kannski
Þessi útgáfa af Nessum Dorma er bara snilld!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Oh Come All
18.12.2007 | 18:41
Ye Faithful.
Þar sem ég sit fastur í jólaplötuflóðinu ætla ég bara setja inn eitt jólalag
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á innsoginu
6.12.2007 | 19:31
Nú er sá tími ársins kominn í vinnunni að ansi margir viðmælendur eru á innsoginu. Maður hringir og oft á línunni heyrist innsog: siðan "Geturu sent mér *** í dag! Hún er alveg að klárast" svo annað innsog
En ég vil fá þetta lag í Eurovision!



Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábærir Skid Row tónleikar
2.12.2007 | 01:08
Ég skemmti mér frábærlega á stórskemmtilegum tónleikum með Sign og Skid Row í kvöld.
Sign byrjuðu og stóðu sig með prýði. Ég hef ekki séð þá síðan þeir hituðu upp fyrir Alice Cooper hér um árið og þeir hafa farið mjög mikið fram síðan og eru líka með sína bestu plötu hingað til í farkastinu. Hún heitir "The Hope" og ég mæli með henni.
Ég hef ekki séð Skid Row síðan þeir spiluðu í Laugardalshöll um árið. Bassaleikarinn sagði að það hafi verið fyrir 15 árum og ég verð að trúa honum. Ég hélt að það hefði verið seinna en svona er þetta, tíminn líður bara :-)
Mér fannst þeir miklu betri í kvöld heldur en í höllinni forðum. Miklu betri hljómgæði (Þau voru slæm í höllinni) og miklu meiri kraftur í söngvara þeirra í dag en í Sebastian Bach forðum. Þeir fluttu öll sín þekktustu lög og stemmingin í Nasa var rosaleg. Ég held þeir hafi orðið mjög hissa. Áhorfendur voru með alla texta á hreinu og sungu með hástöfum. Þeir voru svo klappaðir upp tvisvar og komu Sign strákarnir á sviðið með þeim í uppklappinu.
Vá hvað maður fær mikið af góðum tónleikum þessa dagana. Svo koma Whitesnake næsta sumar.
Lífið er gott :-)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í kvöld....
1.12.2007 | 19:56
Ætla ég að skemmta mér á tónleikum með þessum.......



Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Járnfrúin í London
28.11.2007 | 11:03
Ég keypti miða á tónleika með Iron Maiden í London í morgun
Það var forsala fyrir aðdáendaklúbbinn og ég náði miðum á besta stað í höllinni. Þetta verða risatónleikar. Þeir eru haldnir í Twinkingham höllnni í London og hún tekur hátt í 50 þúsund manns held ég.
Þeir kalla túrinn "Somewhere back in time" og er framhald af túrnum sem þeir spiluðu á hér heima. Þar fluttu þeir lög af fyrstu fjórum plötum sínum. Hér taka þeir næstu fjórar. Það eru þá væntanlega "Powerslave", "Somewhere in time", "Seventh son of a seventh son" og "No prayer for the dying". Mér finnst líklegt að þeir bæti "Fear of the dark" við því eftir þá plötu hætti Bruce Dickinson í sveitinni og tók við þá nýtt tímabil hjá Maiden. En það kemur í ljós. Ég er allavega búinn að tryggja góða miða
Tónleikarnir eru 5 júlí á næsta ári þannig að það er nægur tími til að hita upp
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Annríki
21.11.2007 | 23:06
Nú er sá tími ársins sem allt er vitlaust að gera í vinnunni. Það er bara fínt en bitnar á frítímanum og þar með blogginu Ég lít alls ekki á það sem kvöð eða skyldu að blogga, en skratti gaman finnst mér.
Það verða spennandi útgáfutónleikar á laugadagkvöld. Útgáfutónleikar I Adapt á Grand rokk. Það eru fáar hljómsveitir jafn kraftmiklar á tónleikum!
Platan þeirra "Chainlike burden" er ein sú besta sem hefur komið út á árinu.
Bloggvinur minn Aðalsteinn segir frá á síðu sinni að Iron Maiden koma til Íslands í ágúst á næsta ári og það eru frábærar fréttir ef það reynist rétt. Ég hef líka heyrt þennan orðróm og er nokkuð viss um að þeir koma en það hefur ekki verið staðfest á aðdáendasíðu Maiden ennþá. En það hafa verið staðfestir tónleikar í London þann 5 júlí næstkomandi og ég er að spá í að skella mér þangað. Maður sér þá bara tvisvar ef þeir koma
Annars er það svo Sign og Skid Row 1 des næstkomandi á Nasa. Mæli með nýju Sign plötunni, hún er eðal
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í minningu....
17.11.2007 | 23:19
Phil Lynott
Forsprakka Thin Lizzy.
Fyrst "Out in the fields" með Gary Moore. Æðisleg hárgreiðsla hjá Moore
"Whiskey in the jar" er klassík.
Og "Boys are back in town" fylgir að sjálfsögðu!
Vill svo benda á á skemmtilegt blogg hjá nýjum bloggvinum Sign
sem eru að túra með Skid Row núna og verða með þeim á Nasa 1 des næstkomandi.
Var að fá í hendur nýjann disk með þeim sem heitir "The Hope" sem mig hlakkar til að láta rúlla um helgina.
Rokk og roll
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Góð kvöldstund á Wembley
12.11.2007 | 22:25
Ég skaust til London um helgina og fór á Wembley Arena á laugardagskvöld.
Þar steig fyrst á svið hljómsveitin Iced Earth og spilaði hálftíma prógramm. Ég þekki ekki mjög vel plötur Iced Earth. Lögin voru svona "týpísk" þungarokkslög. Ekkert sérstakt en alveg ok. Skemmtilegasta fyrir mig var að sjá á sviði söngvarann Ripper Owens sem söng með Judas Priest í nokkur ár eftir að Rob Halford hætti og myndin Rock Star var byggð á lífshlaupi hans minnir mig.
Næsta hljómsveit á svið var Lamb of God og hún algerlega heillaði mig. Ég átti reyndar von á þeim góðum því þeir hafa gert hreint frábærar plötur. En á tónleikum eru þeir æðislegir. Spiluðu í 40 mínútur og að sjá svona góða hljómsveit sem upphitunarhljómsveit er mjög óvenjulegt. En eins og þeir sögðu sjálfir á tónleikunum, þá væru þeir ekki til ef ekki hefði verið Black Sabbath! Æðisleg upplifun!
Næst á svið var aðalnúmerið. Black Sabbath með Ronnie James Dio í fararbroddi! Þeir fluttu eingöngu lög af þeim plötum sem Dio söng inná ásamt einu nýju lagi. Það er óhætt að segja að þeir kunna sitt fag þessir karlar. Tony Iommy átti við smá sándvandamál að stríða þar sem ég sat en það gæti verið slæmt á því svæði sem ég var á því ég var svo nálægt sviðinu öðrum megin. En á móti kom að ég sá mjög vel á sviðið. Geezer var frábær eins og alltaf, Vinnie Appice góður á trommunum en stjarna kvöldsins var Ronnie James Dio! Kallin er einfaldlega besti rokksöngvarinn sem er starfandi í dag. Hann er betri en Robert Plant og Ian Gillan sem dæmi. Tæknin í Dio er einfaldlega svo rosalega góð. Hann hefur ótrúlegt vald á röddinni og enn jafn kraftmikill og hann var þó hann sé kominn yfir sextugt. Ég fékk öll mín uppáhaldslög með þeim og fór sæll heim
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
London
8.11.2007 | 23:33
Er á leiðinni til London eftir nokkrar klukkustundir. Hlakka til að sjálfsögðu. Flýg með Iceland Express að þessu sinni og kem aftur á sunnudag.
Það verður smá viðtal við mig í 24 stundum á morgun um ferðina. Skemmtilegt viðtal fannst mér.
Fer annað kvöld í leikhús. Ætla að sjá Glengarry Glen Ross eftir David Mamet. Jonathan Pryce leikur aðalhlutverkið og á ég von á góðri kvöldstund þar. Sá myndina með Al Pacino á sínum tíma og fannst hún fín.
Svo er það Black Sabbath, Lamb of God og Iced Earth á laugardag!
Annars er lítið að frétta. Brjálað að gera og það verður gott að komast út í afslöppun og rokk og roll :-)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)