Færsluflokkur: Tónlist
Skátar hljómsveit vikunnar á CMJ Sonicbids
1.3.2008 | 00:11
Hin frábæra sveit Skátar er hljómsveit vikunnar á vefsíðunni CMJ Sonicbids. Alltaf gaman þegar góðar hljómsveitir vekja athygli
Skatar Wins Sonicbids
2008-02-29 10:47:51.603,
Story by: Abby Margulies
Skatar is the winner of this week's CMJ Sonicbids Spotlight. The Icelandic fivesome (plus some, minus some) got their start in 2001, and released their debut EP on Grandmother's, their own grassroots label. The band followed that up this past summer with a full-length, The Ghost Of The Bollocks To Come, attracting attention across the UK, Belgium and Iceland. Despite various offers from Icelandic and other international record companies, the slightly dissonant, yet pleasingly poppy group remains true to its DIY ethos and has continued to fund and produce its own work.
www.sonicbids.com/skatar
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Summer Wine & Bang Bang
28.2.2008 | 22:14
Rakst á þetta myndband með Corrs og Bono úr U2 þar sem þau flytja gamla Lee Hazlewood og Nancy Sinatra slagarann "Summer wine"
Og hér er upprunanlega útgáfan.
Fyrst ég er kominn í Nancy Sinatra fílinginn verð ég að láta Bang Bang fylgja. Tarantino notaði lagið eftirminnilega í Kill Bill
Og hér er æðisleg útgáfa með Raconteurs af sama lagi. Snilld!
Rokk og roll

Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vanmetin plata
28.2.2008 | 10:40
Ég er ánægður með þennan dóm og fleiri jákvæða dóma sem er að birtast um þessa stórgóðu plötu Mínus. Mér fannst hún ekki fá þá athygli sem hún átti skilið hér heima. Að vísu voru mannabreytingar og aðrir hlutir sem drógu athyglina frá plötunni þegar hún kom út. Hvet rokkáhugamenn og konur til að kynna sér gripinn
Hér er líka 4 stjörnu dómur sem er að birtast í Kerrang!
![]() |
Fínir dómar um plötu Mínus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góð Akureyrar ferð
25.2.2008 | 13:06
Ég fór norður á Akureyri um helgina og var sú verð frábær eins og við mátti búast. Ég kann mjög vel við Akureyri og á marga góða vini þar. Það er fátt skemmtilegra en að hitta fólk og skrafa um tónlist og margt fleira. Náði að skella mér í sund tvisvar og tók rúntinn um bæjinn að venju.
Laugardagskvöld var svo fundur hjá Rokk klúbbnum Reiðmönnum og hann fór vel fram að venju. Að vísu var ég að misskilja boðskortið því ég hélt við ætluðum að velja besta 80's lagið en málið var að við áttum að velja 10 lög og spila síðan þrjú um kvöldið til að fá sem breiðustu línuna á 80's rokk tímabilið. Enda voru spiluð yfir 30 lög um kvöldið og það var mjög fjölbreytt og skemmtileg flóra. Ég spilaði lögin "Gonna get close to you" með Queensryche, "Balls to the wall" með Accept og "Don't talk to strangers" með Dio. Besta 80's lagið valdi ég svo "Number of the beast" með Iron Maiden. Mér finnst það lag summa ansi vel upp þungarokks senuna uppúr 1980
Skellti mér á Baðstofuna eftir Hugleik á föstudagskvöld og fannst það langsísta verk hans hingað til.
Svo er fullt að gerast í fjölskyldunni. Systir mín eignaðist lítinn strák aðfaranótt sunnudags Konan mín fer til New York í dag í viku m.a. á kvennaþing og þær ætla að mála Manhattan bleika
Verður mikið stuð án efa
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
80's Þema
22.2.2008 | 09:41
Ég fer til akureyrar um helgina á fund með ónefndum rokk klúbb sem ég er stoltur meðlimur í. Það verður að sjálfsögðu mjög formlegur fundur þar sem háalvarleg mál verða krufin til mergðar. Þar á meðal hvað er er besta 80's rokk lagið!
Þetta er mjög stór spurning og verður ekki leyst í þessu bloggi. Ég tilkynni nú samt úrslititn eftir helgi því þetta verður að sjálfsögðu mjög vísindaleg könnun sem á erindi í þjóðfélagsumræðuna
En á meðan njótið nokkur eðal 80's lög
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Auglýsingarlaus :-)
20.2.2008 | 13:20
Ég vil þakka moggabloggs mönnum að bjóða uppá auglýsingarlausar bloggsíður fyrir þá sem vilja. Það truflaði mig að hafa auglýsingu inná síðunni en ég var ekki að kvarta yfir því vegna þess að ég kann mjög vel við moggabloggið. Það er mjög notendavænt og ég skil mjög vel að það þurfa að koma tekjur. Þess vegna er þetta frábær lausn að kaupa auglýsingalaust pláss. Málið dautt
Næsta helgi er það svo Akureyri Calling!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Regnbogi í myrkri
17.2.2008 | 23:55
Jæja kominn tími á smá rokk.
Meistari Dio
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ráðið
16.2.2008 | 17:30
Eitt af þeim ljóðum sem situr í mér eftir frábæra minningartónleika Bergþóru Árnadóttir er ljóðið "Ráðið" eftir Pál J Árdal. Hansa flutti þetta lag á tónleikunum óaðfinnanlega.
Ráðið
Ljóð: Páll J. Árdal
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
En láttu það svona í veðrinu vaka
Þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
Þá segðu, að til séu nægileg rök,
En náungans bresti þú helzt viljir hylja,
Það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.
Og gakktu nú svona frá manni til manns,
unz mannorð er drepið og virðingin hans.
Og hann er í lyginnar helgreipar seldur
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.
En þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helzt eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
Og segðu: ,,Hann brotlegur sannlega er,
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir.
En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.
Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd.
Með hangandi munnvikum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.
Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja, þú fáir þá náð
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.
En máske, að þú hafir kunnað þau áður.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eftirminnilegir Bergþórutónleikar
16.2.2008 | 09:27
Ég fór á minningartónleika um Bergþóru Árnadóttir á gærkveldi og það voru æðislegir tónleikar.
Þegar ég heyrði af í fyrra að það stæði til að gefa út heildarsafn Bergþóru á geisladiskum varð ég mjög glaður því ég tel Bergþóru vera einn af okkar bestu lagasmiðum. Efni frá henni hefur verið illfáanlegt í gegnum tíðina og í raun finnst mér þetta þjóðþrifaverk. Þessi gersemi á að vera varðveitt eins og handritin og önnur þjóðararfleið. Mjög þakklátt verk hjá Dimmu að ráðast í þetta verkefni og að sjálfsögðu tryggði ég mér eintak á tónleikunum.
Að öllum ólöstuðum stóð Magga Stína uppúr á tónleikunum í gær. Það geislaði af henni og einnig vil ég hrósa hljómsveitinni sem stóð sig frábærlega og náði vel andanum yfir tónlist Bergþóru. Það var uppselt á tónleikana og mér skilst að það eigi að setja upp aukatónleika og ég hvet fólk til að kíkja á þá. Einnig rakst ég á Óla Palla sem sagði mér að rás 2 væri að taka upp tónleikana. Ekki missa af því.
Takk aðstandendur Bergþóru fyrir yndislega kvöldstund
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Metall fimmtudagskvöld
13.2.2008 | 10:58
Ég verð gestur í rokkþættinum Metall á Rás 2 fimmtudaskvöld. Þetta verður létt spjall hjá okkur Arnari Eggert og ég spila slatta af uppáhaldslögum í gegnum tíðina
Verður bara gaman.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)