Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Kreppublogg

Það hefur að sjálfsögðu ekki verið mikil stemming að blogga undanfarið. Skiljanlega. Við erum að upplifa tíma sem eiga sér enga hliðstæðu. Maður tekur hvern dag eins og hann kemur án þess að hafa hugmynd hvað næsti dagur geymir. Á þessum tíma þakkar maður líka fyrir þá hluti sem maður á. Fjölskylda og vinir koma þar fyrst. Það er ég ríkur og engin kreppa tekur það í burtu. Það hefur verið mikið æðruleysi hjá mér og mínum undanfarið og samstaða og kærleikur ráðið ríkjum. Mágur Thelmu minnar lenti í alvarlegu bílslysi í gær og hugur okkar hefur legið með honum og hans fjölskyldu. Það virðist sem betur fer ætla að fara á besta veg miðað við aðstæður þó það sé frekar snemmt að segja 100%. Ég hef trú á að hann nái sér enda ótrúlega harður af sér.

Tónlist og góðar bækur er líka ómetanlegir hlutir að snúa sér að á þessum tímum. Enn meira en vanalega. Ég er líka haldinn þeirri vissu og trú á manneskjuna að hún komi síðar sterkari úr hremmingum. Það er eðli mannskepnunar að aðlaga sig aðstæðum. Það sem ég vona svo innilega að úr þessum hremmingum komi sterkara og mannúðlegra samfélag. Það hefur skort á það á síðustum tímum og græðgisvæðingin hefur verið ansi sterk að mínu áliti.


Draggkeppni

Ég fór í gærkveldi með Thelmu minni á Draggkeppni í Íslensku Óperunni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á þessa keppni og ég skemmti mér alveg þrælvel. Sonur Thelmu tók þátt í einu atriðinu og ég var að sjálfsögðu ekki hlutlaus hvað keppnina varðar. "Okkar atriði" vann ekki en það skipti ekki máli hvað skemmtunina varðar. Áhuginn, keppnisskapið og metnaðurinn skein í gegn hjá öllum keppendum og gríðarleg vinna lagt í atriðin sem flest heppnuðust mjög vel. Haffi Haff var kynnir og frábær eins og við mátti búast. Skemmtilegast þótti mér að sjá hann í Motorhead bol. Greinilega smekksmaður á ferð.

 

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af keppninni.

 

img_0157.jpgimg_0182.jpg

 

                                                                img_0138.jpg                                                                                       img_0141.jpg


Setið við ána

seti_vi_elli_ara_1.jpgÉg settist við Elliðarána í kvöld eftir langan göngutúr í blíðunni. Það er yndislegt að sitja í náttúrunni og hugsa um lífið og tilveruna. Ég er smá sorgmæddur vegna þess að köttur elskunnar minnar dó óvænt í dag. Mér þótti líka óendanlega vænt um hann. En hann átti gott líf og dauðinn er auðvitað hluti af lífinu. Hann var yndislegur karakter og verður saknað.

 

En mér var líka í huga þakklæti og auðmýkt yfir hve yndislega kærustu ég á. Æðislega fjölskyldu og frábæra vini. Þetta eru þeir hlutir sem skipta öllu máli í tilverunni. Þetta fallega veður í dag minnir líka á hve heppin við erum að búa ekki við stríð eða örbyggð. Mér finnst oft skorta að við getum sett okkur í spor þeirra sem minna mega sín. Við megum ekki vera það sjálfhverf að gleyma náunganum.

 

Gleðilegt sumar elsku vinir Smile

 


Dylan Morðingjar og fleira skemmtilegt

Það er búið að vera mikið að gera undanfarið og ekki mikill bloggandi yfir undirrituðum Smile Fullt skemmtilegt að gerast. Átti yndislega páskahelgi með fjölskyldunni og náði að kúpla mig algerlega út úr hinu daglega amstri. Átti góðan tíma á Eyrarbakka þar sem ég kem allt of sjaldan.

Er búinn að kaupa miða á Dylan. Þó ég sé ekki ánægður með staðsetninguna er ekki hægt að sleppa tónleikum með meistaranum.

Er kominn með frábæra plötu með Morðingjunum sem mig hlakkar til að heyra hvernig venst.

Fæ mér miða á Fogerty eftir helgi. Tími ekki 10.900 í stúku þannig ég læt gólfið nægja þar. Ég var að skoða lagalista hjá kallinum sem hann flytur í þessari tónleikaferð og fékk í magann hve mörg frábær lög eru á tónleikaskránni. Sleppi Clapton að sinni. Hann er að spila í London á sama tíma og ég er úti í sumar. The Police reyndar líka þannig að ég næ alveg fullt af "gömlum" tónlistarmönnum í sumar Smile

Mér finnst stundum skondið þegar er verið að gera grín af "gömlum" tónlistarmönnum. Það er góðir og lélegir tónlistarmenn á öllum aldri. Ef að fólk líkar ekki tónlistin skiptir litlu máli hvort listamenn séu ungir eða gamlir Wink

 Það er svo ferming um helgina og næsta helgi er bæði skruddufundur og afmæli hjá elskunni minni. 

 

Lífið er gott Smile

 


Góð Akureyrar ferð

Ég fór norður á Akureyri um helgina og var sú verð frábær eins og við mátti búast. Ég kann mjög vel við Akureyri og á marga góða vini þar.  Það er fátt skemmtilegra en að hitta fólk og skrafa um tónlist og margt fleira. Náði að skella mér í sund tvisvar og tók rúntinn um bæjinn að venju.

 

Laugardagskvöld var svo fundur hjá Rokk klúbbnum Reiðmönnum og hann fór vel fram að venju. Að vísu var ég að misskilja boðskortið því ég hélt við ætluðum að velja besta 80's lagið en málið var að við áttum að velja 10 lög og spila síðan þrjú um kvöldið til að fá sem breiðustu línuna á 80's rokk tímabilið. Enda voru spiluð yfir 30 lög um kvöldið og það var mjög fjölbreytt og skemmtileg flóra. Ég spilaði lögin "Gonna get close to you" með Queensryche, "Balls to the wall" með Accept og "Don't talk to strangers" með Dio. Besta 80's lagið valdi ég svo "Number of the beast" með Iron Maiden. Mér finnst það lag summa ansi vel upp þungarokks senuna uppúr 1980 Devil

 

Skellti mér á Baðstofuna eftir Hugleik á föstudagskvöld og fannst það langsísta verk hans hingað til.

 

Svo er fullt að gerast í fjölskyldunni. Systir mín eignaðist lítinn strák aðfaranótt sunnudags Smile  Konan mín fer til New York í dag í viku m.a. á kvennaþing og þær ætla að mála Manhattan bleika Smile Verður mikið stuð án efa LoL

 

 


Góð afmælisveisla

Ég fór til keflavíkur um helgina í afmæli hjá Bjössa Páls vini mínum og Lufsufélaga. Lufsurnar eru rokk klúbbur sem ég er meðlimur í og er staðsettur í keflavík.

 

Dagskráin var hin glæsilegasta hjá Bjössa. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki hvað fyrsta hljómsveitin hét en þar á eftir komu Deep Jimi & The Zep Cream með prógramm af frumsömdu efni. Næst steig KK á svið og var frábær að venju. Síðan enduðu Deep Jimi kvöldið með hörku ball prógrammi. Það voru að sjálfsögðu Deep Purple, Led Zeppelin, Jimi Hendrix og Cream lög Smile Það var djammað fram eftir nóttu og ég hef ekki dansað svona mikið mjög lengi Smile

 

Takk Bjössi fyrir æðislegt kvöld!

 

p.s. Tónlistarspilarinn hér til hliðar er loks farinn að virka hjá mér og ég verð duglegur að uppfæra hann hér með Smile

 


Gleðilegt ár...

.....kæru bloggvinir. Takk fyrir æðislega skemmtilegt bloggár og sjáumst hress eftir áramót.

Í kvöld fylgist maður væntanlega með árinu fjúka burt í góðra vina hópi Wizard

 

 

 

 


Skemmtileg bæjarstemming

Rosalega er að myndast skemmtileg stemming í kringum Airwaves Smile Verður skemmtilegri með hverju árinu. Bæði með gestum sem virðist fjölga með hverju ári og Íslendingum sem átta sig alltaf með þessarri hátíð hvað vig eigum fjölbreytta og skemmtilega flóru af frábærum listamönnum. Þegar dagskráin er skoðuð kemur svo sannarlega í ljós hvað við eigum rosalega mikið af frábærum hljómsveitum og listamönnum. Þetta er að sjálfsögðu það sem útlendingar sækja í.

 

Ég held að alltof margir Íslendingar átta sig ekki almennilega á þessu. Fólk er dálítið upptekið af einhverskonar efnishyggju og "lífsgæðakapphlaupi" til þess að átta sig á þessum geysilega mannauði sem við eigum. Bullandi menningarlíf í leikhúsi, tónlist og geysilegt hugvit er meira virði er skyndigróði að mínu áliti. Það sem skiftir máli er að sjálfsögðu að við byggjum upp þjóðfélag sem byggir á bjartsýni og þeim krafti sem við eigum. Hlúum að þeim sem minna mega sín og notum ríkisdæmi okkar, bæði menningarlegu og veraldlegum til að byggja upp ekki rífa niður! 

 

Annars er þetta búin að vera erfið en skemmtileg vika. Það var ljóst í byrjun viku að maður mundi ekki eiga mikinn tíma aflögu utan vinnu og Airwaves stússi. Það var líka reyndin Smile Í dag er ég bara búinn að liggja eins og skata og er að hlusta á tónlist og horfa á Hitchcock myndir LoL

 

Ég veit ekki einu sinni hvaða bók Skrudduklúbburinn valdi á síðasta fundi! Hmmm er þetta ekki bara það sama og ég var að röfla yfir í pistilum hér fyrir ofan. Maður gleymir vinum sínum og fjölskyldu í vinnubrjálæði LoL

 

 


Wembley og fleira skemmtilegt!

Nú er ekki nema rúmur sólarhringur þar til ég stekk í vél til Lundúnaborgar Smile Ætla eiga þar fimm daga í góðum félagsskap. Byrja á að sjá tónleika með hljómsveitinni Rush á Wembley. Þar rætist mjög gamall draumur að sjá þessa frábæru sveit. Þeir gáfu út þrælfína plötu á árinu og eiga mikið af góðum lögum eftir 30 ára feril Smile

 

Svo ætla ég að skella mér í leikhús, meir að segja tvisvar Smile Fyrst kíki ég á söngleik eftir Monty Python sem heitir "Spamalot" og er gerð að mestu eftir kvikmyndinni "Holy Grail" og síðan á sakamálaleikrit sem heitir "The 39 steps". Meistari Hitchcock gerði kvikmynd eftir þessari sögu fyrir löngu síðan.

 

Svo verður farið á tónleika með hljómsveitinni Dream Theater. Þeir voru að gefa út sína bestu plötu á árinu að mínu mati. Hljómsveitin Symphony X hitar upp. Verð að viðurkenna að ég þekki þá sveit lítið en er kominn með nýja plötu með þeim sem fær að rúlla í i-poddinum á leiðinni út Smile

Svo verður náttúrlega slappað af og maður er aldrei í neinum vandræðum að njóta London! 

 

Hamingja Wizard

 


Arnold Layne

Þetta var þá helgi til að leggjast í pest.

 

Missti af menningarnótt og Skruddufundi í kvöld :-(

 

Svekkjandi en þýðir ekkert að væla. Horfi bara á nafnana Gilmour og Bowie!

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband