Færsluflokkur: Dægurmál

Biðraðamenningar

Þetta er skemmtilegar tölur. Ég hef stundum verið að spá í biðraðamenningar í heiminum og ég held við Íslendingar erum þar mjög neðanlega á lista. Það hefur reyndar pínulítið skánað undanfarin ár en ekki mikið. Hve oft hefur maður ekki staðið í einfaldri biðröð við kassa í bónus sem skiftist síðan á 2 kassa þegar nær dregur?  Hve oft gengur ekki fólk framyfir í "styttri röðina". Þetta mundi valda miklum deilum erlendis.

 

Þegar ég bjó í Svíþjóð þegar ég var unglingur gleymi ég aldrei að það var hérumbil alltaf sama fólkið á sama stað í röð að bíða eftir strætó. Ég held ég hafi ruglað systemið smá þegar ég var ekki alltaf að koma á sömu mínútunni Smile

 

Svo þegar ég fór að stunda tónleika að staðaldri erlendis þá sá ég svo sannarlega hve aftarlega við Íslendingar erum á þessu sviði. Aldrei neinn ruðningur. Mörg hundruð manns komust inn á örskammri stundu og ekkert vandamál. Maður komst alltaf framarlega á tónleikum, eina sem maður þurfti að gera var að ganga varlega og afsaka sig pent og það opnaðist gátt í hópnum og maður var kominn á góðann stað áður en maður vissi af og lítil sem engin þrengsli.

 SmileSmileSmile

 


mbl.is Deilt og daðrað í biðröðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallelújah helgi

Maður fyllist næstum tár í auga með að fylgjast með blogginu í dag. Eins og Simmi benti réttilega á í sínu bloggi. "Gríðarleg gæsahúð" "Gríðaleg stemming" "Magnað andrúmsloft" "Tilkomumikil samkoma". Hallelúja það mætti halda að maður væri að lesa um samkomur hjá Krossinum. Maður sér fyrir sig reykmettað sviðið, áhrifamikla tónlist og fram stíga í ljósashowi hetjurnar miklu sem ætla að stýra okkur almúganum næstu árum. Áhorfendur tárfella og klappa eins og mörgæsir og hreyfa hausinn hægt til hægri og vinstri með aðdáunarsvip í andliti. Ha ha maður fær dálítinn kjánahroll að fylgjast með þessu. Hvernig er annað hægt en að kjósa þessa dásamlega fólk. Verst maður getur bara kosið einn flokk!

En ég sé fram á góða helgi. Þarf að vinna eitthvað í dag en svo verður DVD kvöld hjá Sigga í kvöld. Við horfum væntalega fyrst á einhverja góða tónleika, svo einhverja skemmtilega mynd. Ég vona að eitthvað kraftmikið rokk verði fyrir valinu í kvöld, helst Megadeth eða Motorhead, ég er í þannig skapi í dag :-)

Á morgun er svo Skruddufundur þar sem við í Lesklúbbnum hittumst og ræðum menninguna frá öllum sjónarhornum. Ætli pólítíkin komi ekki líka til tals :-) Gruna það.

Fór á tónleika með Peter Björn & John á Nasa í gærkveldi. Það voru fínir tónleikar, fullt hús og góð stemming. Ég var að selja diska líka og tók í sölu einhverja boli fyrir hljómsveitina líka og fannst mjög fyndið hvað margir íslendingar voru að reyna tala við mig á bjagaðri ensku. Héldu greinilega að ég væri sænski bolanördinn :-)


Jag heter Metallica Jörgensen

Samkvæmt vefritinu panama.is fengu sænskir foreldrar leyfi til að skíra dóttur sína Metallica. Þó Metallica sé ágæt hljómsveit færi maður nú seint að skíra barnið sitt eftir henni. Stundum finnst mér foreldrar hafi gleymt því hvernig er að alast upp. Barnið á líklegast eftir að líða fyrir þessi sniðugheit foreldranna. Hvað næst? Cannibal Corpse? Slayer? Flaming lips?

Hey!

Þar sem lesklúbbur Victoriu og co ætla að lesa sömu bók og við í lesklúbbnum Skruddunum ættum við kannski að hringja í hana og bjóða þeim stöllum á næsta fund? Grin  
mbl.is Viktoría ætlar að stofna leshring í Hollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða