Færsluflokkur: Dægurmál

Töskur fyrir Stígamót

Mig langar til að birta smá orðsendingu frá Stígamótum. Þær góðu konur eru í fjáröflun þessa dagana og eins og von er fara þær frumlegar og skemmtilegar leiðir í því :-)

Heil og sæl!

Nú ætla kvenskörungarnir á Stígamótum að fara af stað með fjáröflun og leitum við til ykkar til eftir aðstoð.

Okkur vantar ný og varlega notuð veski og töskur gefins sem við munum selja hér á Stígamótum 13. desember til styrktar rekstursins. Heldri veski munum við bjóða á uppboði, þannig að ef þið eigið veski og töskur sem hafa setið inn í skáp árum og jafnvel áratugum saman þá er þetta tilvalið tækifæri til að finna handa þeim annað heimili og bjartari framtíð.

Þann 13. desember munum við svo opna húsið og vera með veglega veskja og töskusölu og bjóða upp á kaffi og meðlæti. Auglýst nánar síðar.

Tekið er á móti töskum og veskjum daglega í hádeginu á Stígamótum til heimilis að Hverfisgötu 115 (við hliðina á Lögreglustöðinni). Þetta er tilvalið fyrir hópa og vinnustaði til að taka saman höndum og safna veskjum og töskum saman og hreinsa út fyrir Jólin! Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á stigamot@stigamot.is eða í síma 562-6868

Vonadi geta sem flestir lagt lið við að styrkja þeirra góða starf :-)


Laugavegurinn tæmdist...

... af Íslendingum í dag. Fyrst áttaði ég mig ekki á hvað gerðist. Svo mundi ég eftir leiknum. Á meðan leiknum stóð kom aðeins einn íslendingur í búðina sem horfði undrunaraugum á mig þegar ég spurði á Ensku "Can I help you". Ha ha það var bara ekki í undirmeðvitundinni annað :-) Ég fylgdist með leiknum á MBL og afgreiddi útlendingana með bros á vör og Surftónlist í græjunum.

Núna eru bílarnir komnir aftur flautandi með Íslenska fánann.:-)


Auglýsingarlaus :-)

Ég vil þakka moggabloggs mönnum að bjóða uppá auglýsingarlausar bloggsíður fyrir þá sem vilja. Það truflaði mig að hafa auglýsingu inná síðunni en ég var ekki að kvarta yfir því vegna þess að ég kann mjög vel við moggabloggið. Það er mjög notendavænt og ég skil mjög vel að það þurfa að koma tekjur. Þess vegna er þetta frábær lausn að kaupa auglýsingalaust pláss. Málið dautt Smile

 

 



Næsta helgi er það svo Akureyri Calling! Devil

 

 

 


Tónleikadónar

Ég skemmti mér svo vel á Jethro Tull tónleikunum í gær að ég var ekki að láta nokkra hluti pirra mig. En núna eftir á finnst mér vert að geta hvað sumt fólk getur verið ótillitsamt og hreinlega dónalegt á svona samkomum.

Fyrst fyrir utan háskólabíó þá keyrðum við að bílastæði sem var að losna. Þetta var eina lausa stæðið í þessari röð. Ætluðum svo að bakka í stæðið eftir að við hleyptum bíl framhjá sem var að fara. Erum byrjuð að bakka þegar jeppi treður sér framhjá og í stæðið! Maður hefur lesið um að erlendis hafa menn verið lamdir eða verra í umferðinni fyrir svona dónaskap og ég skil það mjög vel. En ég var í svo góðu skapi að ég lét nægja að vorkenna svona mönnum sem vita ekki hvað kurteisi og tilitssemi er. Þetta kemur einhverntímann í hausinn á þeim því ég trúi að menn uppskeri sem þeir sái.

Svo á tónleikunum sjálfum. Fyrir utan þann ótrúlega ósið að mæta of seint á sitjandi tónleika og troða sér í sætin eftir að hljómsveitin er byrjuð, þá er alveg óskiljanlegt að á 3 bekk sat maður fyrir miðju og þurfti að troða sér framhjá öllum í miðju lagi til að fara fram til að ná sér í vínglas! Þetta voru rúmlega tveggja tíma tónleikar með hléi! Kommon ef menn geta ekki setið á sér í klukkutíma án þess að bæta í glasið sitt þá eiga menn að sitja heima!

Takk aftur Performer og Tull fyrir æðislega tónleika :-)


Þetta fer í bókina....

...."vitlausar hugmyndir sem stjónmálamenn framkvæma". Þvílíkt bull hefur varla heyrst, hvað þá verið framkvæmt. Hvaða gagn á þetta eftir að gera? Nú drekka rónarnir volgann bjór í staðinn fyrir kaldann. Öll vandamál miðbæjarins eru leyst hér með. Hamingja LoL

 

Sendi Villa kveðju með lagi með Angus og co.

 

 

 


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í umferðinni

 

Þessa sögu fékk ég í pósti frá vinnufélaga mínum í morgun. Fannst hún svo frábær að ég verð að birta hana Smile

 

Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar
og þar var kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með
andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var
bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein og samt hélt hún áfram að
mála sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna
sem ég hélt á í vinstri hendinni. Í panikkinu við að afstýra árekstri við
konuhelvítið og ná stjórn á bílnum, sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á
milli fótanna. Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn
Langa og tvíburana tvo. Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna
úr munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan og ég missti af
mikilvægu símtali! Hvað er að þessum helv. kellingum?

 


Spamalot

SpamalotÉg er að fara til London í október að sjá Rush og Dream Theater. Ég hef bloggað um það nokkrum sinnum enda mikið spenntur. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér undanfarið hvaða leikrit ég ætti að sjá í London því það er ófrávíkjanegur siður hjá mér að fara alltaf í leikhús í London. Það er orðið allt of langt síðan ég fór síðast þannig það var mikið úr að velja. Ég áhvað að lokum að skella mig á Monty Python's Spamalot. Það er örugglega þrælskemmtilegt stykki LoL

 

Ég læt það nú vera að draga ferðafélaga mína með. Fólk sem ég þekki hefur ekki jafn gaman að leikhúsferðum eins og ég. Ég er reyndar í óopinberum leikhúsferðaklúbbi hér heima en er sennilega langduglegastur af hópnum að fara í leikhús.

 

Ég man samt eftir að í einni hópferð sem ég var fararstjóri á rokktónleika í Englandi, þá dró ég slatta af hópnum að sjá "Cats" og fannst flestum það mjög gaman. Það var samt fyndið að sjá hóp af síðhærðum þungarokkurum á Cats og við vöktum þó nokkra athygli Grin

 P.S.

Í minningu Lee Hazlewood sem var að deyja setti ég nokkur lög hér til hliðar í dálkinn lag dagsins. Ég á allar plötur sem eru fáanlegar með kallinum og fannst hann æðislegur. Mæli sérstaklega með "These Boots Are Made for Walkin': Complete MGM Recordings" "Cowboy in Sweden" og góðri safnplötu með Lee og Nancy Sinatra. 

H.I.F.

 


Ótrúleg útgáfa

Einn af uppáhaldsútvarpsþáttum mínum þessa dagana er Morðingjaútvarpið á Reykjavík.fm.

 

Í síðasta þætti spiluðu þeir lag með Star Trek leikaranum William Shatner

William Shatner Það var dúett með Henry Rollins og Adrien Belew og það lag var alveg frábært Smile Ég stökk beint á Amazon og fann diskinn sem að sjálfsögðu heitir "Has been" LoL og pantaði hann á stundinni. Ég fór líka að róta í plötusafninu mínu því ég man eftir disk sem ég á með Shatner og Leonard Nimoy (Spock) sem ég hef oft skemmt mér yfir. Hann heitir "Spaced out" og stendur sannarlega undir nafni.

 

Svo fann ég  þetta myndband

á You Tube 

Það er eiginlega alger skylda að horfa á þetta lag LoLLoLLoL

 

   


Hvar var tískulöggan?

Ég fæ aldrei nóg að skoða 80's tískuna. Í hvaða heimi vorum við? Þótti þetta virkilega kúl?

 

Þið verðið að skoða þessa myndklippu 

 

En gerið það, horfið á allt myndbandið. Miðkaflinn er sérstaklega ótrúlegur Smile 

 

 


Ég vil vera stelpan hans Bobby's

 Ég verð að birta þennann snilldar texta fyrir vinkonur mínar. Þessi texti var saminn 1962 held ég og sem betur fer erum við eitthvað komin lengra í jafnréttisbaráttunni þó langt sé í land. 

Söngkonan sem flutti þetta lag heitir Susan Maugham og ég veit ekkert um hana Smile

 Bobby's girl

Njótið Grin

 

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be

When people ask of me
What would you like to be
Now that your not a kid anymore-ore
(You're not a kid anymore)
I know just what to say
I answer right away
There's just one thing I've been wishin' for-or

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be

Each day I stay at home
Hopin' that he will phone
But I think Bobby has someone e-else
(You're not a kid anymore)
Still in my heart I pray
There soon will come a day
When I will have him all to myse-elf

I wanna be Bobby's girl
I wanna be Bobby's girl
That's the most important thing to me-ee
And if I was Bobby's girl
If I was Bobby's girl
What a grateful, thankful girl I'd be
What a grateful, thankful girl I'd be-ee

 

Ha ha ha Hallærislegt?????? 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband