Færsluflokkur: Kvikmyndir

Leikarar sem taka lagið # 1 Lee Marvin

Það hefur stundum komið fyrir að leikarar sem eru þekktir fyrir allt annað en söng taka lagið í kvikmyndum. Oftast er það mjög fyndið, stundum vandræðalegt og örugglega einhverjir sem hafa dauðséð eftir að hafa látið plata sig í það. Leikarinn stórgóði Lee Marvin var frægur fyrir allt annað en söng. Hann lék oftast drykkfellda bófa og síðar á ferlinum ofurtöffara sem voru oft á mörkunum að vera hetjur eða bófar. Ein besta mynd hans var Point Blank þar sem hann lék smákrimma sem var að leita af félögum sínum sem sviku hann og skildu eftir sem dauðann. Hann lék drykkfelldan byssumann í Cat Ballou með Jane Fonda og í einkalífinu var hann þekktur drykkjumaður. Í einni mynd var hann skotinn niður og féll með miklum dynki niður. Mönnum þótti það frábær leikur en staðreyndin var að hann var blindfullur í tökunni og datt þess vegna svona raunverulega. En skotið var notað :-)

 

Hann og Clint Eastwood léku aðalhlutverkið í söngleik sem heitir "Paint your wagon" Þeir sungu báðir í myndinni og satt að segja er myndin það léleg að hún verður einhvernvegin "skemmtilega léleg". Lee Marvin leikur drykkfelldann gullgrafara sem bjargar lífi Clint Eastwood og Eastwood slæst í för með Marvin í þakkarskyni. Marvin hefur þó vit á því að reyna ekki mikið á röddina og raular í raun lagið Wandrin star.

 

 

Síðan líka fyndið að flestir leikararnir sem taka lagið í þessari mynd kunna ekki að syngja með einni undantekningu. Maður að nafni Harve Presnell sem kemur út eins og Pavarotti við hlið hinna. Ég læt fylgja með í gamni lag sem hann syngur í myndinni :-)

 

 

 

 

Að lokum kemur listi með helstu myndum Lee Marvin

• Gorky Park (1983) .... Jack Osborne

• Death Hunt (1981) .... Sgt. Edgar Millen, RCMP

• The Big Red One (1980) .... The Sergeant

• Avalanche Express (1979) .... Col. Harry Wargrave

• Shout at the Devil (1976) .... Colonel Flynn O'Flynn

• The Klansman (1974) .... Sheriff Track Bascomb ... aka KKK ... aka The Burning Cross

• The Iceman Cometh (1973) .... Theodore 'Hickey' Hickman

• Emperor of the North Pole (1973) .... A no. 1 ... aka Emperor of the North (USA: reissue title)

• Prime Cut (1972) .... Nick Devlin

• Pocket Money (1972) .... Leonard

• Monte Walsh (1970) .... Monte Walsh

• Paint Your Wagon (1969) .... Ben Rumson

• Hell in the Pacific (1968) .... American Pilot

• Sergeant Ryker (1968) .... Sgt. Paul Ryker ... aka The Case Against Paul Ryker ... aka The Case Against Sergeant Ryker ... aka Torn Between Two Values

• Point Blank (1967) .... Walker

• The Dirty Dozen (1967) .... Major Reisman

• The Professionals (1966) .... Henry 'Rico' Fardan (leader)

• Ship of Fools (1965) .... Bill Tenny

• Cat Ballou (1965) .... Kid Shelleen/Tim Strawn

• The Killers (1964) .... Charlie Strom ... aka Ernest Hemingway's The Killers (USA: promotional title)

• Donovan's Reef (1963) .... Thomas Aloysius 'Boats' Gilhooley

• The Man Who Shot Liberty Valance (1962) .... Liberty Valance

• Raintree County (1957) .... Orville 'Flash' Perkins

• The Rack (1956) .... Capt. John R. Miller

• Attack (1956) .... Lt. Col. Clyde Bartlett, CO, White Battalion

• Seven Men from Now (1956) .... Bill Masters ... aka 7 Men from Now (Australia)

• Not as a Stranger (1955) .... Brundage ... aka Morton Thompson's Not as a Stranger (USA: complete title)

Bad Day at Black Rock (1955) .... Hector David

• The Caine Mutiny (1954) .... Meatball

• The Wild One (1953) .... Chino

• Gun Fury (1953) .... Blinky

• The Big Heat (1953) .... Vince Stone

• The Stranger Wore a Gun (1953) .... Dan Kurth

• The Duel at Silver Creek (1952) .... Tinhorn Burgess ... aka Claim Jumpers (USA)

 

 


Leningrad Cowboys

Gleymi aldrei þegar ég sá myndina Leningrad Cowboys goes to America. Ég lá úr hlátri. Hljómsveitin gaf svo út nokkra diska sem flestir vore mjög skemmtilegir. Það var varla partý nema lag með LC lenti á fóninum. Samstarf þeirra með Kór Rauða Hersins var söguleg. Það var ekki algengt held ég að sá kór blandaði saman við popptónlist. Það eru til tónleikar með þeim á DVD sem eru stórkostlegir. Risakór og þjóðlagadansarar og stórskemmtileg hljómsveit. Ekki slæm blanda. Það eru nokkur lög á You Tube af þessum tónleikum. Hér er myndbandið af laginu "Those were the days" :-)

Ótrúleg útgáfa

Einn af uppáhaldsútvarpsþáttum mínum þessa dagana er Morðingjaútvarpið á Reykjavík.fm.

 

Í síðasta þætti spiluðu þeir lag með Star Trek leikaranum William Shatner

William Shatner Það var dúett með Henry Rollins og Adrien Belew og það lag var alveg frábært Smile Ég stökk beint á Amazon og fann diskinn sem að sjálfsögðu heitir "Has been" LoL og pantaði hann á stundinni. Ég fór líka að róta í plötusafninu mínu því ég man eftir disk sem ég á með Shatner og Leonard Nimoy (Spock) sem ég hef oft skemmt mér yfir. Hann heitir "Spaced out" og stendur sannarlega undir nafni.

 

Svo fann ég  þetta myndband

á You Tube 

Það er eiginlega alger skylda að horfa á þetta lag LoLLoLLoL

 

   


Hvar var tískulöggan?

Ég fæ aldrei nóg að skoða 80's tískuna. Í hvaða heimi vorum við? Þótti þetta virkilega kúl?

 

Þið verðið að skoða þessa myndklippu 

 

En gerið það, horfið á allt myndbandið. Miðkaflinn er sérstaklega ótrúlegur Smile 

 

 


Slen

Það er búið að vera hálfgert slen yfir mér síðustu daga. Sennilega einhver sumarpest. Slappleiki án þess að vera beint fárveikur. Þoli ekki þannig pestir. Maður verður eitthvað svo orkulítill Angry

 Morbid angel

Náði samt að fara í skemmtilegt viðtal á föstudaginn. Það voru aðilar að gera heimildarmynd um dauðarokk. Það var þrælskemmtilegt viðtal þar sem ég lýsti dauðarokksbylgjunni frá mínu sjónarhorni. Lýsti upplifun mína á sínum tíma þegar svokallað "Thrash metal" þróaðist í "Dauðarokk" með hljómsveitum á borði við Morbid Angel, Death o.fl. Einnig fór ég aðeins yfir Íslensku senuna eins og ég upplifði hana á þessum tíma. Hlakka mikið til að sjá þessa mynd Smile

 

 

Robert Mitchum

 

Annars er ég aðallega búinn að ligga yfir gömlum Robert Mitchum myndum yfir helgina. Mitchum er ekkert smá svalur leikari. Hans "méreralvegsamaumalltogalla" taktar eru æðislegir og mér finnst hann líka betri leikari en margir vilja ætla honum Smile Það er líka augljóst hvaðan leikarar á borð við Michael Madsen hafa tekið sinn leikarastíl. Mitchum engin spurning Cool

 

 

 

 

AC DC

Ég er mest svekktur að hafa ekki komsit til akureyrar um helgina en bæti það upp næstu helgi. Þá mæti ég norður á fund hjá Rokkklúbbnum mínum. Við ætlum líka að halda kveðjugilli fyrir Sigga Sverris sem er á leið til Glasgow í nám. Ætli það verði ekki splað eitt eða tvö AC/DC lög þar Wink

 

 

 

 

Yakuza

Jæja best að halda áfram með Mitchum kallinn. Er að fara setja mynd í spilarann sem heitir "The Yakuza" með kallinum og ef ég man rétt þá er hún frábær Smile

 


Áhugavert

Mér líst mjög vel á þessa þætti. 40 þættir ættu að vera ansi ýtarleg umfjöllun um líf Bruce Lee og örugglega áhugavert að sjá hvernig Kínverjar gera þessa þætti. Vonandi tekur Ríkissjónvarpið þessa þætti til sýninga þegar að því kemur.

 

Ég gleymi aldrei þegar maður fór í Austurbæjarbíó sem gutti að sjá Enter The Dragon. Það var mikil upplifun fyrir gutta á mínum aldri. Ég held að það hafi ekki heldur skaðað mig neitt andlega að sjá svona ofbeldismynd á þessum aldri. Allavega telst ég ekki til ofbeldisfyllri manna Wink Ég horfi enn reglulega á Bruce Lee myndir og hefur hún Thelma séð um að fæða mig þeirri menningu reglulega Smile

 

Ég fæ aldrei nóg af Bruce Lee Joyful

 


mbl.is Kínverjar minnast Bruce Lee í nýjum sjónvarpsþáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndatilvitnun dagsins

Ég vil minna aftur á "Kvikmyndatilvitnun dagsins" sem ég uppfæri daglega mér og vonandi fleirum til skemmtunar :-)

Tilvitnun dagsins er ein af mínum uppáhalds setningum. Hver man ekki eftir Marlon Brando í aftursætinu á bílnum þegar hann sagði við bróður sinn:

You don't understand! I could've had class. I could've been a contender. I could've been somebody, instead of a bum, which is what I am.

:-) :-) :-)


Kvikmyndatilvitnun dagsins

Ég hef alltaf verið mikill kvikmyndafíkill. Ég horfi lítið á sjónvarp en mikið á DVD því mér finnst svo þæginlegt að vera minn eiginn dagskrárstjóri :-) Ég hef lítið náð að horfa undanfarið vegna anna og eins hefur það mikið verið að gerast í tónlistinni að meiri tími hefur farið í músík en myndir :-)

Ég bjó til smá hólf hér til hliðar með myndum sem eru á leiðinni í DVD tækið. Eins bjó ég til "Kvikmyndatilvitnun dagsins" sem ég ætla að uppfæra daglega sjálfum mér og vonandi fleirum til skemmtunar :-)

Tilvitnun dagsinns er "What we've got here is failure to communicate". Það var karakterleikarinn stórgóði Strother Martin sem gerði þessa setningu ódauðlega í myndinni Cool Hand Luke með Paul Newman frá 1967. Hljómsveitin Guns n' Roses gerði svo setninguna enn ódauðlegri með því að nota hana í byrjun lagsins "Civil war"


Michael Reeves

Michael Reeves er ekki þekkt nafn í kvikmyndabransanum enda lést hann ungur og leikstýrði aðeins 3 kvikmyndum.

Reeves byrjaði snemma í kvikmyndabransanum og fyrsta starfið sem hann fékk var sem aðstoðarmaður hjá Don Siegel. Hann bankaði upp hjá honum óvænt einn daginn og sagði "Hæ ég heiti Michael Reeves og kem frá Englandi og þú ert uppáhaldsleikstjórinn minn". Hann var ráðinn :-)

Eftir nokkur ár við hin og þessi störf í kvikmyndum, þar á meðal var hann aðstoðarleikstjóri við kvikmyndina "Castle of the living dead" (1964) með Christopher Lee og Donald Sutherland. Hans fyrsta mynd sem leikstjóri var ódýr hrollvekja "Revenge of the blood beast" (1966) með Barbara Steel. Hún var ráðin í einn dag og fékk 1000 dollara fyrir en það kom hvergi fram í samningum hvað dagurinn átti að vera langur þannig hún var þræluð út í 18 klukkutíma og var alveg brjáluð út í framleiðandann og talaði víst aldrei við hann aftur :-) Ég hef ekki séð þessa mynd en hún þykir ekki góð.

Næsta mynd var "The Scorcerer" með Boris Karloff í aðalhlutverki. Hún vakti ekki mikla athygli á sínum tíma en hefur verið að komast á "cult status" núorðið. Ég sá þessa mynd fyrir stuttu og þótti hún stórfín. Hún er mjög "60's". Gerist mikið á næturklúbb undir dúndrandi 60's tónlist og stelpum í minipilsum. Leikkonan Susan George sem síðar varð fræg fyrir "Straw dogs" sést í pínulitlu hlutverki og Catherine Lacey sem var þekkt karakterleikkona lék aðal skúrkinn.
Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem hafa áhuga á ódýrum hrollvekjum 60's kúltúr.

En síðasta mynd Reeves og sú besta og þekktasta var myndin "Witchfinder General" (1968) með hrollvekjumeistaranum Vincent Price í aðalhlutverki. Þessi mynd er ein af bestu hrollvekjum sem komu uppúr bresku hrollvekjubylgjunni og á sínum tíma þótti hún vera ein ofbeldisfyllsta kvikmynd sem gerð hafði verið í Englandi. Þessi mynd er "must" fyrir hrollvekjuaðdáendur. Vincent Price sem var mikil stjarna á þessum tíma var undrandi þegar Reeves bað hann um að hætta ofleika svona. "Heyrðu vinur" sagði hann "Ég hef gert 84 kvikmyndiir, hvað hefur þú gert margar"? "2 góðar" sagði Reeves og Vincent Price skellihló og gerði það sem honum var sagt og er leikur hans stórgóður í myndinni og einn af eftirminnilegustu karakterum sem hann skilur eftir sig. Myndin sló í gegn og leið Michael Reeves virtist greið.

En Reeves þjáðist af þunglyndi og einhverjum geðrænum sjúkdómum og var farinn að drekka mikið. Hann var ráðinn til að leikstýra myndinni "The Oblong Box" en dó af of stórumm skammti af svefnlyfjum ofan í áfengi. Hann var ekki talinn hafa fyrirfarið sér heldur að það hafi verið slys. Hann var aðeins 24 ára.

Það hefði verið gaman að sjá hvert ferill Michael Reeves hefði leitt hann. Hann hafði allavega frumleika og kraft sem hefði getað gert hann einn af þeim stóru.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.