Rush á Wembley

Jæja loksins ætla ég að láta gamlann draum rætast og skella mér á tónleika með hljómsveitinni Rush á Wembley þann 9 óktóber næstkomandi :-) YESSSSSS

Rush er ein af þeim "stóru" sveitum sem hefur alltaf verið á óskalistanum að sjá á sviði. Ég horfði svo á nokkra tónleika á DVD með þeim fyrir stuttu og mundi þá hvað þeir eru stórkostlegir "live". Þeir eru í lok mánaðarins að fara gefa út nýja plötu sem heitir "Snakes and ladders" og ég bíð spenntur að heyra hana.

Þeir verða svo á tónleikaferðalagi í USA og Kanada í sumar og síðan í Evrópu í haust. Þar ætlar kallinn að grípa þá :-) :-) :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snakes and Ladders er lent hjá mér í formi promo og hún er frábær.

Þetta verður keppniskonsert sem þú ert að fara að sjá! 

Satan Jarl (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.