2 Góðar
21.4.2007 | 11:56
Það eru 2 sérstakalega góðar plötur sem hafa verið mikið í spilararnum hjá mér þessa vikuna.
Það eru frekar ólíkar plötur. Önnur er með hljómsveitinni CocoRosie og heitir "The Adventures of Ghosthorse and Stillborn". Þessi plata kom út fyrir stuttu og spái ég henni sem einni af plötum ársins. Það er Valgeir í Gróðurhúsinu sem er upptökustjóri plötunnar og nær mjög flottum ferskum hljóm í plötuna. Platan er mjög fjölbreitt, samblanda af indí popptónlist með smá krútt ívafi. Flottar ballöður, skemmtilegt popp"beat" og frumlegar lagasmíðar eru aðall þessarar eðalskífu.
Hin platan er svo með tónlistarmanninum ódauðlega Richard Thompson sem gerði garðinn frægann m.a. með þjóðlagasveitinni Fairport Convention. Platan kemur að vísu ekki út fyrr en í næsta mánuði en mér barst kynningareintak af henni í vikunni og ég kolféll. Ég hef ekki mikið verið að fylgjast með ferli Thompson undanfarin ár en ef þetta er eitthvað líkt því sem hann hefur verið að gera hef ég greinilega misst af miklu. Platan er mjög grípandi og einsaklega vel spiluð. Gítarhljómurinn er frábær og hef ég ekki heyrt jafn flott gítarspil mjög lengi. Samt án þess að vera sýna sig neitt. Fellur algerlega inní laglínur. Þoli ekki þegar gítarleikarar eru að spila "heyrðu hvað ég er góður lagið" Platan heitir "Sweet Warrior".
:-)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.