Heilsudrekinn
11.6.2007 | 13:21
Ég ákvað fyrir um 3 vikum að taka átak í ræktinni. Ég stunda reyndar mikið hefðbundna rækt, sund, göngur og tek stundum á í tækjum í líkamsræktarstöðvum. En ég hef fundið fyrir óvenjumiklum stirðleika í skrokknum undanfarið og ákvað að kaupa mér kort í Heilsudrekanum sem er kínversk heilsurækt í Skeifunni. Ég hef verð það áður og þekki sæmilega til þar.
Og það var ekkert smá! Eftir fyrstu tímana í leikfiminni verkjaði mig í öllum mögulegum og ómögulegum stöðum í líkamanum. Ég fann svo greinilega hvað ég var í litlu formi og var næstum búinn að gefast upp eftir fyrstu 3 til 4 tímana. En þá kom upp þrjóskan. "Ég skal sko ekki gefast upp" hugsaði ég og mætti í alla tíma. Fyrstu 2 vikurnar voru hræðilegar. Mig verkjaði í baki, fótum, hausnum og allstaðar. Tók einhverja tíma í nuddi til að slaka á. Og nú loks er þetta eitthvað að skila sér tilbaka og lærdómurinn er að sjálfsögðu skýr. Maður verður að halda sér í formi. Punktur! En ég verð að viðurkenna að næstum öll orkan mín hefur farið í þetta undanfarið ásamt miklu álagi í vinnu en ég er allur að koma til baka núna
Það datt uppfírir fundurinn á akureyri hjá rokkklúbbnum en við héldum æðislegan fund hjá bókaklúbbnum Skruddunum á Eyrarbakka í gær Blogga betur um hann fljótlega.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.