Heima er best
27.9.2007 | 23:08
Ég fór á setningu kvikmyndahátíðar í kvöld. Eftir nokkrar misskemmtilegar ræður var frumsýnd heimildarmynd um tónleikaferð Sigur Rósar um landið í fyrra. Myndin hetir "Heima" og var alveg frábær!
Þessi mynd er mjög vel heppnuð. Hún lýsir tónleikaferðinni mjög vel en hún verður einhvernveginn ekki aðalatriðið. Landið verður í forgrunni og ég hef aldrei séð jafnfallega mynd um Ísland. Hún er þjóðleg án þess að vera þjóðremba. Maður er bæði glaður og sorgmæddur að horfa á landið. Glaður yfir náttúrufegurðinni og fólkinu. Það vað æðislegt að sjá fólk á öllum aldri á tónleikum og við leik og störf. Sorgmæddur yfir því hve margar byggðir eru að deyja og margar sem eru lagðar í auðn. Einnig yfir náttúruspjöllum vegna stóriðju. Myndin sýndi allar þessar hliðar án þjóðrembu og ég held við sjáum varla betri landskynningu. Myndin er á ensku og alveg víst að þessi mynd á eftir að auka hróður Íslands enn meir á erlendri grund.
Ég hvet alla til að sjá þessa mynd. Skapandi fólk í fallegu landi. Frábær tónlist, góð hljómgæði,
Til hamingju Sigur Rós og takk fyrir mig :-)
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Athugasemdir
Ég komst því miður ekki en einn vinur minn sagði að þetta væri ein af fimm bestu tónlistarkvikmyndum sem framleiddar hafa verið...ég ætla að sjá hana..
Guðni Már Henningsson, 28.9.2007 kl. 11:06
Það er ýmislegt á þessari hátíð sem ég hlakka til að sjá, það er kannski komið að mér að bjóða þér í bíó Kiddi? :)
Thelma Ásdísardóttir, 28.9.2007 kl. 14:57
Líst vel á það Thelma
Kristján Kristjánsson, 28.9.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.