Lyftumetall

Það fyndnasta sem hefur gerst við þungarokkstónlist hlýtur að vera plata sem Pat Boone gaf út fyrir nokkrum árum! Hún heitir "In a metal mood" og er ólýsanleg. Ég ætla ekki að reyna heldur set inn nokkur tóndæmi.

 

Holy Diver (Dio)

 

 



Enter Sandman (Metallica)

 

 



Stairway to heaven (Led Zeppelin)

 

 



I rest my case Devil



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Ég hafði heyrt af þessu, en hafði ekki hugmynd að Boone væri svona slakur söngvari

Haukur Viðar, 2.2.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Jens Guð

  Pat Boone var á sínum tíma hallærislegasta fyrirbæri rokksögunnar.  Það var vel við hæfi að hann tæki líka að sér það hlutverk að vera hallærislegasta fyrirbæri þungarokksins. 

Jens Guð, 2.2.2008 kl. 02:28

3 identicon

Núna fyrst í þessari útgáfu er þetta orðin tónlist djöfulsins...

Bubbi J. (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 10:30

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Kiddi... hvurn andskotann ertu að gera maður   jesús minn hvað þetta var ömurlegt.

Óskar Þorkelsson, 2.2.2008 kl. 11:52

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Bubbi: Þarna hittir þú naglann á höfuðið enn og aftur!

Skari: Að heyra svona útgáfur metur maður enn meira góða tónlist

Jens: Verð að viðurkenna að ég þekki ekki Boone utan þetta flipps. Annaðhvort er maðurinn svona ofboðslegur húmoristi eða virkilega veruleikafirrtur

Haukur: Sammála, hann er með slakari söngvurum.

Kristján Kristjánsson, 2.2.2008 kl. 11:59

6 identicon

Hann náði þó samt að fá sína útgáfu af "Crazy train" til að vera introlag í Osbourne´s þáttunum.

Ég sé að þessi diskur fær tvær stjörnur á allmusic, þrátt fyrir mjög slaka umsögn sem fylgir. Ég hreinlega skil ekki hvað þarf að gera til þess að fá hálfa stjörnu á allmusic. 

Ef ekki þetta, þá hvað? 

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 12:40

7 Smámynd: Jens Guð

  Kiddi,  Pat Boone hefur alltaf verið fífl.  Nautheimskur og gjörsneyddur húmor.  Mikill Jesú-kall þó að það komi málinu ekki við.  Náungi sem skildi aldrei rokk heldur var súkkulaði-útfærsla á rokki.  Það er að segja söng rokklög Littla Richards og fleiri í nánast Frank Sinatra útsetningum.  Þessi maður er bara vitleysingur.

Jens Guð, 3.2.2008 kl. 03:52

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta særir hlustir mínar,  get ekki meir ó mæ god ó mæ god.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 15:39

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Lyftumetall er alveg nákvæmlega orðið sem hægt er að nota um þennan óhugnað. Þetta er reyndar nánast nákvæmlega útgáfa og er að finna á mjög skemmtilegum áströlskum geisladisk úr þáttaröð frá tíunda áratugnum þar sem Stairway to Heaven er flutt í 22 eða 23 mismunandi útgáfum. Snilldardiskur, Doors-útgáfan er sérstaklega fín, en sumt er skelfing, t.d. Elvis útgáfan. Bítlaútgáfan leynir á sér. Ég skal skella Doorsútgáfunni á bloggið mitt, ef þú vilt kíkja á það.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.2.2008 kl. 01:21

10 Smámynd: Halldór Ingi Andrésson

Bölvuð sýndarmennska og yfirlæti er þetta. Þið hafið eflaust keypt Ymu Sumac, Screaming Jay Hawkins, og guð veit hvaða sýndarmennsku bull. Pat Boone var einn að þeim sem vöktu athygli á Little Richard bara sem dæmi. Þessi klassík (In a Metal Mood: No More Mr. Nice Guy) sem ég veit að Kristján elskar (ég var lengi að reyna að panta plötuna fyrir hann) er miklu betri en öll þessu "Lounge Músík " sem þið keyptuð í kringum 2000! Var Bono gestur á þessari plötu eða einhverri annarri Kiddi?

Halldór Ingi Andrésson, 5.2.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband