Góð afmælisveisla

Ég fór til keflavíkur um helgina í afmæli hjá Bjössa Páls vini mínum og Lufsufélaga. Lufsurnar eru rokk klúbbur sem ég er meðlimur í og er staðsettur í keflavík.

 

Dagskráin var hin glæsilegasta hjá Bjössa. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki hvað fyrsta hljómsveitin hét en þar á eftir komu Deep Jimi & The Zep Cream með prógramm af frumsömdu efni. Næst steig KK á svið og var frábær að venju. Síðan enduðu Deep Jimi kvöldið með hörku ball prógrammi. Það voru að sjálfsögðu Deep Purple, Led Zeppelin, Jimi Hendrix og Cream lög Smile Það var djammað fram eftir nóttu og ég hef ekki dansað svona mikið mjög lengi Smile

 

Takk Bjössi fyrir æðislegt kvöld!

 

p.s. Tónlistarspilarinn hér til hliðar er loks farinn að virka hjá mér og ég verð duglegur að uppfæra hann hér með Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lufsurnar, ákaflega viðeigandi nafn fyrir ykkur rokkarana.  Þekkirð Árna Inga? kveðja frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú!?

Erti farin að þjóna fleiri en einum "herra"! Hélt svo að þessi klúbbur væri með stelpum í fyrst og síðast!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Grumpa

bara afmælisveisla með alvöru balli! svona á að gera þetta

Grumpa, 12.2.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband