Kowalski

Var loksins að horfa á fræga 70's mynd sem heitir Vanishing Point. Þessi mynd er greinilega með áhrifum frá Easy Rider. Söguþráðurinn var í raun enginn. Gaur að reyna keyra bíl milli fylkja á einhverjum stuttum tíma (aldrei kemur í ljós af hverju) með lögguna á hælunum allan tímann. Hittir á leiðinni allskonar furðutýpur. Það skemmtilega við þessa mynd er hve rosalega hún endurspeglar enda hippatímabilsins í byrjun 70's áratugarins. Margir kunnuglegir karakterleikarar frá þessum tíma koma fram í myndinni ásamt Delanie & Bonnie. Cleavon Little sem leikur Dj Super Soul er eftirminnilegur. Blindur plötusnúður sem leiðbeinir Kowalski aðalhetjunni í gegnum myndina. Tónlistin í myndinni er æðisleg. Allt frá Big Mama Thornton til Mountain. Mæli með þessari mynd fyrir áhugamenn um þetta tímabil Smile

 

Hljómsveitin Primal Scream tók þessa mynd uppá sína arma fyrir nokkrum árum. Hér er lagið Kowalski þar sem þeir nota hljóðbrot úr myndinni. Kate Moss leikur aðalhlutverkið í myndbandinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband