Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Sumarplatan í dag

Bruce SpringsteenÉg er að hlusta á alveg æðislega plötu í sólinni í dag Smile Ný tónleikaplata með Bruce Springsteen þar sem hann flytur lög með þjóðlagasveitinni sinni.

 

Ég hef ekki verið neinn mikill Springsteen aðdáandi í gegnum árin. Alltaf borið virðingu fyrir kallinum og finnst hann yfirleitt frábær á sviði. Fékk dálítið ógeð á "Born in the USA" á sínum tíma þegar sú plata var ofspiluð í útvarpi.

 

Í fyrra þegar ég heyrði "The Pete Seeger Sessions" með Springsteen fékk ég alveg nýjan áhuga fyrir kallinum og hlustaði mikið á þá plötu og hún endaði sem ein af plötum ársins hjá mér. Hann flytur flest lögin á þessarri skífu ásamt öðrum lögum, bæði hans eigins og annara. Ennig fylgir DVD með þeirri útgáfu sem ég keypti sem ég á eftir að horfa á.

 

Ef ég þekki vini mína á Rás 2 á eflaust eftir að heyrast af þessari plötu í sumar þar Smile 

 

 


Heilsudrekinn

Ég ákvað fyrir um 3 vikum að taka átak í ræktinni. Ég stunda reyndar mikið hefðbundna rækt, sund, göngur og tek stundum á í tækjum í líkamsræktarstöðvum. En ég hef fundið fyrir óvenjumiklum stirðleika í skrokknum undanfarið og ákvað að kaupa mér kort í Heilsudrekanum sem er kínversk heilsurækt í Skeifunni. Ég hef verð það áður og þekki sæmilega til þar. 

 

Og það var ekkert smá! Eftir fyrstu tímana í leikfiminni verkjaði mig í öllum mögulegum og ómögulegum stöðum í líkamanum. Ég fann svo greinilega hvað ég var í litlu formi og var næstum búinn að gefast upp eftir fyrstu 3 til 4 tímana. En þá kom upp þrjóskan. "Ég skal sko ekki gefast upp" hugsaði ég og mætti í alla tíma. Fyrstu 2 vikurnar voru hræðilegar. Mig verkjaði í baki, fótum, hausnum og allstaðar. Tók einhverja tíma í nuddi til að slaka á. Og nú loks er þetta eitthvað að skila sér tilbaka og lærdómurinn er að sjálfsögðu skýr. Maður verður að halda sér í formi. Punktur! En ég verð að viðurkenna að næstum öll orkan mín hefur farið í þetta undanfarið ásamt miklu álagi í vinnu en ég er allur að koma til baka núna Smile

 Það datt uppfírir fundurinn á akureyri hjá rokkklúbbnum en við héldum æðislegan fund hjá bókaklúbbnum Skruddunum á Eyrarbakka í gær Smile Blogga betur um hann fljótlega. 

 

SmileSmileSmile

 


Chris Cornell til Íslands

Frábærar fréttir! Chris Cornell spilar í laugardalshöll 8 september næstkomandi! 

 

Cornell mun spila lög af öllum ferlinum. Tilvitnun frá Concert ehf

 

Það sem gerir núverandi tónleikaferð Cornell og þar með tónleikana hans 8. sept í Laugardalshöllinni að stórmerkilegum viðburði og ómissandi fyrir alla rokkunnendur er sú staðreynd að í fyrsta skipti á sviði mun Cornell taka alla helstu smelli allra þessara þriggja banda, auk vinsælustu laga sólóferilsins. Gestir mega sem sagt búast við því að á einu kvöldi verði boðið upp á lög á borð við "Black Hole Sun", "Fell on Black Days", "Spoon Man" og "Outshined" með Soundgarden, "Hunger Strike" og "Say Hello 2 Heaven" með Temple of the Dog og "Like a Stone", "Cochise", "Be Yourself", "Original Fire" 
og "Doesn't Remind" með með Audioslave. Auk þess má búast við smellum frá sólóferlinum á borð við "You Know My Name" úr nýjustu James Bond myndinni.

 

Ég segji bara jíbbí já háááááá!

 

GrinGrinGrin

 

 


Slen

Það er búið að vera hálfgert slen yfir mér síðustu daga. Sennilega einhver sumarpest. Slappleiki án þess að vera beint fárveikur. Þoli ekki þannig pestir. Maður verður eitthvað svo orkulítill Angry

 Morbid angel

Náði samt að fara í skemmtilegt viðtal á föstudaginn. Það voru aðilar að gera heimildarmynd um dauðarokk. Það var þrælskemmtilegt viðtal þar sem ég lýsti dauðarokksbylgjunni frá mínu sjónarhorni. Lýsti upplifun mína á sínum tíma þegar svokallað "Thrash metal" þróaðist í "Dauðarokk" með hljómsveitum á borði við Morbid Angel, Death o.fl. Einnig fór ég aðeins yfir Íslensku senuna eins og ég upplifði hana á þessum tíma. Hlakka mikið til að sjá þessa mynd Smile

 

 

Robert Mitchum

 

Annars er ég aðallega búinn að ligga yfir gömlum Robert Mitchum myndum yfir helgina. Mitchum er ekkert smá svalur leikari. Hans "méreralvegsamaumalltogalla" taktar eru æðislegir og mér finnst hann líka betri leikari en margir vilja ætla honum Smile Það er líka augljóst hvaðan leikarar á borð við Michael Madsen hafa tekið sinn leikarastíl. Mitchum engin spurning Cool

 

 

 

 

AC DC

Ég er mest svekktur að hafa ekki komsit til akureyrar um helgina en bæti það upp næstu helgi. Þá mæti ég norður á fund hjá Rokkklúbbnum mínum. Við ætlum líka að halda kveðjugilli fyrir Sigga Sverris sem er á leið til Glasgow í nám. Ætli það verði ekki splað eitt eða tvö AC/DC lög þar Wink

 

 

 

 

Yakuza

Jæja best að halda áfram með Mitchum kallinn. Er að fara setja mynd í spilarann sem heitir "The Yakuza" með kallinum og ef ég man rétt þá er hún frábær Smile

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband