Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Styttist í London
23.6.2008 | 20:29
Það hefur ekki gefist mikið færi á blogg undanfarið enda mikið um að vera Opnuðum plötubúð á nýjum stað formlega í dag á Laugavegi 35. Fyrsti dagurinn var frábær. Nóg að gera og mér finnst rosalega skemmtilegt að vinna á þessum stað. Hugsa sér maður fær borgað fyrir það líka
Nýi Sigur Rósar diskurinn var á fóninum í allan dag og rosalega vinnur hún vel á. Þessi plata er alveg frábær. Þeim tekst alltaf að toppa sig þessir strákar. Verst að ég verð erlendis næstu helgi þegar tónleikarnir eru í laugardalnum.
Annars er ég alveg klár í ferðina. Löngu búinn að fá alla tónleikamiða í hendur og leikhúsmiða o.fr. Það er svo ótrúlega auðvelt að ferðast í dag á tölvuöld. Eina sem er að maður verður að passa sig á að ofbóka sig ekki þannig maður nái líka að gera eitthvað óvænt og slappa af eitthvað líka. Það eru tónleikar á hverjum degi sem ég væri til í að sjá.
Það sem ég er búinn að festa eru tónleikar með Iron Maiden þar sem m.a. Without Temtation hita upp.
Ég fer á festival á Hyde Park þar sem tæplega 40 sveitir spila á 4 sviðum. Þar ætla ég helst að sjá Morrissey, Beck, The National, Sioxie, New York Dolls og kannski fleiri.
Brian Wilson er með tónleika í Royal Albert Hall sem mig hlakkar mikið til að sjá.
Svo ætla ég að skella mér á Bon Jovi tónleika. Þó ég sé ekki mikill Bon Jovi kall þá eru þeir frábærir á tónleikum. Sá þá fyrir mörgum árum að þeir komu mér mjög á óvart.
Síðan eru The Police, Eric Clapton, Sheryl Crow, Lou Reed og Spock's Beard að spila meðan ég er úti og ég verð að sjá hvort ég hafi tíma til að ná einhverjum af þeim konsertum.
En ég veit að verður bara gaman úti
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eivör og Ragga
12.6.2008 | 23:48
Var að koma af dásamlegum tónleikum með Eivöru Páls og Röggu Gísla í Salnum í Kópavogi. Þær komu fram með Pétri Gunnars og Kjartani Valdimarssyni.
Ég átti von á góðu með þessum frábæru söngvurum og æðislegu karakterum og fékk bara enn betra. Það geislaði af þeim báðum og Pétur Grétars töfraði fram hljóðum. Eivör söng eins og engill og spilaði á gítar og Ragga söng líka og dútlaði sér við hljómborð og slagverk. Þau fluttu bæði ný og gömul lög. Hljómburðurinn var góður og ég átti yndislega kvöldstund.
Meira svona
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Styttist í Nostradamus
12.6.2008 | 00:07
Í næstu viku kemur loks út ný plata með Judas Priest sem ég hef beðið spenntur eftir. Það verður tvöfaldur geisladiskur sem kemur út í venjulegri og Deluxe útgáfu. Einnig kemur út þrefaldur vynil pakki. Þessi plata er búin að vera lengi í vinnslu hjá Priest og búast má við skrítinni plötu en Priest eru einmitt frægir fyrir að koma á óvart og gætu gert það núna. Ég hef ekki heyrt neitt af þessari plötu en á hreinu að hún verður límd við spilarann.
Rokk og roll
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Whitesnake í Höllinni
11.6.2008 | 21:18
Skellti mér á Whitesnake í gær að sjálfsögðu. Þetta er sjötta sinn sem ég sé Coverdale á sviði með hina og þessa útgáfuna af Whitesnake.
Mér fannst þessi útgáfa af Whitesnake mjög fín. Sérstaklega gítarleikarinn Doug Aldrich sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.
En Coverdale sjálfur var ekki í sínu besta formi í gær. Röddin frekar slöpp og ekki hjálpaði slæmur hljómburður, sérstaklega í byrjum sem var reyndar skelfilegt. Fystu tvö lögin voru eiginlega ónýt út af hljómburðinum. Coverdale þarf greinilega hjálp með effektum og þá þarf hljómburðurinn að vera í lagi.
Coverdale er góður frontmaður. Talaði mikið til áhorfenda og var hress. Gerði grín af aldrinum og talaði mikið um hvað væri mikið af yngri áhorfendum.
Engu að síður skemmti ég mér vel á tónleikunum. Þeir fluttu slatta af nýjum lögum og klassíkin var til staðar. Uppklappið var sérstaklega gott. Og að heyra Burn var meiriháttar.
Alltaf gaman af góðu rokk og róli
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Whitesnake og Vírusar
10.6.2008 | 14:34
Mér leist nú ekkert á blikuna í gær. Ég fékk einhvern vírus um helgina og steinlá í rúminu í gær. Ég bað rokkguðinn að vera góður við mig því það kom EKKI TIL GREINA að missa af Whitesnake tónleikunum. Hann virðist hafa hlustað því þó ég sé ekki í toppstandi kemst ég allavega í kvöld. Eins gott líka því ég var búinn að lofa að sjá um plötusöluna í kvöld. Er með nóg af fólki þannig ég missi ekki af neinu af konsertinum.
Mætti í vinnu í morgun að sinna nokkrum aðkallandi málum og ligg núna eins og skata heima fram að tónleikum. Rosalega held ég að verði gaman. Coverdale er með toppband með sér núna. Ég sá þessa útgáfu á DVD fyrir stuttu og hún rokkar!
Sjáumst í kvöld
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Engin leið að hætta
7.6.2008 | 00:02
Það hefur verið fullt að gerast undanfarið. Var að selja á tvennum tónleikum með Super Mama Djombo síðustu helgi og það voru þrælskemmtilegir tónleikar.
Síðan hefur verið óvenju mikið verið að gera í vinnunni undanfarið. Við ætluðum að loka plötubúðinni okkar en erum hættir við það sem betur fer. Við verðum áfram á laugaveginum næstu vikuna allavega og flytjum svo í nýtt húsnæði fljótlega. Ég tók líka við búðinni og ætla að gera hana að enn betri búð. Byrjaði að vinna í búðinni í vikunni og verð að viðurkenna að mér finnst það æðislega skemmtilegt. Það er orðið langt síðan ég hef unnið í verslun og sannarlega kominn tími til að gera það aftur. Held samt áfram að vinna á skrifstofunni. Tek það fyrir hádegi og búðina eftir hádegi. Það er líka auðvelt að sameina þetta tvennt.
Svo er að setja sig í stellingar fyrir Whitesnake tónleikana í næstu viku. Hlakka ekkert smá til!
Rokk og roll
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)