Regnbogi í myrkri

 

Dio klikkar ekki Smile


Kreppublogg

Það hefur að sjálfsögðu ekki verið mikil stemming að blogga undanfarið. Skiljanlega. Við erum að upplifa tíma sem eiga sér enga hliðstæðu. Maður tekur hvern dag eins og hann kemur án þess að hafa hugmynd hvað næsti dagur geymir. Á þessum tíma þakkar maður líka fyrir þá hluti sem maður á. Fjölskylda og vinir koma þar fyrst. Það er ég ríkur og engin kreppa tekur það í burtu. Það hefur verið mikið æðruleysi hjá mér og mínum undanfarið og samstaða og kærleikur ráðið ríkjum. Mágur Thelmu minnar lenti í alvarlegu bílslysi í gær og hugur okkar hefur legið með honum og hans fjölskyldu. Það virðist sem betur fer ætla að fara á besta veg miðað við aðstæður þó það sé frekar snemmt að segja 100%. Ég hef trú á að hann nái sér enda ótrúlega harður af sér.

Tónlist og góðar bækur er líka ómetanlegir hlutir að snúa sér að á þessum tímum. Enn meira en vanalega. Ég er líka haldinn þeirri vissu og trú á manneskjuna að hún komi síðar sterkari úr hremmingum. Það er eðli mannskepnunar að aðlaga sig aðstæðum. Það sem ég vona svo innilega að úr þessum hremmingum komi sterkara og mannúðlegra samfélag. Það hefur skort á það á síðustum tímum og græðgisvæðingin hefur verið ansi sterk að mínu áliti.


Efnahagsrokk

Er ekki komin tími á að hugsa um annað en kreppu. Hér eru nokkur lög Smile

 

 

 

 

 

Rokk og Roll Heart

 


Smá Seventies

Ég hef verið í smá 70's stuði undanfarið. Hef verið að hlusta mikið á Strawbs og Edgar Winter Group eins og ég hef bloggað smá um undanfarið. Platan "They only come out at night" með Winter er alveg frábær.

Hér er lagið Frankenstein

 

 

Ég var líka að rifja upp kynnin við Funkadelic plötuna "Maggot Brain" sem er ekkert nema snilldin. Sérstaklega titillagið.

 

 

Síðan tók ég smá ZZ Top flipp. Horfði á nýlega tónleika á Blu-ray sem voru frábærir. Skellti inn fullt af efni inná I-poddinn og ætla svo að fá mér viðhafnarútgáfu af "Eliminator" sem var að koma út. (Ok hún er 80's)

Ég á æðislegar minningar af ZZ Top frá fyrstu tónleikahátíðinni sem ég fór á, Donington 83. Þeir voru í frábæru stuði Wizard

 

 Rokk og roll Devil

 


Ekki gera mér neina greiða

Ég hef verið að hlusta á nýja plötu með Breska Soul söngvarnum James Hunter. Það er eins og að fara í tímavél að hlusta á hana. Hann hljómar ótrúlega líkt Sam Cooke, ja eiginlega alveg eins Smile

Ég hef ekki kynnt mér feril James Hunter en man eftir plötu á síðasta ári sem hét "People Gonna Talk" og var töluvert spiluð á Rás 2. Ég fékk mér aldrei þann grip en þarf að bæta úr því.

 

Hér er heimasíða  kappans og hér fyrir neðan er lag af nýju plötunni "The Hard Way" sem heitir "Don't You Do Me No Favours"

 

 


Rick Wright

Hljómborðsleikarinn Rick Wright er látinn. Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér og framlag hans til Pink Floyd ómetanlegt.

 Hann gaf einnig út 2 ágætar sólóplötur "Wet Dream" 1978 og "Broken China" 1996

Hér er lag tekið af tónleikaferðlagi David Gilmour 2006 þar sem hann syngur og spilar á hljómborð.

 

H.I.F.

 


Ekkert Bull

acdc_no_bull.jpgVar að horfa á tónleika með AC/DC í kvöld. Það er svo sannarlega hollt og gott fyrir sálina að horfa á AC/DC tónleika við og við Smile

Þessir tónleikar sem heita "No Bull" boru teknir upp í Madrid Spáni 1996 á nautatsvelli sem útskýrir væntanlega nafngiftina "Enginn boli". Ég verð að viðurkenna að ég kann betur við að sjá gleði og rokk og roll á svona velli í stað einhverja nautabana að skemmta fólki við að kála nauti! 

 AC/DC fluttu að sjálfsögðu alla slagarana og það var geðveik stemming í áhorfendum. Hendur á lofti allan tímann.

 Þetta var góð upphitun fyrir nýju plötuna þeirra sem styttist nú í. Ég hef svaka trú á þeim gripi.

 

Hér er smá sýnishorn af stemmingunni!

 

 

Rokk og roll Devil

 


Vals

Eitt ofarlega á "To do" listanum mínum er að sjá Tom Waits á tónleikum!

 

Annars er bara vinna í dag. AC/DC tónleikar á Blu-ray í kvöld. Lífið er gott Wizard

 


Klukk

Lauja var að klukka mig og sjálfsagt mál að taka þátt í því meðan Metallica platan rúllar.

Vill reyndar taka strax fram að hljómurinn á Dauðaseglinum er frábær. Rick Rubin klikkar ekki! Nánar um plötuna á morgun.

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Vikastrákur á hóteli/Byggingarvinna/Í plötubúð/Skrifstofuvinna

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

The Godfather/The Eagle Has Landed/The Good The Bad & The Ugly/The Exorcist

Að fá bara að velja 4 er náttúrlega bara kvikindalegt!

Fjórir staðir sem ég hef búið á

Varberg Svíþjóð/New York/Blesugróf/Laugavegur

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

Twin Peaks/Soap/Allo Allo/Twilight Zone

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Amalfi (Ítalía)/Flórens/London (oft)/París

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan að blogga

mbl.is/IMDB.com/Eyjan.is/Youtube.com

Fernt sem ég held uppá matarkyns

Góðir kjúklingaréttir/Góðir fiskréttir/Indverskur/Kínverskur

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

Les mikið en ekki oft sömu bækur. Er núna að lesa Glæpur & Refsing. Nýbúinn með Gyllta Áttavitann þríleikinn.

 

Ég ætla ekki að gera neinum það að klukka þá Smile


Styttist í Dauðasegulinn

12 sept næstkomandi kemur loks nýi Metallica diskurinn út eins og flestir rokkáhugamenn vita. Ég bíð spenntur eins og aðrir. Skrýtið með Metallica, þó þeir hafi ollið vonbrigðum plötu eftir plötu eftir plötu og gefið út síðast eina verstu plötu rokksögunnar þá bíður maður samt spenntur!

En ástæðan er samt augljós. Metallica er ein besta tónleikasveit í heimi. Hún verður það áfram. Eins þegar ég frétti að Rick Rubin er upptökustjóri nýju plötunnar óx mér von að platan gæti orðið góð. Nú er fyrsta lagið farið að hljóma og ég er ekkert sérlega hrifinn. Alltílagi lag og náttúrlega betra en öll lögin á síðustu plötu. Greinilega afturhvarf til Justice. 

 

Þar sem ég kemst ekki til akureyrar að hlusta með vinum mínum í Reiðmönnum ætla ég bara að setjast með græjurnar í botni þegar ég fæ diskinn. Vonbrigði eða ekki, kemur í ljós en ég ætla samt að sjá þá aftur einhvertímann á tónleikum Devil

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband