Arnold Layne

Þetta var þá helgi til að leggjast í pest.

 

Missti af menningarnótt og Skruddufundi í kvöld :-(

 

Svekkjandi en þýðir ekkert að væla. Horfi bara á nafnana Gilmour og Bowie!

 

 


Holy Diver

Með Dio er frábært lag....

 

 

......en mundi maður vera hræddur við dverg í gæruskinni? LoL

 

 


Samkvæmt kaffiprófinu

 

 

 

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Leikarar sem taka lagið # 1 Lee Marvin

Það hefur stundum komið fyrir að leikarar sem eru þekktir fyrir allt annað en söng taka lagið í kvikmyndum. Oftast er það mjög fyndið, stundum vandræðalegt og örugglega einhverjir sem hafa dauðséð eftir að hafa látið plata sig í það. Leikarinn stórgóði Lee Marvin var frægur fyrir allt annað en söng. Hann lék oftast drykkfellda bófa og síðar á ferlinum ofurtöffara sem voru oft á mörkunum að vera hetjur eða bófar. Ein besta mynd hans var Point Blank þar sem hann lék smákrimma sem var að leita af félögum sínum sem sviku hann og skildu eftir sem dauðann. Hann lék drykkfelldan byssumann í Cat Ballou með Jane Fonda og í einkalífinu var hann þekktur drykkjumaður. Í einni mynd var hann skotinn niður og féll með miklum dynki niður. Mönnum þótti það frábær leikur en staðreyndin var að hann var blindfullur í tökunni og datt þess vegna svona raunverulega. En skotið var notað :-)

 

Hann og Clint Eastwood léku aðalhlutverkið í söngleik sem heitir "Paint your wagon" Þeir sungu báðir í myndinni og satt að segja er myndin það léleg að hún verður einhvernvegin "skemmtilega léleg". Lee Marvin leikur drykkfelldann gullgrafara sem bjargar lífi Clint Eastwood og Eastwood slæst í för með Marvin í þakkarskyni. Marvin hefur þó vit á því að reyna ekki mikið á röddina og raular í raun lagið Wandrin star.

 

 

Síðan líka fyndið að flestir leikararnir sem taka lagið í þessari mynd kunna ekki að syngja með einni undantekningu. Maður að nafni Harve Presnell sem kemur út eins og Pavarotti við hlið hinna. Ég læt fylgja með í gamni lag sem hann syngur í myndinni :-)

 

 

 

 

Að lokum kemur listi með helstu myndum Lee Marvin

• Gorky Park (1983) .... Jack Osborne

• Death Hunt (1981) .... Sgt. Edgar Millen, RCMP

• The Big Red One (1980) .... The Sergeant

• Avalanche Express (1979) .... Col. Harry Wargrave

• Shout at the Devil (1976) .... Colonel Flynn O'Flynn

• The Klansman (1974) .... Sheriff Track Bascomb ... aka KKK ... aka The Burning Cross

• The Iceman Cometh (1973) .... Theodore 'Hickey' Hickman

• Emperor of the North Pole (1973) .... A no. 1 ... aka Emperor of the North (USA: reissue title)

• Prime Cut (1972) .... Nick Devlin

• Pocket Money (1972) .... Leonard

• Monte Walsh (1970) .... Monte Walsh

• Paint Your Wagon (1969) .... Ben Rumson

• Hell in the Pacific (1968) .... American Pilot

• Sergeant Ryker (1968) .... Sgt. Paul Ryker ... aka The Case Against Paul Ryker ... aka The Case Against Sergeant Ryker ... aka Torn Between Two Values

• Point Blank (1967) .... Walker

• The Dirty Dozen (1967) .... Major Reisman

• The Professionals (1966) .... Henry 'Rico' Fardan (leader)

• Ship of Fools (1965) .... Bill Tenny

• Cat Ballou (1965) .... Kid Shelleen/Tim Strawn

• The Killers (1964) .... Charlie Strom ... aka Ernest Hemingway's The Killers (USA: promotional title)

• Donovan's Reef (1963) .... Thomas Aloysius 'Boats' Gilhooley

• The Man Who Shot Liberty Valance (1962) .... Liberty Valance

• Raintree County (1957) .... Orville 'Flash' Perkins

• The Rack (1956) .... Capt. John R. Miller

• Attack (1956) .... Lt. Col. Clyde Bartlett, CO, White Battalion

• Seven Men from Now (1956) .... Bill Masters ... aka 7 Men from Now (Australia)

• Not as a Stranger (1955) .... Brundage ... aka Morton Thompson's Not as a Stranger (USA: complete title)

Bad Day at Black Rock (1955) .... Hector David

• The Caine Mutiny (1954) .... Meatball

• The Wild One (1953) .... Chino

• Gun Fury (1953) .... Blinky

• The Big Heat (1953) .... Vince Stone

• The Stranger Wore a Gun (1953) .... Dan Kurth

• The Duel at Silver Creek (1952) .... Tinhorn Burgess ... aka Claim Jumpers (USA)

 

 


Í umferðinni

 

Þessa sögu fékk ég í pósti frá vinnufélaga mínum í morgun. Fannst hún svo frábær að ég verð að birta hana Smile

 

Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar
og þar var kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með
andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var
bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein og samt hélt hún áfram að
mála sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna
sem ég hélt á í vinstri hendinni. Í panikkinu við að afstýra árekstri við
konuhelvítið og ná stjórn á bílnum, sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á
milli fótanna. Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn
Langa og tvíburana tvo. Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna
úr munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan og ég missti af
mikilvægu símtali! Hvað er að þessum helv. kellingum?

 


Fyrstu tónleikarnir

Sem ég sá erlendis var Monsters of Rock 1983. Þar var Whitesnake aðalnúmerið. Ég hef ekki verið sá sami síðan og fékk heifarlega tónleika bakteríu sem ég hef enn ekki losnað við. Sem betur fer. Þetta er svooooooo skemmtilegt.

 

Þetta video var tekið á Donington 1983 og ég fæ enn gæsahúð við minningarnar SmileSmileSmile

 

 

 

 

Hvað voru fyrstu stórtónleikar ykkar kæru bloggvinir?


Hef grun um....

...að lagið komi betur út með Presley sóló en með dótturinni.

 

 

 

 

 

En Presley mun alltaf lifa!


mbl.is Lisa Marie Presley syngur með föður sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leningrad Cowboys

Gleymi aldrei þegar ég sá myndina Leningrad Cowboys goes to America. Ég lá úr hlátri. Hljómsveitin gaf svo út nokkra diska sem flestir vore mjög skemmtilegir. Það var varla partý nema lag með LC lenti á fóninum. Samstarf þeirra með Kór Rauða Hersins var söguleg. Það var ekki algengt held ég að sá kór blandaði saman við popptónlist. Það eru til tónleikar með þeim á DVD sem eru stórkostlegir. Risakór og þjóðlagadansarar og stórskemmtileg hljómsveit. Ekki slæm blanda. Það eru nokkur lög á You Tube af þessum tónleikum. Hér er myndbandið af laginu "Those were the days" :-)

Strætóraunir (Enn og aftur)

Ég er alveg sannfærður að ein aðalástæðan fyrir lélegu gengi Strætó eru bílstjórarnir. Það virðast allt of margir bitrir menn með mikilmenskubrjálæðiskomplexa ráðast í þetta starf. Ekki allir vissulega en ansi margir finnst mér. Mönnum finnst þeir hafa eitthvað "vald" yfir greyjunum sem "neyðast" til að ferðast með strætó. Farþegar eru þriðja flokks lýður. Hve oft mætir maður fýlusvip og hnussi þegar maður býður góðann dag. 

 

Einn slíkur fékk að sýna "vald" sitt í morgun þegar ég sýndi græna kortið mitt í morgun og það var útrunnið. Klaufaskapur vissulega en lítið mál að redda því á næsta sölustað hefði maður haldið. En nei, bílstjórinn þreif af mér kortið og hreytti í mig reiðilega að kortið væri útrunnið. Mér brá og skammaðist mín vissulega yfir klaufaskapnum en öll erum við mannleg væntanlega og ég spurði bílstjórann hvort ég mætti ekki kaupa nýtt kort á hlemmi þangað sem ég var að fara. En nei nei, þú mátt sitja með niðrí mjódd og kaupa kort þar. Allt í lagi ég næ þér áfram niðrí bæ spurði ég en nei hann ætlaði EKKI að bíða eftir mér. Enda hvað hafa svona ræflar eins og ég að gera með útrunnið kort! Ég stökk út í mjódd og náði með herkjum vagninum sem komst ekki í burtu áður en ég kláraði.

 Ég hef væntanlega bjargað deginum hjá bílstjóranum. Hann náði aldelis að sýna mér hver er "bossinn".

 

En í alvöru talað er svona "þjónusta" út í hött. Smá kurteisi og tilitsemi við farþega kostar ekki neitt og mundi örugglega hvetja fleiri til að nota strætó en mér sýnist ansi langt í það því miður.

 

 

 


525 dagar

Þangað til við losnum við versta forseta allra tíma.

 

 




Neil Young vill losna við hann fyrr. <


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.