Í kvöld...

...ætla ég að hlusta á nýja diskinn með I Adapt sem ég hef beðið spenntur eftir Smile Hann heitir "Chainlike burden".

 

 Annars var hið frábæra blað Classic Rock að velja 30 bestu plötur sem taldar eru hafa áhrif á stefnu þungarokksins í gegnum tíðina. Ég ætla að setja inn 5 á dag í gamni ásamt videóum ef ég finn þau.

 

30. sæti

Black Widow-Sacrifice (1970)

 

Black Widow

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

29. sæti

Uriah Heep-Demos & Wizards (1972)

 

 



28. sæti

Iggy & The Stooges-Raw Power (1973)

 

 



27. sæti

Vanilla Fudge-Vanilla Fudge (1967)

 

 



26. sæti

Sir Lord Baltimore-Kingdom Come (1971)

 

 



Kem með fleiri sæti á morgun Devil



Nýtt Múm Videó

Hljómsveitin Múm gefur út nýjann disk seinnihluta næsta mánaðar. Hún heitir "Go Go Smear The Poison Ivy". Leikstjórinn Ingibjörg Birgisdóttir hefur gert vídeó við lagið "They Made Frogs Smoke Til They Exploded" sem birtist hér fyrir neðan Smile

 

 


Væntanlegar Plötur

Hér eru nokkrar spennandi plötum sem koma út í næsta mánuði. Smile

 

 

3.sept 

Pink Floyd

Pink Floyd-Piper At The Gates Of Dawn (Special Edition)

The Proclaimers- Life With You

Patti Scialfa-Play It As It Lays

 

10.sept

Go! Team-Proof Of You

Siouxsie-Mantaray 

 

 

 

Status Qou

17.sept

Guns n'Roses-Chinese Democracy

Status Quo-In Search Of The Fourth Chord

Mark Knofler-Kill To Get Crimson

 

 

 

 

 

 Foo Fighters

24.sept

Foo Fighters-Echoes Silence Patience And Grace

Joni Mitchell-Shine

Ian Brown-The World Is Yours

 Ministry-The Last Sucker

 Pet Shop Boys-Disco 4

Love Is The Song We Sing: San Francisco Nuggets 1965-1970 (Ýmsir)

 

 

 

 


Ólöf Arnalds í 12 Tónum

 Ólöf Arnalds

 

Ef þið eigið leið í miðbænum í dag hvet ég ykkur á kíkja á Ólöf Arnalds sem verður að spila hjá ljúflingunum í 12 tónum á skólavörðustíg í dag Smile Plata hennar "Við og við" er ein sú besta sem hefur komið út á árinu og ef ég þekki 12 tóna menn rétt verður heitt á könnunni. 

 

Tónleikarnir hefjast kl 17.30 og eru allir velkomnir.

 

 


Heilasérfræðingar

Monty Python er toppurinn.

 

 


Áskorun!

 Heiða bloggvinkona mín er byrjuð á nýrri herferð til að vekja athygli á nauðgunarlyfinu  Flunitrazepam

 

Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. 

 

Í vor sendi ég áskorun til landlæknisembættisins ásamt fjölda annara moggabloggara og það hafði þau áhrif að þeir svöruðu Heiðu og ætluðu að kíkja á málið. Þar sem Heiða skrifar miklu betur um þetta mál heldur en ég gæti gert ætla ég að linka á hennar skrif og hvet alla til að skoða þetta mál.

 

 

SAMANTEKT 

 

Netfang lyfjastofununnar er

 

lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Það er ljóst í hennar skrifum að hún hefur kynnt sér málið mjög vel og það eru lyf sem gætu komið í staðinn fyrir þetta lyf.

 

Endilega kynnið ykkur málið og bloggið um þetta á ykkar síðum. Ef nógu margir láta heyra í sér gerist eitthvað. Annars ekki. 

 

 

 

 

 


Smá kvikmyndatónlist

Jæja ég komst á ról í dag eftir flensukastið Smile Næg verkefni sem hafa hlaðist upp í vinnunni. Dagurinn flaug enda áfram og mjög gaman. Er að fíla nýju Jan Mayen plötuna mjög vel. Hún vinnur á við hverja hlustun.

 

Mér finnst svo ægiilega gaman að setja inn lög á síðuna mína að ég ætla að halda því aðeins áfram og í dag eru það nokkur kvikmyndalög sem eru í uppáhaldi Smile

 

Fyrst er það lag úr myndinni Arizona Dream. Innilega vanmetin mynd finnst mér. Johhny Depp lék aðalhlutverkið og Goran Bregovic gerði tónlistina.

 

 



Næst er lag eftir kónginn Ennio Morricone sem er að mínu áliti besta kvikmyndatónskáld sögunnar. Þetta er lagið Ecstacy of gold úr myndinni Good bad and the ugly. Metallica gerðu kóver af þessu lagi sem nýlega kom út á sanfdisk sem heitir We all love Ennio Morricone. Þetta er upptaka af tónleikum Smile




Að lokum lag úr myndinni House of the flying daggers. Kathleen Battle syngur. Gæsahúð Smile




Segið svo að það sé bara rokk hjá mér Tounge



Þetta fer í bókina....

...."vitlausar hugmyndir sem stjónmálamenn framkvæma". Þvílíkt bull hefur varla heyrst, hvað þá verið framkvæmt. Hvaða gagn á þetta eftir að gera? Nú drekka rónarnir volgann bjór í staðinn fyrir kaldann. Öll vandamál miðbæjarins eru leyst hér með. Hamingja LoL

 

Sendi Villa kveðju með lagi með Angus og co.

 

 

 


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þema dagsins: Hestar

 

Hér koma 3 lög sem öll tengjast hestum. Ekki spyrja mig af hverju LoL

 

Fyrsta lagið er seinni tíma lag með hljómsveitinni frábæru The Byrds. Frá 1971 og heitir Chestnut Mare

 

 

 

Næsta lag er með Patti Smith. Það var upprunanlega á plötunni Horses sem er skyldueign!

 

 

Að lokum að sjálfsögðu Wild Horses með Stones (En ekki hvað)

 

 


Ó Þessi 80's Myndbönd

Ég fæ aldei nóg að kafa í þessa gullnámu

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband