Gay Pride

Í dag fer ég í bæjinn og fylgist með gleðigöngunni eins og alltaf. Ég man ekki eftir að hafa misst af neinni göngu frá upphafi. Gay pride er orðinn ómissandi hlutur bæjarlífsins finnst mér eins og menningarnótt og þorláksmessa og Iceland Airwaves og fleiri ómissandi viðburðir. Að sjálfsögðu styð ég baráttu samkynhneigðra heils hugar. Það að fólki sé mismunað vegna kynhneigðar, trúarbragða, litarhátts eða kynferðis er mér algerlega óskiljanlegt og okkur mannkyninu til skammar.

 

Þó ég teljist sjálfur vera Gagnkynhneigður hefur samkynhneigð alltaf verið hluti af mínu lífi því svo margir sem eru mér náin eru samkynhneigðir. Kannski ekkert skrýtið þar sem mér líður alltaf best með frjóu og opnu fólki. Samkynhneigð er reyndar það eðlilegur hluti af mínu lífi að sjaldnast tek ég eftir því hvort fólk sé samkynhneigt eða ekki. Enda hvaða máli skiftir það? Þegar Freddie Mercury dó og það varð opinbert að hann væri gay þá sá maður það að sjálfsögðu eins með Rob Halford o.fl sem hafa opinberað samkynhneigð en þetta er einhvernveginn ekkert sem maður spáir í dags daglega. Sennilega út af því að mér finnst ekkert óeðlilegt við það :-)

 

Til hamingju með daginn og hlakka til að taka þátt í gleðinni í dag. Af tilefni dagsins set ég hér með nokkur lög sem hafa einhverja Gay tengingu

 

 

 

Ein uppáhalds....

Glamrokk hljómsveit mín er Mott The Hoople. Ég heyrði fyrst lagið "Golden age of rock n'roll" þegar ég var patti og kolféll fyrir sveitinni. Hún var hætt þegar ég uppgötvaði hana en ég fór að kaupa plötur með söngvara sveitinnar Ian Hunter og hef verið mikill aðdáandi hans alla tíð. Sá hann á tónleikum í New York 1989 þar sem hann kom fram með gítarleikarnum Mick Ronson sem var í Hoople undir það síðasta en er frægastur fyrir að spila með David Bowie. Það vær æðislegur konsert. Mick Ronson keðjureykti alla tónleikana og það kom mér ekki á óvart að hann skildi deyja úr krabbameini allt of snemma.

 

Bestu plötur Mott The Hoople era að mínu mati "Mott" frá árinu 1973 og "The Hoople" frá árinu 1974. Lagið "All the young dudes" af samnemdri plötur sló  í gegn 1972. Þar söng David Bowie með sveitinni og ég held að flestir þekkja það lag með Hoople.

 

Hér eru lag með Mott The Hoople. Roll away the stone

 

Hér er svo "All the young dudes" með Ian Hunter, David Bowie og Mick Ronson tekið á Freddie Mercury Tribute tónleikunum.


Hungurverkfall

Eitt af betri lögum sem kom úr "Grunge" bylgjunni svokölluðu er að mínu mati lagið "Hungry Strike" með hljómsveitinni Temple of the dog. Temple var stofnuð fljótlega eftir lát söngvara Mother Love Bone og var hugsuð sem "tribute" til Wood. Stone Gossard og Jeff Ament voru í Mother Love Bone og stofnuðu síðar Pearl Jam með söngvararnum Eddie Veder sem syngur á plötunni ásamt Chris Cornell úr Soundgarden sem er væntanlegur til landsins í vetur. Matt Cameron úr Soundgarden lemur svo trommur á plötunni. Hljómveitin gaf út eina plötu sem hét einfaldlega Temple of the dog og kom út 1991 Hvet alla til kynna sér þessa plötu. Hún er frábær. Hér er lagið Hunger Strike þar sem Chris Cornell og Eddie Veder fara á kostum :-)

Vandræðagangur

Það er búið að vera vandræðagangur með þessa "endurkomu" Van Halen. Það er sorglegt að upprunanlegi bassaleikari sveitinnar Michael Anthony sé látinn víkja fyrir son Eddie Van Halen. Það líta margir á það sem skrýtinn leik.

 

En Eddie Van Halen hefur ekki verið sjón að sjá undarfarin ár vegna áfengissýki og því miður hef ég ekki trú á neinu af viti frá honum.

 

En ég á góðar minningar með Van Halen. Sá þá á tónleikum bæði með David Lee Roth árið 1984 og með Sammy Hagar 1989 minnir mig. Óneitanlega voru tónleikarnir með Roth betri og með eftirminnilegri tónleikum sem ég hef séð Smile

 

 


mbl.is Roth með Van Halen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hurt

 

 

 

Flottastur! 


Spamalot

SpamalotÉg er að fara til London í október að sjá Rush og Dream Theater. Ég hef bloggað um það nokkrum sinnum enda mikið spenntur. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér undanfarið hvaða leikrit ég ætti að sjá í London því það er ófrávíkjanegur siður hjá mér að fara alltaf í leikhús í London. Það er orðið allt of langt síðan ég fór síðast þannig það var mikið úr að velja. Ég áhvað að lokum að skella mig á Monty Python's Spamalot. Það er örugglega þrælskemmtilegt stykki LoL

 

Ég læt það nú vera að draga ferðafélaga mína með. Fólk sem ég þekki hefur ekki jafn gaman að leikhúsferðum eins og ég. Ég er reyndar í óopinberum leikhúsferðaklúbbi hér heima en er sennilega langduglegastur af hópnum að fara í leikhús.

 

Ég man samt eftir að í einni hópferð sem ég var fararstjóri á rokktónleika í Englandi, þá dró ég slatta af hópnum að sjá "Cats" og fannst flestum það mjög gaman. Það var samt fyndið að sjá hóp af síðhærðum þungarokkurum á Cats og við vöktum þó nokkra athygli Grin

 P.S.

Í minningu Lee Hazlewood sem var að deyja setti ég nokkur lög hér til hliðar í dálkinn lag dagsins. Ég á allar plötur sem eru fáanlegar með kallinum og fannst hann æðislegur. Mæli sérstaklega með "These Boots Are Made for Walkin': Complete MGM Recordings" "Cowboy in Sweden" og góðri safnplötu með Lee og Nancy Sinatra. 

H.I.F.

 


Við sem heima sitjum...

...erum kannski til í

Smá 70's diskó 

 

Eða

 Smá Lemmy

 

Eða

Smá Angus 

 

 Eða

Smá skrúðgöngu 

 

Eða

Abba á þýsku 

 

 Eða kannski bara

 

Gamla góða járn hjartað 

 

Góða helgi SmileHeartSmile

 

 

 

 

 


Draugasigling

Við fórum nokkrir félagar í menningar og bókaklúbbnum Skruddunum í drauga og hamfarasiglingu í kvöld. Það var siglt frá höfninni við tryggvagötu og fram hjá Örfirisey og í kringum eyjarnar og sagt frá draugagangi á svæðinu og ýmis konar hamförum í gegnum aldirnar.

 

Þetta var mjög gaman. Við vorum geysilega heppin með veður og það var sérstaklega fallegur himininn í kvöld. Blóðrautt sólarlag og mikil litadýrð. Smile

 

 


Spenntur

Frábært að fá Þursana saman aftur. Þessi hljómsveit var í miklu uppáhaldi hjá mér en ég sá þá aldrei á tónleikum þannig að hér rætist gamall draumur.

Að vísu verður það væntanlega ekki það sama að hafa ekki Kalla Sighvats með. Hammondsándið hans var órjúfanlegur hluti af Þursaflokknum en upplifun samt að fá að sjá sögulega hljómsveit Smile

 


mbl.is Þursaflokkurinn og CAPUT í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætóraunir

Það er alveg með ólíkindum að Reykjavík þurfi að vera eina stórborgin í heiminum sem getur ekki haldið út almennilegu strætókerfi? Það er heldur ekkert skrýtið að það skuli vera neikvæð umræða um strætó. Dæmi- Labbaði í rólegheitunum á hverfisgötunni í hádeginu. Þegar ég átti örfáa metra að stoppistöð sá ég vagninn sem ég ætlaði að taka nálgast 4 mínútum of snemma. Ég vinkaði vagninum og bílstjórinn horfði á mig tómlegum augum og keyrði framhjá mér. Ég gékk eina stoppustöð að hlemmi og þar var sami vagninn sem beið, líklegast vegna þess að hann var of snemma. Bílstjórinn var farinn og annar kominn í staðinn þannig ég náði ekki að kvarta enda lítið gagn að fá tómlegann fýlusvip á móti sér. 

 

Þetta er ástæðan fyrir neikvæðri umfjöllun ásamt lélegu strætókerfi. Svo einfalt er það. Þó að stoppistöðvar heiti einhverjum nöfnum og þér verði ekki hent úr vagninum ef þú kemur með kaffi og fréttablaðið með þér breytir ekki öllu.

 

Það þarf algerlega nýja hugsun í stjórn Strætó og stjórnendur borgarinnar þurfa að fara hugsa um strætó sem eitthvað annað en ástæðu að geta látið taka mynd af sér.

 

Það er svo margt sem getur verið jáhvætt við að taka strætó. Maður getur slappað af með i-poddinn og góða bók og fylgst með fjölbreyttu mannlífi. Farið að taka ykkur til Gísli Marteinn og co!

 


mbl.is Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.