Færsluflokkur: Menning og listir
Blóðugur Macbeth
25.10.2008 | 14:10
Ég skellti mér í leikhús í gærkveldi. Sá þar mjög svo góða og frumlega útgáfu af klassísku verki Shakespeare Macbeth.
Fyrst vill ég segja að ég er mjög ánægður með þá stefnu Þjóðleikhússins að nota Smíðaverkstæðið sem vettvang fyrir óháða leikhópa að setja upp allskonar óvenjuleg verkefni. Einnig að selja miðana á aðeins 2000 kall. Það kemur sér vel á þessum síðustu :-) Enn betra að selja ungu fólki undir 25 miðana enn ódýrara. 1500 kall held ég.
Einn besta verk sem ég sá í fyrra var einmitt á Smíðaverkstæðinu, Sá Ljóti hér það og skilst mér að það verði sýnt aftur eftir að Macbeth lýkur.
Það var ljóst um leið og ég gékk inní salinn að hér væri óvenjuleg upplifun í vændum. Ég skellti mér strax á fyrsta bekk og það voru plastsvuntur í sætunum sem maður setti á sig :-) Það var setið sitt hvorum megin við "sviðið" sem var í raun bara autt pláss á milli áhorfenda. Það var síðan leikið og leikarar settust hjá áhorfendum og kyssti einhverja :-) Ég hreinlega elska svona sýningar þar sem áhorfendur verða hluti af verkinu og er í raun ofan í leikurum og verkinu.
Leikarar stóðu sig með prýði og verkið var stutt og kraftmikið. Söguna þekkja flestir og hún var sett fram á einfaldann hátt en með mikum látum og krafti.
Mæli með Macbeth :-)
Kreppublogg
9.10.2008 | 12:43
Það hefur að sjálfsögðu ekki verið mikil stemming að blogga undanfarið. Skiljanlega. Við erum að upplifa tíma sem eiga sér enga hliðstæðu. Maður tekur hvern dag eins og hann kemur án þess að hafa hugmynd hvað næsti dagur geymir. Á þessum tíma þakkar maður líka fyrir þá hluti sem maður á. Fjölskylda og vinir koma þar fyrst. Það er ég ríkur og engin kreppa tekur það í burtu. Það hefur verið mikið æðruleysi hjá mér og mínum undanfarið og samstaða og kærleikur ráðið ríkjum. Mágur Thelmu minnar lenti í alvarlegu bílslysi í gær og hugur okkar hefur legið með honum og hans fjölskyldu. Það virðist sem betur fer ætla að fara á besta veg miðað við aðstæður þó það sé frekar snemmt að segja 100%. Ég hef trú á að hann nái sér enda ótrúlega harður af sér.
Tónlist og góðar bækur er líka ómetanlegir hlutir að snúa sér að á þessum tímum. Enn meira en vanalega. Ég er líka haldinn þeirri vissu og trú á manneskjuna að hún komi síðar sterkari úr hremmingum. Það er eðli mannskepnunar að aðlaga sig aðstæðum. Það sem ég vona svo innilega að úr þessum hremmingum komi sterkara og mannúðlegra samfélag. Það hefur skort á það á síðustum tímum og græðgisvæðingin hefur verið ansi sterk að mínu áliti.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sá ljóti
18.5.2008 | 20:58
Ég sá frábært leikrit í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Það hét "Sá ljóti" eftir ungann þýskan höfund Marius von Mayenburg. Leikstjóri var Kristín Eysteinsdóttir og fjórir ungir frábærir leikar voru á sviðinu allan tímann og sum léku fleira en eitt hlutverk. Sviðsetningin var eins einföld og hægt er að hugsa sér og leikarar skiptu um hlutverk á augabragði án þess að skipta um búninga eða nokkuð.
Ég hef oft sagt að ég fæ oftast meira úr litlum leikritum á litlum sviðum þar sem maður er í návígi við leikara og þetta var eitt slíkt. Ég ætla ekki nánar að fara í söguþráðinn en fannst setning sem ég heyrði móðir segja ungum leikhúsgest á leiðinni út "Þetta leikrit var um það að maður á alltaf að reyna vera maður sjálfur" Snilld
Annars langar mér til að hrósa Þjóðleikhúsinu fyrir einstaklega gott leikár. Langflestar sýningar sem ég hef séð í vetur voru afbragðssýningar og mikil fjölbreytni í verkefnavali. Það er kominn upp ansi sterkur leikhópur af ungum leikurum sem ég held að eigi eftir að setja sterkan svip á leikhúslífið næstu ár.
Takk fyrir mig
Engisprettur og Græna ljósið
20.4.2008 | 19:44
Skellti mér í Þjóðleikhúsið í vikunni og sá leikritið Engisprettur. Það er eftir Serbeskann höfund, Biljana Srbljanovic, fyrsta leikrit sem ég sé eftir Serba held ég. Í stuttu máli var þetta stórfínt leikrit. Allir leikarar stóðu sig með prýði, sérstaklega Sólveig Arnarsdóttir. Uppsetningin var alveg frábær. Sviðsetningin einstaklega vel heppnuð. Mæli með þessari sýningu.
Keypti svo kort á kvikmyndahátíð Græna ljóssins og hef séð fjórar sýningar. Þar stendur uppúr stórgóð heimildarmynd um Darfur. Loksins náði maður að sjá atburði heildrænt og skilja betur fáráðleikann bakvið þennan harmleik.
Verð að vera duglegur í næstu viku því ég á átta myndir eftir
Skellti mér á kvikmyndatónleika með sinfóníunni á laugardag og það var skemmtilegt. Gaman að sjá öðruvísi tónleika með þeim. Star Wars kom alveg sérstaklega vel út
Fór síðan út að borða með elskunni minni á La Primavera á laugardagskvöldið. Ég mæli mjög með þeim stað. Úrvalsmatur og frábær þjónusta. Var að borða þarna í fyrsta skifti en kem alveg örugglega aftur
Menningardagur í Mál og Menningu
2.4.2008 | 13:49
Næstkomandi laugardag ætlar Mál og Menning á laugarvegi að halda sérstakann menningardag. Laugavegurinn hefur verið að fá frekar neikvæða umfjöllun og kominn tími á að snúa vörn í sókn
Þeir verða með afar skemmtilega og fjölbreytta dagsskrá:
14:00 Mikael Lind spilar píanótónlist í anda Satie
14:30 Jón Magnús Arnarson les eigin ljóð
15:00 /7oi býr til raftónlist af mikilli hæfni
15:30 Emil Hjörvar Petersen les eigin ljóð
16:00 Hljómsveitin Rökkurró er með fallegt krútt-popp sem heillar gesti upp úr skónum
Ljóðin eru öll frumsamin og líka tónlistin, engin "cover"-lög (ábreiður)! Auk þess geta gestir skoðað myndlist eftir nokkra af þeirra hæfileikaríku starfsmönnum
Stöndum vörð um menningarverðmætin. Miðbærinn er okkar allra!
Eftirminnilegir Bergþórutónleikar
16.2.2008 | 09:27
Ég fór á minningartónleika um Bergþóru Árnadóttir á gærkveldi og það voru æðislegir tónleikar.
Þegar ég heyrði af í fyrra að það stæði til að gefa út heildarsafn Bergþóru á geisladiskum varð ég mjög glaður því ég tel Bergþóru vera einn af okkar bestu lagasmiðum. Efni frá henni hefur verið illfáanlegt í gegnum tíðina og í raun finnst mér þetta þjóðþrifaverk. Þessi gersemi á að vera varðveitt eins og handritin og önnur þjóðararfleið. Mjög þakklátt verk hjá Dimmu að ráðast í þetta verkefni og að sjálfsögðu tryggði ég mér eintak á tónleikunum.
Að öllum ólöstuðum stóð Magga Stína uppúr á tónleikunum í gær. Það geislaði af henni og einnig vil ég hrósa hljómsveitinni sem stóð sig frábærlega og náði vel andanum yfir tónlist Bergþóru. Það var uppselt á tónleikana og mér skilst að það eigi að setja upp aukatónleika og ég hvet fólk til að kíkja á þá. Einnig rakst ég á Óla Palla sem sagði mér að rás 2 væri að taka upp tónleikana. Ekki missa af því.
Takk aðstandendur Bergþóru fyrir yndislega kvöldstund
Jesús Kristur Súpergoð
29.12.2007 | 23:29
Ég skellti mér í Borgarleikhúsið í kvöld og sá Jesus Christ Superstar. Fyrirfram leist mér geysivel á þessa uppfærslu. Krummi í Mínus, Jens úr Brain Police, Lára úr Funerals, Maggi úr Gus Gus (Sem er reyndar leikari líka) ásamt reynsluboltum á borð við Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann G. ofl.
Það er óhætt að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég var mjög ánægður að sjá strax í byrjun að Bjössi trommari og Bjarni gítarleikari Mínus voru í hljómsveitinni sem var alveg brilljant! (Að vísu leist mér ekki á að hljómsveitin var staðsett fyrir framan sviðið í byrjun og þó að ég hafi séð vel á sviðið fann ég til með greyið stráknum á fyrsta bekk sem sá sennilega ekkert nema rassinn á Bjössa trommara, en hljómsveitin seig niðrí gryfju eftir forleikinn) Krummi í hlutverki Jesú var klæddur eins og emmm...Krummi og Jens í hlutverki Júdas var líka í sínum rokkfötum. Lára var í leðurdressi og Ingvar í hlutverki Pílatusar var í jakkafötum! Æðislegt.
Þessi sýning var ROKKópera með stóru erri. Útsetningarnar voru flottar rokkstjörnurnar stóðu sig með prýði og Ingvar og Bergur Þór stálu sviðinu þegar þeir voru þar. Sviðið var einfalt og dökkt. Stór kross var helsta sviðsmyndin og sviðsetningin hentaði þungum útsetningum verksins mjög vel.
Ég mæli eindregið með þessari sýningu!
Leikhúsbröltið
27.11.2007 | 19:42
Ég sé að sósíaldagbókin hjá mér er ansi þétt næstu daga. Á morgun fer ég að sjá söngleikinn Leg eftir Hugleik í Þjóðleikhúsinu. Á fimmtudag er svo Dagur Vonar í Borgarleikhúsinu sem SPRON bauð mér á. Svo á föstudag liggur leiðin aftur í Þjóðleikhúsið á Hamskiptin eftir Kafka. Svo er Sign og Skid Row á laugardagskvöld Þar sem vinnudagbókin er ansi þétt líka þessa dagana verður ekki mikill tími eftir fyrir allt hitt
Annars er ég búinn að vera duglegur að fara í leikhús í haust. Séð 4 sýningar í London og 4 sýningar hér heima. Í London sá ég "Monty Python's Spamalot" sem var mjög skemmtileg. Söngleikurinn byggðist að mestu leiti á kvikmyndinni "Monty Python's Holy Grail" þó að hún hafi tekið margt úr öðrum verkum Python's. Þeir gerðu mikið grín á söngleikjaforminu og ég skemmti mér þrælvel
Næst var það "39 Steps" sem var mjög fínt líka. Leikritið byggði meira á kvikmynd Alfred Hitchcock heldur en bókinni. Hún var meira grín en spenna og það voru bara fjórir leikarar í sýningunni sem flest brugðu sér í mörg hlutverk. Mjög fínn leikhópur og ég mæli alveg með þessu stykki.
"Glengarry Glen Ross" skartaði Jonathan Pryce í aðalhlutverki og þó mér hafi fundist verkið vera frekar stutt, þá var það alveg þrælfínt. Kvikmyndin með Al Pacino var mun ítarlegri en leikritið. Gaman að sjá svona góða leikara á sviði.
Að lokum datt ég óvænt inná gamanleik sem heitir "Bonjour Bonjour". Það var mjög skemmtilegt. Ekta farsi sem gékk vel upp og það var ekki dauð stund þó að leikritið hafi verið í næstum tvo og hálfann tíma Jean Marsh lék aðalhlutverkið og hún er þekkt m.a. fyrir hlutverk í "Upstairs Downstairs" sjónvarpsþáttunum og myndum á borð við "Örninn er sestur".
Hér heima sá ég "Belgíska Kongó" loksins í haust. Það er snilldarverk. Eggert Þorleifsson var stórkostlegur í hlutverki gamlar konu. Eftir fimm mínútur var maður búinn að gleyma að hann væri karlmaður að leika konu. Það kallar maður góðan leik
Næst sá ég "Ræðismannaskrifstofuna. Þetta er það versta leikrit sem ég man eftir á sviði. Það voru frábærir leikarar og allt það en stykkið er samt ömurlegt. Það er leikið á einhverri "Bullensku" og ég átti mjög erfitt að sjá hvaða snilld þetta leikrit átti að túlka. Púff það var ekki einu sinni hlé til að labba út af.
En næsta stykki bætti þetta upp. Það var "Hjónabandsglæpir" í Þjóðleikhúsinu. Það var næstum tveggja tíma leikrit með engu hléi sem leið eins og skot. Tveir leikarar sem voru óaðfinnanleg. Frábær leikhúsupplifun.
Að lokum í þessari löngu upptalningu sá ég "Lík í óskilum" í Borgarleikhúsinu. Ég var ekki mjög hrifinn af því. Labbaði að vísu ekki út í hléi en leikritið var ekki nógu fyndið né markvisst sem farsi. Það var gaman að bera það saman við "Bonjour", þar sá maður mun á plotti sem er skemmtilegt og gengur upp En leikhúsupplifunin er alltaf áhugaverð og mér finnst rosalega gaman að fara í leikhús
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
London
8.11.2007 | 23:33
Er á leiðinni til London eftir nokkrar klukkustundir. Hlakka til að sjálfsögðu. Flýg með Iceland Express að þessu sinni og kem aftur á sunnudag.
Það verður smá viðtal við mig í 24 stundum á morgun um ferðina. Skemmtilegt viðtal fannst mér.
Fer annað kvöld í leikhús. Ætla að sjá Glengarry Glen Ross eftir David Mamet. Jonathan Pryce leikur aðalhlutverkið og á ég von á góðri kvöldstund þar. Sá myndina með Al Pacino á sínum tíma og fannst hún fín.
Svo er það Black Sabbath, Lamb of God og Iced Earth á laugardag!
Annars er lítið að frétta. Brjálað að gera og það verður gott að komast út í afslöppun og rokk og roll :-)
Heima er best
27.9.2007 | 23:08
Ég fór á setningu kvikmyndahátíðar í kvöld. Eftir nokkrar misskemmtilegar ræður var frumsýnd heimildarmynd um tónleikaferð Sigur Rósar um landið í fyrra. Myndin hetir "Heima" og var alveg frábær!
Þessi mynd er mjög vel heppnuð. Hún lýsir tónleikaferðinni mjög vel en hún verður einhvernveginn ekki aðalatriðið. Landið verður í forgrunni og ég hef aldrei séð jafnfallega mynd um Ísland. Hún er þjóðleg án þess að vera þjóðremba. Maður er bæði glaður og sorgmæddur að horfa á landið. Glaður yfir náttúrufegurðinni og fólkinu. Það vað æðislegt að sjá fólk á öllum aldri á tónleikum og við leik og störf. Sorgmæddur yfir því hve margar byggðir eru að deyja og margar sem eru lagðar í auðn. Einnig yfir náttúruspjöllum vegna stóriðju. Myndin sýndi allar þessar hliðar án þjóðrembu og ég held við sjáum varla betri landskynningu. Myndin er á ensku og alveg víst að þessi mynd á eftir að auka hróður Íslands enn meir á erlendri grund.
Ég hvet alla til að sjá þessa mynd. Skapandi fólk í fallegu landi. Frábær tónlist, góð hljómgæði,
Til hamingju Sigur Rós og takk fyrir mig :-)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)