Færsluflokkur: Menning og listir
Ólöf Arnalds í 12 Tónum
24.8.2007 | 12:39
Ef þið eigið leið í miðbænum í dag hvet ég ykkur á kíkja á Ólöf Arnalds sem verður að spila hjá ljúflingunum í 12 tónum á skólavörðustíg í dag Plata hennar "Við og við" er ein sú besta sem hefur komið út á árinu og ef ég þekki 12 tóna menn rétt verður heitt á könnunni.
Tónleikarnir hefjast kl 17.30 og eru allir velkomnir.
Gay Pride
11.8.2007 | 09:49
Í dag fer ég í bæjinn og fylgist með gleðigöngunni eins og alltaf. Ég man ekki eftir að hafa misst af neinni göngu frá upphafi. Gay pride er orðinn ómissandi hlutur bæjarlífsins finnst mér eins og menningarnótt og þorláksmessa og Iceland Airwaves og fleiri ómissandi viðburðir. Að sjálfsögðu styð ég baráttu samkynhneigðra heils hugar. Það að fólki sé mismunað vegna kynhneigðar, trúarbragða, litarhátts eða kynferðis er mér algerlega óskiljanlegt og okkur mannkyninu til skammar.
Þó ég teljist sjálfur vera Gagnkynhneigður hefur samkynhneigð alltaf verið hluti af mínu lífi því svo margir sem eru mér náin eru samkynhneigðir. Kannski ekkert skrýtið þar sem mér líður alltaf best með frjóu og opnu fólki. Samkynhneigð er reyndar það eðlilegur hluti af mínu lífi að sjaldnast tek ég eftir því hvort fólk sé samkynhneigt eða ekki. Enda hvaða máli skiftir það? Þegar Freddie Mercury dó og það varð opinbert að hann væri gay þá sá maður það að sjálfsögðu eins með Rob Halford o.fl sem hafa opinberað samkynhneigð en þetta er einhvernveginn ekkert sem maður spáir í dags daglega. Sennilega út af því að mér finnst ekkert óeðlilegt við það :-)
Til hamingju með daginn og hlakka til að taka þátt í gleðinni í dag. Af tilefni dagsins set ég hér með nokkur lög sem hafa einhverja Gay tengingu
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Spamalot
6.8.2007 | 21:57
Ég er að fara til London í október að sjá Rush og Dream Theater. Ég hef bloggað um það nokkrum sinnum enda mikið spenntur. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér undanfarið hvaða leikrit ég ætti að sjá í London því það er ófrávíkjanegur siður hjá mér að fara alltaf í leikhús í London. Það er orðið allt of langt síðan ég fór síðast þannig það var mikið úr að velja. Ég áhvað að lokum að skella mig á Monty Python's Spamalot. Það er örugglega þrælskemmtilegt stykki
Ég læt það nú vera að draga ferðafélaga mína með. Fólk sem ég þekki hefur ekki jafn gaman að leikhúsferðum eins og ég. Ég er reyndar í óopinberum leikhúsferðaklúbbi hér heima en er sennilega langduglegastur af hópnum að fara í leikhús.
Ég man samt eftir að í einni hópferð sem ég var fararstjóri á rokktónleika í Englandi, þá dró ég slatta af hópnum að sjá "Cats" og fannst flestum það mjög gaman. Það var samt fyndið að sjá hóp af síðhærðum þungarokkurum á Cats og við vöktum þó nokkra athygli
P.S.
Í minningu Lee Hazlewood sem var að deyja setti ég nokkur lög hér til hliðar í dálkinn lag dagsins. Ég á allar plötur sem eru fáanlegar með kallinum og fannst hann æðislegur. Mæli sérstaklega með "These Boots Are Made for Walkin': Complete MGM Recordings" "Cowboy in Sweden" og góðri safnplötu með Lee og Nancy Sinatra.
H.I.F.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Draugasigling
2.8.2007 | 23:26
Við fórum nokkrir félagar í menningar og bókaklúbbnum Skruddunum í drauga og hamfarasiglingu í kvöld. Það var siglt frá höfninni við tryggvagötu og fram hjá Örfirisey og í kringum eyjarnar og sagt frá draugagangi á svæðinu og ýmis konar hamförum í gegnum aldirnar.
Þetta var mjög gaman. Við vorum geysilega heppin með veður og það var sérstaklega fallegur himininn í kvöld. Blóðrautt sólarlag og mikil litadýrð.
Spakmæli
26.7.2007 | 23:37
"Shadows of shadows passing. It is now 1831, and as always I am absorbed with a delicate thought. It is how poetry has indefinite sensations, to which end music is inessential. Since the comprehension of sweet sound is our most indefinite conception, music, when combined with a pleasurable idea, is poetry. Music without the idea is simply music. Without music or an intriguing idea, colour becomes pallor, man becomes carcase, home becomes catacomb, and the dead are but for a moment motionless."
Edgar Allan Poe
Lesið af Orson Welles á plötunni "Tales of Mystery & Imagination" með Alan Parsons Project
Snilldartexti
Ótrúleg útgáfa
26.7.2007 | 00:12
Einn af uppáhaldsútvarpsþáttum mínum þessa dagana er Morðingjaútvarpið á Reykjavík.fm.
Í síðasta þætti spiluðu þeir lag með Star Trek leikaranum William Shatner
Það var dúett með Henry Rollins og Adrien Belew og það lag var alveg frábært Ég stökk beint á Amazon og fann diskinn sem að sjálfsögðu heitir "Has been" og pantaði hann á stundinni. Ég fór líka að róta í plötusafninu mínu því ég man eftir disk sem ég á með Shatner og Leonard Nimoy (Spock) sem ég hef oft skemmt mér yfir. Hann heitir "Spaced out" og stendur sannarlega undir nafni.
Svo fann ég þetta myndband
á You Tube
Það er eiginlega alger skylda að horfa á þetta lag
Heilsudrekinn
11.6.2007 | 13:21
Ég ákvað fyrir um 3 vikum að taka átak í ræktinni. Ég stunda reyndar mikið hefðbundna rækt, sund, göngur og tek stundum á í tækjum í líkamsræktarstöðvum. En ég hef fundið fyrir óvenjumiklum stirðleika í skrokknum undanfarið og ákvað að kaupa mér kort í Heilsudrekanum sem er kínversk heilsurækt í Skeifunni. Ég hef verð það áður og þekki sæmilega til þar.
Og það var ekkert smá! Eftir fyrstu tímana í leikfiminni verkjaði mig í öllum mögulegum og ómögulegum stöðum í líkamanum. Ég fann svo greinilega hvað ég var í litlu formi og var næstum búinn að gefast upp eftir fyrstu 3 til 4 tímana. En þá kom upp þrjóskan. "Ég skal sko ekki gefast upp" hugsaði ég og mætti í alla tíma. Fyrstu 2 vikurnar voru hræðilegar. Mig verkjaði í baki, fótum, hausnum og allstaðar. Tók einhverja tíma í nuddi til að slaka á. Og nú loks er þetta eitthvað að skila sér tilbaka og lærdómurinn er að sjálfsögðu skýr. Maður verður að halda sér í formi. Punktur! En ég verð að viðurkenna að næstum öll orkan mín hefur farið í þetta undanfarið ásamt miklu álagi í vinnu en ég er allur að koma til baka núna
Það datt uppfírir fundurinn á akureyri hjá rokkklúbbnum en við héldum æðislegan fund hjá bókaklúbbnum Skruddunum á Eyrarbakka í gær Blogga betur um hann fljótlega.
Vorblót
19.5.2007 | 13:31
Það er mikið um að vera þessa dagana og lítill tími til að blogga Vikan hefur verið æðisleg. Var á tónleikum á Nasa með Oumou Sangare og Tómasi R á fimmtudagskvöld. Það voru frábærir tónleikar. Hljómsveit Tómas R var í fantastuði og prógrammið mjög skemmtilegt. Mest í Kubustemmingunni sem átti vel við kvöldið.
Oumou Sangare tónleikarnir voru eftirminnilegir. Oumou er eitt stæðsta og virtasta nafnið í heimstónlistinni og hefur verið síðustu 10 ár þó hún sé ekki mjög þekkt hér heima. Tónleikarnir voru yndi fyrir augu og eyru. Hún er geysilega sterkur karakter á sviði jafnt sem utan. Ég hafði takifæri til að tala við hana fyrir tónleikana og það geislaði af henni Þessir tónleikar fara í minningabókina (tónleikakaflann)!
Í gær var ég aftur á Nasa þar sem Stórsveit Samúels J. Samúels og Salsa Celtica spiluðu. Sammi er að gefa út disk á mánudaginn og var prógrammið af þeirri plötu. Ég hef aldrei séð Stórsveitina áður og vissi satt að segja ekki alveg hverju ég átti von á. En þessi hljómsveit algerlega "blew me away" ef ég má sletta smá. Æðisleg lög, frábærar útsetningar og landsliðið í hljóðfæraleik. Ég hef aldrei verið jazzáhugamaður og kann ekki að skilgreina jazz tónlist. Þessi sveit spilar jazzskotið fönk mundi ég segja. Æðislegt "Grúf" einkenndi lögin og rhytmasveitin var æðisleg
Salsa Celtica áttu fyrir erfitt verk að fylgja Samma eftir og ég verð að segja að mér líkaði sveitin engan veginn. Blanda af Skoskri þjóðlagatónlist og Salsa tónlist hljómar vel á blaði en var ekki að gera sig fyrir minn smekk. Mér leiddist eiginlega. En það var góð stemming og mörgum líkaði greinilega sveitin og er það vel. Ekki minn tebolli
Svo í kvöld er það Goran Bregovic í Höllinni og er ég ekkert smá spenntur. Svo á morgun er það að ná áttum eftir erfiða en æðislega viku og á ég örugglega eftir að liggja sem skata yfir músík og myndum Og já ræktin skamm skamm. Verð að skella mér á morgun og friða samviskuna og skrokkinn
Svo er það Deep Purple og Uriah Heep næstu helgi. Ótrúlegt hvað við sem búum í svona litlu landi eigum það gott
Volta fyrsta Íslenska platan inná topp 10 í USA
16.5.2007 | 19:23
Plata Bjarkar Volta verður fyrsta Íslenska platan sem nær inná topp 10 á Bandaríska Billboard vinsældarlistans. Hún lendir í 8 eða 9 sæti. Enn eitt dæmið um vinsældir Bjarkar og mesti árangur Íslensks listamanns hingað til
Volta fer víðast hvar hátt á lista í öðrum löndum. Dæmi-
Ísland - 1 sæti
Ítalía - 12. sæti
Írland - 10. sæti
Noregur - 1. sæti
Danmörk - 1. sæti
Þýskaland - 9. sæti
Holland - 17. sæti
Frakkland - 3. sæti
Sviss - 3. sæti
Austurríki - 5. sæti
Japan - 12. sæti
Portúgal - 9. sæti
Belgía - 9. sæti
Frábær árangur en það besta er náttúrlega að diskurinn er frábær
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Oumou Sangare
14.5.2007 | 12:16
Það er skammt viðburða á milli þessa dagana og næsti atburður á dagskrá hjá mér eru tónleikar Oumou Sangare á Nasa næsta fimmtudag.
Hér er kynning á Oumou frá Hr. Örlygi.
Oumou er oft kölluð Söngfugl Wassoulou tónlistarinnar, en svo nefnist hin suður-Malíska tónlistarstefna sem hún hefur gert að sinni eigin.
Malí hefur löngum skipað sérstakan sess hjá unnendum heimstónlistar. Það mikla og metnaðarfulla tónlistarlíf sem þar er að finna byggir á ríkri, aldagamalli hefð landsins í bland við alþjóðlegar stefnur og strauma svo úr verður seiðandi blanda sem erfitt er að standast, líkt og þeir sem á hafa hlýtt geta vitnað um. Og í gróskumiklu landslagi Malískrar tónlistar stendur Oumou Sangaré uppúr eins og tindur, enda helsta söngstjarna landsins allt frá því hún gaf út sína fyrstu skífu, Moussolou (Konur), árið 1990, aðeins 21 ára að aldri. Oumou er oft kölluð Söngfugl Wassoulou tónlistarinnar, en svo nefnist hin suður-Malíska tónlistarstefna sem hún hefur gert að sinni eigin.
Frá upphafi ferils síns hefur Oumou barist ötullega fyrir því að bæta stöðu kvenna í Malí, sem og þeirra sem minna mega sín um allan heim; hafa sumir söngtextar hennar því verið umdeildir í hinu oft-íhaldssama samfélagi Malíbúa. Umfjöllunarefni á borð við kynlífsnautnir kvenna og kröfu þeirra til sjálfstæðis og menntunar hafa ekki alltaf fallið í ljúfan jarðveg hjá öldungum landsins. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að hún er ein virtasta og vinsælasta söngkona landsins og einn helsti fulltrúi þess að alþjóðavettvangi heimstónlistarinnar, en breiðskífurnar Ko Sira (1993) og Worotan (1996) auk safnskífunnar Oumou (2004) komu allar út hjá hinu virta plötufyrirtæki World Circuit og hlutu einróma lof gagnrýnenda allra þjóða. Hún hefur og farið vel heppnaðar tónleikaferðir um heiminn með listamönnum á borð við Femi Kuti, Baaba Maal og Boukman Ekseryans. Það er Hr. Örlygi sérstök ánægja að standa fyrir komu þessarar frábæru listakonu á Vorblót 2007.
Oumou Sangaré kemur fram í Nasa við Austurvöll, þann 17. maí. Tónleikar hefjast kl. 20:00
Oumou Sangaré heimasíða: www.worldcircuit.co.uk/#Oumou_Sangare::Biography
Oumou Sangaré á Wikipedia: www.en.wikipedia.org/wiki/Sangare
Ég held þetta verði frábærir tónleikar. Ég hef hlustað á diska með Oumou og þeir eru mjög góðir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)