Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Afmæli
30.6.2007 | 13:11
Ég er að undirbúa smá veislu í kvöld á Hringbrautinni af tilefni ** (Ritskoðað) ára afmæli mínu í dag :-) Mér finnst svooo skemmtilegt að undibúa svona gilli. Ætla búa til fullt af smáréttum og er að setja saman playlista fyrir kvöldið :-)
Vonandi sjá sem flestir sig fært um að mæta og hlakka til að sjá ykkur í kvöld!
Dúndurveggur
29.6.2007 | 00:06
Ég fór á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Dúndurfréttum í Laugardalshöll í kvöld. Ég hef aldrei séð Dúndurfréttir spila enda lítið hrifinn af svokölluðum "kóver" hljómsveitum og leiðist alveg innilega þannig tónleika.
Mér fannst það samt spennandi að sjá hvernig þetta verk kæmi út með Sinfóníunni og ég veit að það eru góðir spilarar í Dúndurfréttum. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Þetta voru flottir tónleikar. Ekki fullkomnir en skratti góðir.
Strákarnir voru í hörkuformi og útsetningin á verkinu mjög fín. Auðvitað vildi maður hafa einhverja hluti örðvísi, meiri strengi þarna og minni á öðrum stöðum en það er bara eðlilegt. Maður þekkir nátturlega verkið út í æsar og allir hafa örugglega einhverjar skoðanir á því
Það hefði mátt hafa gítarinn hjá Einari gítarleikara hærri á köflum, sérstaklega í "Comfortlaby numb" en það var alveg hægt að fyrirgefa það því það lag var hreint magnað í kvöld. Sinfónían naut sín alveg í botn og hljómasveitin frábær. Þannig að svona hlutir sem eru örugglega persónubundnir hafa lítið að segja
Það kom mér smá á óvart hvað áhorfendahópurinn var breiður. Ég bjóst við frekar "miðaldra" tónleikum en það var ekki. Stemmingin var æðisleg.
Hápunktar voru "Another brick in the wall part 2" með barnakór og öllu og "Comfortably numb" þar sem öll spil voru úti.
Gæsahúð
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kveðja Susie Rut
26.6.2007 | 13:05
Mig langar til að benda á áhrifamikið bréf frá foreldrum Susie Rut litlu frænku minnar sem mér barst ekki gæfa til að kynnast. Mamma Susie er dóttir bróðir pabba míns og hugur minn er með fjölskyldunni á þessum erfiða tíma. Missir þeirra er meiri en hægt er að ímynda sér. Útförin er í dag.
Þau tóku þá ákvörðun að segja söguna til þess að reyna að forða öðrum frá sömu örlögum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jónsmessuganga
23.6.2007 | 01:06
Ég var að koma úr Jónsmessugöngu um Elliðardalinn. Það var gengið frá Árbæjarsafni niður gömlu þjóðleiðina niðrí dal. Við komum við í æðislegum garði þar sem elsti greniskógur landsins er og það var upplifun. Maður trúir því varla að svona sé til rétt hjá manni. Ábúandinn gékk með okkur um garðinn og fræddi okkur um garðinn. Síðan var gengið niður að virkjuninni á Orkuveitunni og á leiðinni fræddu tveir leiðsögumenn okkur um sögu dalsins o.fl.
Þetta var æðislega gaman. Einn af þessum hlutum sem maður gerir allt of sjaldan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þessi stígvél!
22.6.2007 | 13:47
Þetta er reyndar skrítin svona "kannski" frétt En ef Nancy kæmi mundi ég fara á tónleika með henni. Hún söng mörg frábær lög. Sérstaklega dúettarnir með Lee Hazlewood sem eru bara snilld. Svo gaf hún út stórgóða plötu fyrir nokkrum árum í samstarfi við Morrissey og fleiri stórgóða listamenn.
Hún opnaði Kill Bill myndina hans Tarantinos með laginu "Bang Bang" sem gaf ekkert nema gæsahúð. En er hægt að toppa þetta myndband?
Nancy Sinatra til landsins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndband dagsins
21.6.2007 | 15:49
Ég ákvað að nöllast enn meira með síðuna mína og var að bæta við í tenglalistann minn hér til hliðar "You Tube dagsins" sem ég kem til með að uppfæra daglega eins og ég hef gert með Kvikmyndatilvitnun dagsins
Fyrsta myndbandið er með hinni ótrúlegu þungarokkssveit Slaughter þar sem söngvarinn fer heldur betur upp hááááááaaaaaaa céið haha. Ótrúlegur söngvari.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
80's Þungarokksmyndband # 1
20.6.2007 | 22:29
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Æðislegir Air tónleikar
20.6.2007 | 08:31
Það var góð upplifun að sjá Air á tónleikum. Þeir voru með hljómsveit með á sviðinu og var sérstaklega gaman að hafa lifandi trommur en ekki trommuheila eins og stundum er hjá Elektró hljómsveitum. Mér fannst prógrammið helst til stutt en uppklöppin tvö voru æðisleg sérstaklega lokalagið. Sviðið, hljómurinn og ljósin voru fín og þetta var æðisleg kvöldstund
Klappaðir upp tvisvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
JoJo og Bruce
16.6.2007 | 21:31
Sagan af JoJo trúbador og Bruce Springsteen er fræg. JoJo var að spila á strikinu þegar Springsteen labbaði framhjá og fékk lánaðann gítar og spilaði nokkur kög með honum. Það væru ekki margar stjörnur sem mundu gera það. Hér er myndband með köppunum
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Væntanlegar plötur
15.6.2007 | 20:49
Næsta mánuð eru eftirtaldar plötur áhugaverðar finnst mér
White Stripes-Icky Thump
25 júní
Ryan Adams-Easy Tiger
Instant Karma: The Amnesty International Campaign To Save Darfur
King Diamond-Give Me Your Soul Please
2 júlí
Chemical Brothers-We Are The Night
Velvet Revolver-Libertad
UNCLE-War Stories
Queensryche-Mindcrime At The Moore (Live)
Smashing Pumpkins-Zeitgeist
Nick Drake-Famely Tree
Bad Religion-New Maps Of Hell
Interpol-Our Love To Admire
Þetta er svona stæðstu útgáfurna sýnist mér sem eru áhugaverðar
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)