Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Dylan í höllinni

 Ég fór á tónleika með Bob Dylan í gærkveldi og sjaldan hef ég heyrt jafnmargar og ólíkar skoðanir á tónleikum Smile Sumir eins og Ingvar bloggvinur hundfúlir aðrir nokkuð sáttir og síðan aðrir alveg í skýjunum.

 

Þetta eru þriðju tónleikar sem ég sé með Dylan og þeir næstbestu. Ég er mjög ánægður með tónleikana. Stemmingin í Dylan var svipuð og á síðustu plötu "Modern times". Svona Folk blues stemming. Lágstemmd en seiðandi. Bob Dylan er einn sá furðulegasti tónlistarmaður sem maður sér á tónleikum. Hann segir aldrei orð til áhorfenda. Held að það hafi verið met í gær þegar hann sagði "Thank you friends" og kynnti hljómsveitina. Það þýðir líklegast að hann hafi verið ánægður með stemminguna sem var fín. Mikil virðing og gott klapp jafnvel á þeim lögum sem fæðstir þekktu.

Lagavalið var skrýtið en gott. Það voru færri þekkt lög en ég átti von á og útsetningin á sumum þeim lögum var langt í frá upprunalegu útgáfunum. "Ballad of a thin man" "Workinman blues # 2" og skrýtin útgáfa af "Blowing in the wind" var hápunkturinn fyrir mig.   

 

Margir hafa kvartað yfir nýju Laugardalshöllinni. Kannski var ég svona heppinn. Ég sá mjög vel en það er rétt, sviðið þarf að vera hærri. En hljómburðurinn var mjög góður og mun betri en í Egilshöll fannst mér.  

 

Semsagt! Skrýtin en góð upplifun á meistara var mín upplifun á Bob Dylan tónleikum í gærkveldi og ég hefði ekki viljað missa af þessum atburði Smile

 

Hér eru lögin sem hann flutti. 

 

1.Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
2.Don't Think Twice, It's All Right
3.The Levee's Gonna Break
4.Tryin' To Get To Heaven
5.Rollin' And Tumblin'
6.Nettie Moore
7.I'll Be Your Baby Tonight
8.Honest With Me
9.Workingman's Blues #2
10.Highway 61 Revisited
11.Spirit On The Water
12.It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
13. When The Deal Goes Down
14.Summer Days
15.Ballad Of A Thin Man
  
 (uppklapp)
16. Thunder On The Mountain
17. Blowin' In The Wind

 


Dylan í kvöld

Þá er næsti meistari á svið í kvöld. Bob Dylan er vissulega misjafn á tónleikum en það er alltaf viðburður að sjá kallinn Smile

Síðasti lagalisti sem ég fann flutti hann á tónleikum þann 24 mai síðastliðinn. Hann ætti að gefa mynd af þeim lögum sem líklegt er að Dylan flytji í kvöld.

Dylan stígur víst á svið stundvíslega kl 20 í kvöld sem er góður tími.

 


1.Watching The River Flow
2.Lay, Lady, Lay
3.The Levee's Gonna Break
4.Shelter From The Storm
5.Rollin' And Tumblin'
6.Visions Of Johanna
7.Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
8.Ballad Of Hollis Brown
9.Highway 61 Revisited
10.Workingman's Blues #2
11.It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
12.Spirit On The Water
13. High Water (For Charlie Patton)
14.Summer Days
15.Masters Of War
  
 (uppklapp)
16. Thunder On The Mountain
17. Blowin' In The Wind

 

Hlakka til Wizard

 


Flottur Fogerty

 

John Fogerty

Fór á frábæra tónleika með John Fogerty í gærkveldi og skemmti mér þrælvel. Kallinn á haug af góðum lögum á lager og þau komu komu á færibandi í þá rúma tvo tíma sem hann spilaði. Hljómsveitin var þrælgóð og skemmtilegt að horfa á fimm gítaleikara spila fingrum fram á sviðinu Smile

 

Ég fór að hugsa um það eftirá að líklegast er þessi hljómsveit betur spilandi en Creedence voru á sínum tíma. Þær hljómleikaupptökur sem ég hef heyrt með CCR hljóma ekki svona vel. Auðvitað er tæknin og hljómgæðin betri í dag. Útsetningarnar voru fínar. Sum lögin virkuðu hraðari en á plötum en samspilið milli gítarleikara var stórfínt.

 

Fogerty var í fínu formi. Líklegast í einu besta formi síðari ára. Hann viðurkennir það fúslega að konan hans hafi bjargað honum úr þunglyndi og óreglu sem hefur örugglega haft áhrif hve gloppóttur ferill Fogerty hefur verið í gegnum tíðina.  Hann virðist vera sáttari við fortíðina og eins og hann sagði sjálfur er hann stoltur og ánægður yfir öllum þessum frábæru lögum sem hann getur spilað á tónleikum í dag.

 

Flest lögin voru Creedence lög en einnig flutti hann nokkur lög af eldri plötum eins og "Old man down the road",  Blue Ridge Mountain Blues og uppáhaldið mitt "Rockin all over the world" Smile

 Fogerty talaði mikið til áhorfenda og skipti næstum því alltaf á gítar milli laga.

 

Þetta var BARA gaman Wizard

 

 

 


John Fogerty

Ég ætla að skella mér á tónleika með John Fogerty næsta miðvikudagskvöld. Ég hef hlustað mikið á Creedence í gegnum tíðina en verð að viðurkenna að ég fékk smá leið á þeim á tímabili þegar það mátti ekki koma út kvikmynd á þess að Creedence lag væri í henni Smile

 Ég hef alltaf keypt Fogerty sólóplöturnar og hef gaman af þeim. Ég hugsaði mig um reyndar tvisvar þegar tónleikarnir voru auglýstir en auðvitað fer maður á tónleika með John Fogerty! Hann er snilldar lagasmiður og stórmerkilegur í tónlistarsögunni.

Það gerði svo útslagið þegar ég skoðaði lagalistann sem Fogerty flytur á tónleikum. Þessi listi hér fyrir neðan flutti hann á tónleikum fyrir 10 dögum.

 

Born On The Bayou
Bad Moon Rising
Green River
Creedence Song
Who'll Stop The Rain
Lookin' Out My Backdoor
Lodi
Rambunctious Boy
Ramble Tamble
Midnight Special
Cotton Fields
My Toot Toot
Don't You Wish It Was True
Bootleg
Broken Down Cowboy
Keep On Chooglin'
Have You Ever Seen the rain
Blue Ridge Mountain Blues
Down On The Corner
Up Around The Bend
Old Man Down The Road
Fortunate Son
Good Golly Miss Molly
Proud Mary
 

Þetta verður BARA gaman Smile

 

 


Sá ljóti

 

Sá ljóti Ég sá frábært leikrit í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Það hét "Sá ljóti" eftir ungann þýskan höfund Marius von Mayenburg. Leikstjóri var Kristín Eysteinsdóttir og fjórir ungir frábærir leikar voru á sviðinu allan tímann og sum léku fleira en eitt hlutverk. Sviðsetningin var eins einföld og hægt er að hugsa sér og leikarar skiptu um hlutverk á augabragði án þess að skipta um búninga eða nokkuð.

 

Ég hef oft sagt að ég fæ oftast meira úr litlum leikritum á litlum sviðum þar sem maður er í návígi við leikara og þetta var eitt slíkt. Ég ætla ekki nánar að fara í söguþráðinn en fannst setning sem ég heyrði móðir segja ungum leikhúsgest á leiðinni út "Þetta leikrit var um það að maður á alltaf að reyna vera maður sjálfur" Snilld Smile

 

Annars langar mér til að hrósa Þjóðleikhúsinu fyrir einstaklega gott leikár. Langflestar sýningar sem ég hef séð í vetur voru afbragðssýningar og mikil fjölbreytni í verkefnavali. Það er kominn upp ansi sterkur leikhópur af ungum leikurum sem ég held að eigi eftir að setja sterkan svip á leikhúslífið næstu ár.

 

Takk fyrir mig Wizard

 


Setið við ána

seti_vi_elli_ara_1.jpgÉg settist við Elliðarána í kvöld eftir langan göngutúr í blíðunni. Það er yndislegt að sitja í náttúrunni og hugsa um lífið og tilveruna. Ég er smá sorgmæddur vegna þess að köttur elskunnar minnar dó óvænt í dag. Mér þótti líka óendanlega vænt um hann. En hann átti gott líf og dauðinn er auðvitað hluti af lífinu. Hann var yndislegur karakter og verður saknað.

 

En mér var líka í huga þakklæti og auðmýkt yfir hve yndislega kærustu ég á. Æðislega fjölskyldu og frábæra vini. Þetta eru þeir hlutir sem skipta öllu máli í tilverunni. Þetta fallega veður í dag minnir líka á hve heppin við erum að búa ekki við stríð eða örbyggð. Mér finnst oft skorta að við getum sett okkur í spor þeirra sem minna mega sín. Við megum ekki vera það sjálfhverf að gleyma náunganum.

 

Gleðilegt sumar elsku vinir Smile

 


Brian Wilson í Royal Albert Hall

Nú rætist gamall draumur í sumar. Ég var að kaupa miða á Brian Wilson í Royal Albert Hall þann 1. júlí næstkomandi. Hann er einn af þessum gömlu meisturum sem mig hefur alltaf langað til að sjá.

 

Það verður upplifun að sjá kappann í Royal Albert Hall. Það er æðislegt hús. Hann verður með 10 manna hljómsveit og lofar mjög sérstöku prógrammi þar sem hann ætlar að kafa vel í katalóginn sinn sem er náttúrlega orðinn ansi mikill. Ég læt mig dreyma um Smile og Pet Sounds Smile

 

 

 

 


Loksins ný AC/DC plata

Það er loksins búið að staðfesta orðróm um að það verði ný AC/DC plata á árinu. Samkvæmt aðdáendasíðu AC/DC er hljómsveitin í Vancouver Kanada með pródúsernum Brendan O'Brien að taka plötuna upp. Þetta eru góðar fréttir. Þá verður líklegast hljómleikaferðalag í náinni framtíð líka Smile

Síðasta plata AC/DC var Stiff upper lips árið 2000.

 

 



Rokk og roll Devil

Hallelujah!

Það rifjaðist upp hjá mér í kvöld þegar ég var að lesa leiðindarifrildi á einu bloggi lagið Hallelujah eftir Leonard Cohen. Í dag tengja flestir lagið við Jeff Buckley sem gerði ódauðlega útgáfu af laginu og síðan Shrek! En lagið kom fyrst út á plötu Cohens "Various positions" sem kom út 1984.

 

Ég gróf upp nokkrar útgáfur af laginu og hér er fyrst útgáfa með höfundinum Leonard Cohen.

 

 




Hér er svo ægifallega útgáfa Jeff Buckley.

 

 



John Cale úr Velvet Underground flytur hér sína útgáfu af laginu.

 

 



Bon Jovi hefur líka margoft flutt lagið. Hér er "Unplugged" útgáfa.

 

 



Að lokum kemur annað Hallelujah lag. Nick Cave samdi það og flutti á plötunni "No more shall we part" frá 2001. Æðislegt lag!

 

 



Amen!

50 Bestu tónleikahljómsveitir sögunnar

Hið stórskemmtilega tímarit Classic Rock er mjög duglegt að birta lista um bestu hljómsveitir. Oftast er ég mjög ósammála þeim en engu síður eru þetta yfirleitt mjög skemmtileg lesning. Nú birta þeir lista um 50 bestu tónleikahljómsveitir sögunnar. Ég er innilega ósammála röðinni á mörgum sveitum en flestar eiga samt heima á topp 50 örugglega (Nema ég skil kannski ekki af hverju Fugazi er í 30 sæti).

Ég taldi í gamni hvað ég hafði séð margar af þessum sveitum sjálfur og var mjög sáttur að komast að því að ég hef séð helminginn af þeim. En það eru nokkrar á þessum lista sem ég stefni að sjá það er á hreinu Smile

Ég dekkti í gamni þær hljómsveitir sem ég hef séð á tónleikum. 

 

50. Rory Gallager

49. Muse

48. Heart

47. Grateful Dead

46. Dio

45. Sensational Alex Harvey Band

44. Genesis

43. Alice Cooper

42. Deep Purple

41. Jeff Beck Group

 

40. Metallica

39. Mötley Crue

38. Marillion

37. Fleetwood Mac

36. Rush

35. Rainbow

34. Nirvana

33. Status Quo

32. REM

31. Paul McCartney

 

30. Fugazi

29. David Bowie

28. Ramones

27. Soundgarden

26. U2

25. Motorhead

24. Rammstein

23. Slayer

22. The Police

21. Yes

 

20. UFO

19. Thin Lizzy

18. The Clash

17. Bruce Springsteen

16. Cream

15. Rage Against The Machine

14. Radiohead

13. Guns n' Roses

12. Van Halen

11. Aerosmith

 

10. The Beatles

9. Kiss

8. Roling Stones

7. Iron Maiden

6. Queen

5. Pink Floyd

4. Jimi Hendrix

3. AC/DC

2. The Who

1. Led Zeppelin

 

Gaman væri að sjá hvaða sveitir þið hafið séð af þessum lista.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband