Frábært
24.10.2007 | 20:44
Ég sá Skid Row í höllinni í den! Það verður gaman að sjá þá aftur. Þó að Sebastian Bach sé hættur hafa þeir verið að gefa út ágætis plötur. Thickskin kom út árið 2003 og var þrælfín og svo kom plata í fyrra sem heitir "Revolutions per minute". Ekki eins góð og Thickskin fannst mér en ágæt engu að síður. Sjáumst á Nasa 1. des :-)
Skid Row kemur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
AC/DC til Íslands?
24.10.2007 | 19:15
Í síðustu færslu kommentar nýr bloggvinur, Steinn Bachman og segir frá að hann sé í viðræðum um að setja upp AC/DC tónleika á næsta ári. Ef þetta gengur eftir er stórviðburður í aðsigi. AC/DC er ein besta tónleikasveit veraldar og það er orðið langt síðan þeir voru á tónleikaferðalagi.
Ég hef séð AC/DC þrisvar á tónleikum og finnst þeir alveg frábærir. Angus Young á sviði er ólýsanlegur. Og þó þeir séu nú eitthvað farnir að eldast þá hef ég enga trú á öðru en að þeir séu enn flottir á sviði :-)
Ég bíð spenntur eftir frekari fréttum af þessu máli :-)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gullmoli
22.10.2007 | 22:22
"I am sick to death of people saying we have made 11 albums that sounds exactly the same. In fact, we've made 12 albums that sound exactly the same"
Angus Young
Tónlist | Breytt 23.10.2007 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Skemmtileg bæjarstemming
21.10.2007 | 16:54
Rosalega er að myndast skemmtileg stemming í kringum Airwaves Verður skemmtilegri með hverju árinu. Bæði með gestum sem virðist fjölga með hverju ári og Íslendingum sem átta sig alltaf með þessarri hátíð hvað vig eigum fjölbreytta og skemmtilega flóru af frábærum listamönnum. Þegar dagskráin er skoðuð kemur svo sannarlega í ljós hvað við eigum rosalega mikið af frábærum hljómsveitum og listamönnum. Þetta er að sjálfsögðu það sem útlendingar sækja í.
Ég held að alltof margir Íslendingar átta sig ekki almennilega á þessu. Fólk er dálítið upptekið af einhverskonar efnishyggju og "lífsgæðakapphlaupi" til þess að átta sig á þessum geysilega mannauði sem við eigum. Bullandi menningarlíf í leikhúsi, tónlist og geysilegt hugvit er meira virði er skyndigróði að mínu áliti. Það sem skiftir máli er að sjálfsögðu að við byggjum upp þjóðfélag sem byggir á bjartsýni og þeim krafti sem við eigum. Hlúum að þeim sem minna mega sín og notum ríkisdæmi okkar, bæði menningarlegu og veraldlegum til að byggja upp ekki rífa niður!
Annars er þetta búin að vera erfið en skemmtileg vika. Það var ljóst í byrjun viku að maður mundi ekki eiga mikinn tíma aflögu utan vinnu og Airwaves stússi. Það var líka reyndin Í dag er ég bara búinn að liggja eins og skata og er að hlusta á tónlist og horfa á Hitchcock myndir
Ég veit ekki einu sinni hvaða bók Skrudduklúbburinn valdi á síðasta fundi! Hmmm er þetta ekki bara það sama og ég var að röfla yfir í pistilum hér fyrir ofan. Maður gleymir vinum sínum og fjölskyldu í vinnubrjálæði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kíkjið á þetta!
17.10.2007 | 17:02
Ásdís Sig bloggvinkona er að biðja um stuðning. Lesið endilega pistil hennar hér og kíkið á undirskrifarlistann hér
Ég er innilega sammála henni í þessum málum. Hve mikið á að níðast á öldruðum og öryrkjum. Ég kannast við þessi mál hjá foreldrum mínum sem eru alltaf að lenda í einhverjum skerðingum hjá TR.
Það er kominn tími á þjóðarátak í þessum málum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Góð Lundúnarferð
15.10.2007 | 20:49
Ég er nýkominn heim eftir skemmtilega ferð til London
Ég tók ekki með mér tölvu né leitaði neina uppi. Ákvað að kúpla mér frá öllu og njóta ferðarinnar. Nei nei! Þá náttúrlega verður allt vitlaust heima og komin ný borgarstjórn! Hmmm maður má greinilega ekki skjóta sér aðeins frá!
Ég er búinn að vera flakka um á netinu í kvöld og skoða gamlar fréttir og blogg og verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvað gerðist! Það á örugglega ýmislegt eftir að koma í ljós næstu daga og líklegt að Bingi þurfi nú eitthvað að svara fyrir sig líka. Villi greinilega kominn í marga hringi og ljóst að lygavefurinn í kringum þetta mál er orðinn ansi flókinn!
En hvað um það! London var æði eins og alltaf. Ég hef komið svo oft þangað að maður þurfti ekki að eyða miklum tíma í að leita neitt uppi. Gamli fararstjórinn kom líka uppí mér og ég var í raun með allt tilbúið fyrir ferðina, alla miða og svoleiðis þannig maður gat bara slakað á á milli atburða.
Rush tónleikarnir voru frábærir. Ég átti von á góðu en þeir voru betri eins og ég sagði í viðtali við Óla Palla á Rás 2 daginn eftir tónleikana. Hann hringdi í mig til London þar sem ég var staddur á Regent Street og tók smá viðtal í beinni, Rush spiluðu í rúma 3 tíma með einu hléi og það sem kom mér mest á óvart var lagavalið sem var mjög skemmtilegt. Fullt af lögum sem maður átti ekki von á að heyra. Hitt var svo "showið". 3 risaskjáir fyrir ofan sviðið, ótrúlegt lasershow, eldvörpur og hljómgæðin voru hreint ótrúleg. Ég fullyrði að aldrei hef ég heyrt jafngott trommusánd á tónleikum! Ég fór heim á hótel þreyttur og sáttur eftir mikla tónleikaupplifum. Það var líka gaman að láta gamlann draum rætast með að sjá Rush á sviði og þó þeir væru alltaf að gera grín að aldri sínum á tónleikunum var ekki hægt að sjá nein þreytumerki á þeim! Takk fyrir að fagna með okkur útkomu zilljónustu plötu okkar sagði Geddy Lee
Dream Theater tónleikarnir voru líka góðir. Náðu ekki jafnmiklum hæðum og Rush enda eiga þeir ekki jafnmikið af góðum lögum finnst mér. En þetta eru frábærir tónlistarmenn og það var alger unum að sjá og heyra þá spila. Ég var sérstaklega ánægður hvað þeir fluttu mikið af nýju plötunni sem mér finnst sú besta hingað til hjá þeim. En þeir eru svosem engir nýgræðingar. Búnir að starfa í meir en 20 ár Hljómsveitin Symphony X hitaði upp fyrir þá en nutu sín engan veginn vegna slæmra hljómgæða. En ágætis sveit greinilega. Nýja platan þeirra hljómar vel.
Ég blogga svo betur um ferðina á morgun enda nóg um að tala
p.s.
Heiða það var búið að klukka mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Wembley og fleira skemmtilegt!
8.10.2007 | 16:30
Nú er ekki nema rúmur sólarhringur þar til ég stekk í vél til Lundúnaborgar Ætla eiga þar fimm daga í góðum félagsskap. Byrja á að sjá tónleika með hljómsveitinni Rush á Wembley. Þar rætist mjög gamall draumur að sjá þessa frábæru sveit. Þeir gáfu út þrælfína plötu á árinu og eiga mikið af góðum lögum eftir 30 ára feril
Svo ætla ég að skella mér í leikhús, meir að segja tvisvar Fyrst kíki ég á söngleik eftir Monty Python sem heitir "Spamalot" og er gerð að mestu eftir kvikmyndinni "Holy Grail" og síðan á sakamálaleikrit sem heitir "The 39 steps". Meistari Hitchcock gerði kvikmynd eftir þessari sögu fyrir löngu síðan.
Svo verður farið á tónleika með hljómsveitinni Dream Theater. Þeir voru að gefa út sína bestu plötu á árinu að mínu mati. Hljómsveitin Symphony X hitar upp. Verð að viðurkenna að ég þekki þá sveit lítið en er kominn með nýja plötu með þeim sem fær að rúlla í i-poddinum á leiðinni út
Svo verður náttúrlega slappað af og maður er aldrei í neinum vandræðum að njóta London!
Hamingja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Athyglisverðar plötur í október
2.10.2007 | 22:02
Hér eru nokkrar athyglisverðar plötur sem koma út í þessum mánuði.
1. október
Bruce Springsteen & E Street Band - Magic
Annie Lennox - Songs Of Mass Destuction
Nightwish - Dark Passion Play
Babyshambles - Shotter's Nation
Band Of Horses - Cease to Begin
John Fogerty - Revival
Robert Wyatt - Comicopera
J.J. Cale - Rewind
Pet Shop Boys - Disco 4
Beirut - The Flying Club Cup
Stereophonics - Pull the Pin
R.E.M. - Live
Underworld - Oblivion With Bells
Roisin Murphy - Overpowered
Orchestra Baobab - Made In Dakar
Matchbox Twenty - Exile On Mainstream
The Hives - The Black & White Album
22 október
Neil Young - Chrome Dreams II
Ray Davies - Working Mans Cafi
29. október
Robert Plant & Alison Krauss - Raising Sand
Eagles - Long Road Out Of Eden
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Ekki bara Bond
30.9.2007 | 14:08
Þó að Louis Maxwell verði vissulega helst minnst fyrir Miss Moneypenny í Bond myndunum lék hún í nokkrum fínum myndum sem vert er að nefna.
Þar fer fremst í flokki að mínu áliti "The Haunting" frá 1963 sem að mínu áliti er ein besta hrollvekja allra tíma ásamt "The Exorcist". Einnig man ég eftir henni í ágætri Agatha Christie mynd sem hét "Endless night". Einnig lék hún í mynd Stanley Kubrick "Lolita".
En í hugum allra verður hún alltaf Miss Moneypenny og á sess í kvikmyndasögunni þar :-)
Moneypenny" látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heima er best
27.9.2007 | 23:08
Ég fór á setningu kvikmyndahátíðar í kvöld. Eftir nokkrar misskemmtilegar ræður var frumsýnd heimildarmynd um tónleikaferð Sigur Rósar um landið í fyrra. Myndin hetir "Heima" og var alveg frábær!
Þessi mynd er mjög vel heppnuð. Hún lýsir tónleikaferðinni mjög vel en hún verður einhvernveginn ekki aðalatriðið. Landið verður í forgrunni og ég hef aldrei séð jafnfallega mynd um Ísland. Hún er þjóðleg án þess að vera þjóðremba. Maður er bæði glaður og sorgmæddur að horfa á landið. Glaður yfir náttúrufegurðinni og fólkinu. Það vað æðislegt að sjá fólk á öllum aldri á tónleikum og við leik og störf. Sorgmæddur yfir því hve margar byggðir eru að deyja og margar sem eru lagðar í auðn. Einnig yfir náttúruspjöllum vegna stóriðju. Myndin sýndi allar þessar hliðar án þjóðrembu og ég held við sjáum varla betri landskynningu. Myndin er á ensku og alveg víst að þessi mynd á eftir að auka hróður Íslands enn meir á erlendri grund.
Ég hvet alla til að sjá þessa mynd. Skapandi fólk í fallegu landi. Frábær tónlist, góð hljómgæði,
Til hamingju Sigur Rós og takk fyrir mig :-)
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)