Færsluflokkur: Bloggar
Töskur fyrir Stígamót
3.12.2008 | 17:29
Mig langar til að birta smá orðsendingu frá Stígamótum. Þær góðu konur eru í fjáröflun þessa dagana og eins og von er fara þær frumlegar og skemmtilegar leiðir í því :-)
Heil og sæl!
Nú ætla kvenskörungarnir á Stígamótum að fara af stað með fjáröflun og leitum við til ykkar til eftir aðstoð.
Okkur vantar ný og varlega notuð veski og töskur gefins sem við munum selja hér á Stígamótum 13. desember til styrktar rekstursins. Heldri veski munum við bjóða á uppboði, þannig að ef þið eigið veski og töskur sem hafa setið inn í skáp árum og jafnvel áratugum saman þá er þetta tilvalið tækifæri til að finna handa þeim annað heimili og bjartari framtíð.
Þann 13. desember munum við svo opna húsið og vera með veglega veskja og töskusölu og bjóða upp á kaffi og meðlæti. Auglýst nánar síðar.
Tekið er á móti töskum og veskjum daglega í hádeginu á Stígamótum til heimilis að Hverfisgötu 115 (við hliðina á Lögreglustöðinni). Þetta er tilvalið fyrir hópa og vinnustaði til að taka saman höndum og safna veskjum og töskum saman og hreinsa út fyrir Jólin! Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á stigamot@stigamot.is eða í síma 562-6868
Vonadi geta sem flestir lagt lið við að styrkja þeirra góða starf :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áfram bílstjórar
1.4.2008 | 16:12
Ég styð heilshugar mótmæli atvinnubílstjóra. Mér finnst fyndin pirringurinn í fólki sem tefst í smá tíma og segja að þessar hækkanir séu náttúrulögmál og fólk eigi bara að þegja og haga sér. Þvert á móti þurfa Íslendingar að fara mun oftar á afturfæturnar þegar þeim finnst sér ofboðið. Þetta á bæði við óeðlilegar verðhækkanir (Lækkun virðisaukans gott dæmi) samráð, fákeppni, væga dóma í kynferðismálum og ofbeldismálum o.fr. Ráðamenn eru allt of vanir því að þessi mótmæli fara fram á kaffistofum landsins og treystir á skammtímaminni okkar. Mótmæli atvinnubílstjóra hafa orðið til þess að opna eyrum á fólki og hefur vakið athygli á málaflokknum. Einmitt það sem mótmæli eiga að gera.
Hér eru nokkur lög tileinkuð bílstjórum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Dylan Morðingjar og fleira skemmtilegt
29.3.2008 | 15:55
Það er búið að vera mikið að gera undanfarið og ekki mikill bloggandi yfir undirrituðum Fullt skemmtilegt að gerast. Átti yndislega páskahelgi með fjölskyldunni og náði að kúpla mig algerlega út úr hinu daglega amstri. Átti góðan tíma á Eyrarbakka þar sem ég kem allt of sjaldan.
Er búinn að kaupa miða á Dylan. Þó ég sé ekki ánægður með staðsetninguna er ekki hægt að sleppa tónleikum með meistaranum.
Er kominn með frábæra plötu með Morðingjunum sem mig hlakkar til að heyra hvernig venst.
Fæ mér miða á Fogerty eftir helgi. Tími ekki 10.900 í stúku þannig ég læt gólfið nægja þar. Ég var að skoða lagalista hjá kallinum sem hann flytur í þessari tónleikaferð og fékk í magann hve mörg frábær lög eru á tónleikaskránni. Sleppi Clapton að sinni. Hann er að spila í London á sama tíma og ég er úti í sumar. The Police reyndar líka þannig að ég næ alveg fullt af "gömlum" tónlistarmönnum í sumar
Mér finnst stundum skondið þegar er verið að gera grín af "gömlum" tónlistarmönnum. Það er góðir og lélegir tónlistarmenn á öllum aldri. Ef að fólk líkar ekki tónlistin skiptir litlu máli hvort listamenn séu ungir eða gamlir
Það er svo ferming um helgina og næsta helgi er bæði skruddufundur og afmæli hjá elskunni minni.
Lífið er gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fiðrildaganga í kvöld
5.3.2008 | 11:41
Í kvöld ætla ég að taka þátt í Fiðrildagöngu UNIFEM og fylgjast með dagskrá á Austurvelli. Þessi samtök eru með átak í gangi þessa vikuna gegn ofbeldi gagnvart konum. Gengið verður frá húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll kl 20.
Hér má sjá nánar um verkefni samtakanna.
Dagskrá á Austurvelli
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi ávarpar göngufólk
Ellen Kristjáns og co taka lagið
Thelma Ásdísardóttir les ljóð
Kynnar verða BAS stelpurnar
Dagskrá lýkur um kl 21:15
Kyndlaberar
1. Thelma Ásdísardóttir. Starfskona Stígamóta2. Amal Tamimi. Fræðslufulltrúi Alþjóðahúss
3. Tatjana Latinovic. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
4. Gísli Hrafn Atlason. Ráðskona Karlahóps Femínistafélags Íslands
5. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Umhverfisráðherra
6. Sigþrúður Guðmundsdóttir. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
7. Dagur B. Eggertsson. Læknir og borgarfulltrúi
8. Hrefna Hugósdóttir. Formaður ungliðadeildar Hjúkrunarfræðinga
9. Þórunn Lárusdóttir. Leikkona
10. Kristín Ólafsdóttir. Framleiðandi og verndari UNIFEM á Íslandi
11. Svafa Grönfeld. Rektor HR
12. Lay low. Söngkona
Samtökin eru með símasöfnun í gangi og hér eru upplýsingar um hana.
Vonandi mæta sem flestir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð Akureyrar ferð
25.2.2008 | 13:06
Ég fór norður á Akureyri um helgina og var sú verð frábær eins og við mátti búast. Ég kann mjög vel við Akureyri og á marga góða vini þar. Það er fátt skemmtilegra en að hitta fólk og skrafa um tónlist og margt fleira. Náði að skella mér í sund tvisvar og tók rúntinn um bæjinn að venju.
Laugardagskvöld var svo fundur hjá Rokk klúbbnum Reiðmönnum og hann fór vel fram að venju. Að vísu var ég að misskilja boðskortið því ég hélt við ætluðum að velja besta 80's lagið en málið var að við áttum að velja 10 lög og spila síðan þrjú um kvöldið til að fá sem breiðustu línuna á 80's rokk tímabilið. Enda voru spiluð yfir 30 lög um kvöldið og það var mjög fjölbreytt og skemmtileg flóra. Ég spilaði lögin "Gonna get close to you" með Queensryche, "Balls to the wall" með Accept og "Don't talk to strangers" með Dio. Besta 80's lagið valdi ég svo "Number of the beast" með Iron Maiden. Mér finnst það lag summa ansi vel upp þungarokks senuna uppúr 1980
Skellti mér á Baðstofuna eftir Hugleik á föstudagskvöld og fannst það langsísta verk hans hingað til.
Svo er fullt að gerast í fjölskyldunni. Systir mín eignaðist lítinn strák aðfaranótt sunnudags Konan mín fer til New York í dag í viku m.a. á kvennaþing og þær ætla að mála Manhattan bleika Verður mikið stuð án efa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ekki Ecco
17.2.2008 | 18:10
Ég og spúsa mín fórum í kringluna á föstudag í verslunarleiðangur. Við ákváðum að kaupa okkur bæði skó og fórum í Ecco búðina þar sem við bæði kaupum oftast skó frá þeim. Þar fengum við ótrúlega lélega þjónustu. Konan spurði unga stúlku hvort hún ætti skó í fleiri litum. "Ef þeir eru ekki í hillunum eru þeir ekki til" svaraði stúlkan önuglega. Mín varð bylt við og spurði hvort þeir gætu kannski verið væntanlegir. "Nei ég er verslunarstjóri hér og ég panta inn þannig að ég ætti að vita það" sagði stúlkan og sneri uppá sig. Við litum á hvort annað með og hugsuðum bæði það sama. Hér verslum við ekki! Það má taka það fram að það var enginn pirringur eða dónaskapur hjá okkur. Við bara spurðum um hvort ákveðin vara væri til.
Við fórum svo í skóverslun við hliðina Skór.is og fengum þar liðlega og ljúfa þjónustu og keyptum okkur bæði skó.
Ég furða mig oft á því að verslanir sem selja sérhæfða vandaða vöru líkt og Ecco skuli ekki sjá hag í því að vera með gott starfsfólk. Það er engin afsökun fyrir starfsfólk að vera með pirring og dónaskap. Við hjúin höfum bæði verið verslunarstjórar í verslunum og þekkjum þetta inn og út og þessi stúlka ætti að hugsa sinn feril betur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Góð kvöldstund á Rás 2
15.2.2008 | 09:50
Ég var gestur hjá Arnari Eggert á Rás 2 í gærkveldi. Það var eins og við mátti búast skemmtilegt spjall og ég fékk að spila nokkur lög sem hafa verið í uppáhaldi hjá mér. Hér eru lögin.
Judas Priest-Freewheel Burning
Dio-Stand up and shout
Accept-Balls to the wall
Iron Maiden-Powerslave
Manowar-All men play on 10
AC/DC-Rock and roll ain't noise pollution
Motorhead-Orgasmatron
Whitesnake-Guilty of love
Slayer-Angel of death
Hægt er að hlusta á þáttinn hér
rock og roll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Góð afmælisveisla
12.2.2008 | 16:50
Ég fór til keflavíkur um helgina í afmæli hjá Bjössa Páls vini mínum og Lufsufélaga. Lufsurnar eru rokk klúbbur sem ég er meðlimur í og er staðsettur í keflavík.
Dagskráin var hin glæsilegasta hjá Bjössa. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki hvað fyrsta hljómsveitin hét en þar á eftir komu Deep Jimi & The Zep Cream með prógramm af frumsömdu efni. Næst steig KK á svið og var frábær að venju. Síðan enduðu Deep Jimi kvöldið með hörku ball prógrammi. Það voru að sjálfsögðu Deep Purple, Led Zeppelin, Jimi Hendrix og Cream lög Það var djammað fram eftir nóttu og ég hef ekki dansað svona mikið mjög lengi
Takk Bjössi fyrir æðislegt kvöld!
p.s. Tónlistarspilarinn hér til hliðar er loks farinn að virka hjá mér og ég verð duglegur að uppfæra hann hér með
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ammæli
7.2.2008 | 21:04
Var að fá í hendur nýja Mars Volta diskinn í dag og hún hljómar mjög vel við fyrstu hlustun. Þeir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
Útgáfa þeirra af Birthday eftir Sykurmolana er æðisleg. Hér er linkur til að hlusta. :-) Það mætti halda að þetta væri Björk að syngja
Hér er svo myndband við lagið Goliath af nýju plötunni: Æðislegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gleðilegt ár...
31.12.2007 | 14:01
.....kæru bloggvinir. Takk fyrir æðislega skemmtilegt bloggár og sjáumst hress eftir áramót.
Í kvöld fylgist maður væntanlega með árinu fjúka burt í góðra vina hópi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)