Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kreppublogg

Það hefur að sjálfsögðu ekki verið mikil stemming að blogga undanfarið. Skiljanlega. Við erum að upplifa tíma sem eiga sér enga hliðstæðu. Maður tekur hvern dag eins og hann kemur án þess að hafa hugmynd hvað næsti dagur geymir. Á þessum tíma þakkar maður líka fyrir þá hluti sem maður á. Fjölskylda og vinir koma þar fyrst. Það er ég ríkur og engin kreppa tekur það í burtu. Það hefur verið mikið æðruleysi hjá mér og mínum undanfarið og samstaða og kærleikur ráðið ríkjum. Mágur Thelmu minnar lenti í alvarlegu bílslysi í gær og hugur okkar hefur legið með honum og hans fjölskyldu. Það virðist sem betur fer ætla að fara á besta veg miðað við aðstæður þó það sé frekar snemmt að segja 100%. Ég hef trú á að hann nái sér enda ótrúlega harður af sér.

Tónlist og góðar bækur er líka ómetanlegir hlutir að snúa sér að á þessum tímum. Enn meira en vanalega. Ég er líka haldinn þeirri vissu og trú á manneskjuna að hún komi síðar sterkari úr hremmingum. Það er eðli mannskepnunar að aðlaga sig aðstæðum. Það sem ég vona svo innilega að úr þessum hremmingum komi sterkara og mannúðlegra samfélag. Það hefur skort á það á síðustum tímum og græðgisvæðingin hefur verið ansi sterk að mínu áliti.


Áfram bílstjórar

Ég styð heilshugar mótmæli atvinnubílstjóra. Mér finnst fyndin pirringurinn í fólki sem tefst í smá tíma og segja að þessar hækkanir séu náttúrulögmál og fólk eigi bara að þegja og haga sér. Þvert á móti þurfa Íslendingar að fara mun oftar á afturfæturnar þegar þeim finnst sér ofboðið. Þetta á bæði við óeðlilegar verðhækkanir (Lækkun virðisaukans gott dæmi) samráð, fákeppni, væga dóma í kynferðismálum og ofbeldismálum o.fr. Ráðamenn eru allt of vanir því að þessi mótmæli fara fram á kaffistofum landsins og treystir á skammtímaminni okkar. Mótmæli atvinnubílstjóra hafa orðið til þess að opna eyrum á fólki og hefur vakið athygli á málaflokknum. Einmitt það sem mótmæli eiga að gera.

 

Hér eru nokkur lög tileinkuð bílstjórum Smile

 

 

 

 


Eftirlitsmenn í Strætó!

Ég er oft að spá í hvort Strætó bs geti ekki gert neitt rétt. Það virðist allt sem þeir gera klúðrast. Eitt rétta skrefið var tekið í haust þegar ákveðið var að gefa framhaldsskólanemum frítt í strætó. Gott mál og mætti gera það sama fyrir eldri borgara og öryrkja. Ég er endilega ekki fylgjandi persónulega að það sé frítt í strætó. Ég vil frekar borga og fá góða þjónustu og gott leiðarkerfi. En Strætó tekst alltaf að fá á sig neikvæða mynd. Lélegt leiðarkerfi og hundfúlir bílstjórar og handónýt heimasíða eru nokkur atriði. Nú hefur enn eitt bætt við. EFTIRLITSMENN Í STRÆTÓ!

 

Ok mér finnst mjög gott mál að strætó ráði menn til að fylgjast með þjónustu og leiti við að þjónusta farþega. En það sem ég var vitni af í morgun var hreint fáráðlegt. Maður kom inní vagninn og kallaði valdsmannlega. Allir upp með strætókortin! Ég tók upp græna kortið mitt og skildi ekki alveg tilganginn þar sem ég hafði stuttu áður sýnt vagnstjóranum það þegar ég gékk inní vagninn. Það var útlensk kona sem skildi ekki alveg hvað maðurinn var að spyrja um og hann spurði hana "Where are you from". Bíddu fyrirgefðu; Hvað kemur starfsmönnum Strætó við hvaðan fólk kemur? Þetta er dónaskapur!

 

En ég áttaði mig svo á að aðaltilgangurinn hjá þessum manni var að athuga hvort skólafólk væri að misnota kortin sín því þeir sem voru með slík kort voru krafin um persónuskilríki!  Það er semsagt orðið málið hjá Strætó að ráða menn til að athuga hvort skólafólkið sé að misnota kortin sín! Hvað ætli þetta kosti bæði í launakostnaði og fækkun á farþegum sem eru ekki til í að lenda í dónaskapi þessara eftirlitsmanna? Það er ekki nóg með að þurfa bíða í lon og don eftir vagni, lenda svo í úrillum bílstjórum heldur er líka verið að trufla þig í miðri ferð að skoða kortið þitt? Hvað með fólk sem borgar með miðum eða peningum. Þurfa þau að útskýra það fyrir þessum mönnum? 

 

Enn og aftur er verið að líta á strætófarþega sem annars flokks fólk. Krakka, gamalmenni eða fátæklinga sem hafa ekki annann kost. Og þessir örfáu sem vilja ferðast með strætó af umhverfis og hagkvæmisátæðum fækka og fækka. Ég lýsi fullri ábyrð á stjórnendum borgarinnar. Það er skylda ykkar að bjóða uppá gott samgöngukerfi sem ALLIR GETA NOTAÐ!!!!!!!!!!!

 

Skammist ykkar!

 


525 dagar

Þangað til við losnum við versta forseta allra tíma.

 

 




Neil Young vill losna við hann fyrr. <


Fáar konur á þingi

Það hefur ekki batnað mikið kynjaskiftingin á þingi.

 

Skoðum Skiftinguna

Framsókn 7 þingmenn 5 karlar 2 konur

Sjálfstæðisflokkur 25 þingmenn 17 karlar 8 konur

Frjálslyndir 4 þingmenn 4 karlar 0 konur

Samfylking 18 þingmenn 12 karlar 6 konur

Vinstri Græn 9 þingmenn 5 karlar 4 konur

 

Þetta gera 43 karlar og 20 konur  

 

Samt einni konu fleiri en á síðasta kjörtímabili skilst mér.

 

 

 


mbl.is 24 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konono í kvöld :-)

Það verður örugglega frábær stemming í Hafnarhúsinu í kvöld þar sem hljómsveitin Konono n 1 frá Kongó er að spila. Þetta er akkúrat rétta stemmingin finnst mér. Fyrsti alvöru sumarstemmingsdagurinn í bænum í dag. Það var æðislegt að labba í sólinni það stutta sem maður náði í dag. Það var brjálað í vinnunni þannig maður náði ekki alveg að njóta dagsins. Vonandi verður svona veður á morgun. Þá fer maður snemma að kjósa og síðan í bæjinn Smile 

 

Ég ætla að sofa á því í nótt hvort ég kjósi VG eða Samfó. Það verður annað hvort. Ég er farinn að hallast örlítið meira að Samfó síðustu daga en kemur í ljós á morgun Smile

 

Það verður allavega afríkönsk stemming hjá undirrituðum í kvöld Wizard

 

 


Spakmæli dagsins

Spakmæli dagsins eru úr Njálssögu og er tileinkað öllum stjórnmálamönnum landsins.

 

Úr Njálssögu:
Segið aldrei meira en þið getið staðið við.

 

LoLLoLLoL

 

Gangi öllum vel á lokasprettinum. Við fáum að gefa okkar dóm á laugardaginn Wink

 

 


Þjóðarauðurinn okkar

Jakobinarina 2Hér er enn eitt dæmið um hvað við Íslendingar erum ríkir á hugviti og hvar þjóðarauður okkar liggur. Af hverju gengur stjórnvöldum svo illa að skilja hve mikilvægur listageirinn er og hve mikil verðmæti liggja í listsköpun og útflutningi á tónlist og fleiri listgreinum? Það er búið að plægja akurinn. Björk, Sigur Rós. Nú berast fréttir af velgengni Garðar Cortes sem dæmi.

 

Á sama tíma berast fréttir að Geir Haarde hafi hafnað boði um að styrkja stórtónleika væntanlega vegna hræðslu um að boðskapurinn vekji athygli á umhverfisvernd Íslendinga sem ekki er til fyrirmyndar þessa dagana. 

 

Fyrirtæki eru farin að fatta þetta og styrkja orðið listgreinar mun meir. En einhverstaðar í stjórnkerfinu er þvílík tregða og gamaldags hugsunargangur ríkjandi. Vaknið og verið velkomin á 21 öldina takk fyrir!

 

Ég óska Jakobínurínu til hamingju með samninginn og er ekki í neinum vafa að þeim eigi eftir að ganga vel á sínu sviði hér heima sem erlendis. Þeir hafa kraftinn og frumleikannn sem þarf til sköpunar.

 

Smile Smile Smile


mbl.is Jakobínarína semur við EMI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn við öll :-)

Í dag er frídagur kenndur við verkalýðinn sem að sjálfsögðu er dagur okkar allra. Það er þá siður að mæta í kröfugöngu og krefjast betri lífskjara. En staðreyndin er samt sú að flestir nota daginn í faðmi fjölskyldu og vina :-) Það er þó aðeins að aukast aftur áhuginn fyrir kröfugöngum. Fyrir örfáum árum þóttu þær ekki "inni" fannst mér.Gæti það verið að ójöfnuður sé að aukast? Kannski?

Mér finnst samt andrúmsloftið í þjóðfélaginu vera á þann veg að flestir vilja aukinn jöfnuð og meiri félagslega þjónustu en eru hræddir við að missa spón úr sínum aski. Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir við að segja að allt fari til fjandans ef vinstri menn komast að og vinstri menn segja að ójöfnuðurinn eigi eftir að aukast ef stjórnin heldur. Ég hef aðeins verið að spá í landslagið miðað við skoðannakannanir (Sem eru allt of margar og ólíkar "by the way") Mér finnst einhvernveginn allt í járnum. Stjórnin gæti haldið en þá væntanlega með litlum meirihluta og varla vænlegt að fara í stjórn með vængbrotnum Framsóknarflokki ef svo fer sem skoðannakannanir sýna. Enda á Framsókn að fara í frí þeirra sjálfs vegna. Reyna að byggja upp flokkinn á ný.

Stjórnarandstaðan gæti náð naumum meirihluta en vegna ótrúlega framkomu Frjálslyndra í málum innflytjenda og fleiri málum gæti það orðið veik stjórn. Steingrímur J gengur út frá því að Frjálslyndir eru ásamt Samfylkingu fyrsti kostur á nýrri stjórn. Ég sem félagshyggjumaður get ekki sætt mig við það. Frjálslyndir hafa komið fram sem hægri öfgaflokkur með þjóðernisrembu og útlendingahatri (þó þeir reyni að telja okkur trú um annað) í forgrunni. Þessi ótrúlega "umhyggja" fyrir útlendingum er ekki trúverðug og hefur fyrir mér gert Frjálslynda óstjórnhæfa. Ég á erfitt með að kjósa VG ef það yrði til að Frjálslyndir kæmust í stjórn.

Ég þekki marga góða sem ætla samt að kjósa Frjálslynda og virði það að sjálfsögðu en fyrir mér eru þeir algerlega úti. Framsókn er úti að sjálfsögðu. Hjarta mitt segjir að ég get ekki kosið Sjálfstæðisflokk. Ég segji eins og Egill Harðar bloggvinur minn, maður gæti alveg eins farið að hlusta á FM, gerast hnakki og haldið með KR :-)

Þá er það spurning með VG Samfó og Íslandshreyfinguna. Ég á marga vini í framboði hjá VG og gæti komist í klípu ef ég kýs þá ekki :-) En það er margt sem hræðir mig frá þeim. Mér finnst kraftur í yngri frambjóðendum flokksins og mér finnst styrkur þeirra liggja þar. Ég hef oftast kosið Samfó en hef fundist þeir ekki nógu markvissir í sínum stefnumálum. Það er aðeins að lagast núna á síðustu metrum. En sjálfsumgleði þeirra á undan hruni þeirra í skoðannakönnunum fór ægilega í mig ásamt þeirri óþolandi áráttu að vera hvorki með eða á móti í mörgum mikilvægum málum. Íslandhreyfingin sýnist mér vera andvæna fædd og virðist ekki ætla að ná flugi.

Ég hef sterkann grun um að eftir kosningar fari Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn með annaðhvort Samfó eða VG. Aðrir möguleikar verði einfaldlega of veikir fyrir meirihlutastjórn. Næsta kjörtímabil verður ábyggilega erfitt fyrir hvaða stjórn sem er. Það verður niðursveifla. Þá er mjög mikilvægt að félagslegir þættir verði bættir og það verði ekki reynt að "redda" málum með enn meiri stóriðju. Þess vegna finnst mér að félagshyggjuöflin þurfa að hafa áhrif á næsta kjörtímabili. Það er bara einhvernveginn svo flókin staða á öllu núna finnst mér.

En jæja :-) ætlaði nú ekki að fara svona djúpt í stjórnmálapælingar :-) Eigið öll góðann dag. Ég ætla í bæjinn í dag og fylgjast með mannlífinu :-)


Almennings samgöngur ekki í forgangi borgarinnar

Ég hélt satt að segja að ný borgaryfirvöld ætluðu að reyna fá fólk til að minnka notkun einkabílsins og reyna að fá fólk til að ferðast meira með strætó. Hugmyndir um að skólafólk fengi ókeypis í strætó komu fram og ég var að vona að næsta skref væri að reyna bæta lélegt strætókerfi og gera ferðalög með strætó meira aðlaðandi. En nei nei, nú á að skerða þjónustuna enn meira og síðan kannski í haust auka aftur tíðni á "vinsælustu leiðunum". Af hverju gengur borgin ekki bara alla leið og hættir að reka almennings samgöngur fyrst þeir treysta sér ekki til þess? Af hverju er Reykjavík eina stórborgin í heiminum sem á ekki alvöru almennings samgöngur?

Of dýrt segja sjálfstæðismenn. Hversu dýrt er það fyrir borgina að bílaumferð eykst enn meir? Er virkilega enginn sem hægt er að ráða til að reyna finna leiðir til að laga þetta. Eða er kannski enginn áhugi fyrir hendi. Ég er farinn að hallast að því!

Tóm strætóskýli verða alveg jafn tóm þó borgin gefi þeim öllum nöfn.


mbl.is Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.