Færsluflokkur: Tónlist

Styttist í Nostradamus

 

Nostradamus

 

Í næstu viku kemur loks út ný plata með Judas Priest sem ég hef beðið spenntur eftir. Það verður tvöfaldur geisladiskur sem kemur út í venjulegri og Deluxe útgáfu. Einnig kemur út þrefaldur vynil pakki. Þessi plata er búin að vera lengi í vinnslu hjá Priest og búast má við skrítinni plötu en Priest eru einmitt frægir fyrir að koma á óvart og gætu gert það núna. Ég hef ekki heyrt neitt af þessari plötu en á hreinu að hún verður límd við spilarann.

 

 Rokk og roll Devil


Whitesnake í Höllinni

Skellti mér á Whitesnake í gær að sjálfsögðu. Þetta er sjötta sinn sem ég sé Coverdale á sviði með hina og þessa útgáfuna af Whitesnake.

 

Mér fannst þessi útgáfa af Whitesnake mjög fín. Sérstaklega gítarleikarinn Doug Aldrich sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.

 

En Coverdale sjálfur var ekki í sínu besta formi í gær. Röddin frekar slöpp og ekki hjálpaði slæmur hljómburður, sérstaklega í byrjum sem var reyndar skelfilegt. Fystu tvö lögin voru eiginlega ónýt út af hljómburðinum. Coverdale þarf greinilega hjálp með effektum og þá þarf hljómburðurinn að vera í lagi. 

 

Coverdale er góður frontmaður. Talaði mikið til áhorfenda og var hress. Gerði grín af aldrinum og talaði mikið um hvað væri mikið af yngri áhorfendum.  

 

Engu að síður skemmti ég mér vel á tónleikunum. Þeir fluttu slatta af nýjum lögum og klassíkin var til staðar. Uppklappið var sérstaklega gott. Og að heyra Burn var meiriháttar.

 

Alltaf gaman af góðu rokk og róli Devil

 

 


Whitesnake og Vírusar

Mér leist nú ekkert á blikuna í gær. Ég fékk einhvern vírus um helgina og steinlá í rúminu í gær. Ég bað rokkguðinn að vera góður við mig því það kom EKKI TIL GREINA að missa af Whitesnake tónleikunum. Hann virðist hafa hlustað því þó ég sé ekki í toppstandi kemst ég allavega í kvöld. Eins gott líka því ég var búinn að lofa að sjá um plötusöluna í kvöld. Er með nóg af fólki þannig ég missi ekki af neinu af konsertinum.

 

Mætti í vinnu í morgun að sinna nokkrum aðkallandi málum og ligg núna eins og skata heima fram að tónleikum. Rosalega held ég að verði gaman. Coverdale er með toppband með sér núna. Ég sá þessa útgáfu á DVD fyrir stuttu og hún rokkar!

 

Sjáumst í kvöld Wizard

 

 

 

 


Engin leið að hætta

Það hefur verið fullt að gerast undanfarið. Var að selja á tvennum tónleikum með Super Mama Djombo síðustu helgi og það voru þrælskemmtilegir tónleikar.

 

Síðan hefur verið óvenju mikið verið að gera í vinnunni undanfarið. Við ætluðum að loka plötubúðinni okkar en erum hættir við það sem betur fer. Við verðum áfram á laugaveginum næstu vikuna allavega og flytjum svo í nýtt húsnæði fljótlega. Ég tók líka við búðinni og ætla að gera hana að enn betri búð. Byrjaði að vinna í búðinni í vikunni og verð að viðurkenna að mér finnst það æðislega skemmtilegt. Það er orðið langt síðan ég hef unnið í verslun og sannarlega kominn tími til að gera það aftur. Held samt áfram að vinna á skrifstofunni. Tek það fyrir hádegi og búðina eftir hádegi. Það er líka auðvelt að sameina þetta tvennt. 

 

Svo er að setja sig í stellingar fyrir Whitesnake tónleikana í næstu viku. Hlakka ekkert smá til!

 

 



Rokk og roll Devil


Dylan í höllinni

 Ég fór á tónleika með Bob Dylan í gærkveldi og sjaldan hef ég heyrt jafnmargar og ólíkar skoðanir á tónleikum Smile Sumir eins og Ingvar bloggvinur hundfúlir aðrir nokkuð sáttir og síðan aðrir alveg í skýjunum.

 

Þetta eru þriðju tónleikar sem ég sé með Dylan og þeir næstbestu. Ég er mjög ánægður með tónleikana. Stemmingin í Dylan var svipuð og á síðustu plötu "Modern times". Svona Folk blues stemming. Lágstemmd en seiðandi. Bob Dylan er einn sá furðulegasti tónlistarmaður sem maður sér á tónleikum. Hann segir aldrei orð til áhorfenda. Held að það hafi verið met í gær þegar hann sagði "Thank you friends" og kynnti hljómsveitina. Það þýðir líklegast að hann hafi verið ánægður með stemminguna sem var fín. Mikil virðing og gott klapp jafnvel á þeim lögum sem fæðstir þekktu.

Lagavalið var skrýtið en gott. Það voru færri þekkt lög en ég átti von á og útsetningin á sumum þeim lögum var langt í frá upprunalegu útgáfunum. "Ballad of a thin man" "Workinman blues # 2" og skrýtin útgáfa af "Blowing in the wind" var hápunkturinn fyrir mig.   

 

Margir hafa kvartað yfir nýju Laugardalshöllinni. Kannski var ég svona heppinn. Ég sá mjög vel en það er rétt, sviðið þarf að vera hærri. En hljómburðurinn var mjög góður og mun betri en í Egilshöll fannst mér.  

 

Semsagt! Skrýtin en góð upplifun á meistara var mín upplifun á Bob Dylan tónleikum í gærkveldi og ég hefði ekki viljað missa af þessum atburði Smile

 

Hér eru lögin sem hann flutti. 

 

1.Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
2.Don't Think Twice, It's All Right
3.The Levee's Gonna Break
4.Tryin' To Get To Heaven
5.Rollin' And Tumblin'
6.Nettie Moore
7.I'll Be Your Baby Tonight
8.Honest With Me
9.Workingman's Blues #2
10.Highway 61 Revisited
11.Spirit On The Water
12.It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
13. When The Deal Goes Down
14.Summer Days
15.Ballad Of A Thin Man
  
 (uppklapp)
16. Thunder On The Mountain
17. Blowin' In The Wind

 


Dylan í kvöld

Þá er næsti meistari á svið í kvöld. Bob Dylan er vissulega misjafn á tónleikum en það er alltaf viðburður að sjá kallinn Smile

Síðasti lagalisti sem ég fann flutti hann á tónleikum þann 24 mai síðastliðinn. Hann ætti að gefa mynd af þeim lögum sem líklegt er að Dylan flytji í kvöld.

Dylan stígur víst á svið stundvíslega kl 20 í kvöld sem er góður tími.

 


1.Watching The River Flow
2.Lay, Lady, Lay
3.The Levee's Gonna Break
4.Shelter From The Storm
5.Rollin' And Tumblin'
6.Visions Of Johanna
7.Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
8.Ballad Of Hollis Brown
9.Highway 61 Revisited
10.Workingman's Blues #2
11.It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
12.Spirit On The Water
13. High Water (For Charlie Patton)
14.Summer Days
15.Masters Of War
  
 (uppklapp)
16. Thunder On The Mountain
17. Blowin' In The Wind

 

Hlakka til Wizard

 


Flottur Fogerty

 

John Fogerty

Fór á frábæra tónleika með John Fogerty í gærkveldi og skemmti mér þrælvel. Kallinn á haug af góðum lögum á lager og þau komu komu á færibandi í þá rúma tvo tíma sem hann spilaði. Hljómsveitin var þrælgóð og skemmtilegt að horfa á fimm gítaleikara spila fingrum fram á sviðinu Smile

 

Ég fór að hugsa um það eftirá að líklegast er þessi hljómsveit betur spilandi en Creedence voru á sínum tíma. Þær hljómleikaupptökur sem ég hef heyrt með CCR hljóma ekki svona vel. Auðvitað er tæknin og hljómgæðin betri í dag. Útsetningarnar voru fínar. Sum lögin virkuðu hraðari en á plötum en samspilið milli gítarleikara var stórfínt.

 

Fogerty var í fínu formi. Líklegast í einu besta formi síðari ára. Hann viðurkennir það fúslega að konan hans hafi bjargað honum úr þunglyndi og óreglu sem hefur örugglega haft áhrif hve gloppóttur ferill Fogerty hefur verið í gegnum tíðina.  Hann virðist vera sáttari við fortíðina og eins og hann sagði sjálfur er hann stoltur og ánægður yfir öllum þessum frábæru lögum sem hann getur spilað á tónleikum í dag.

 

Flest lögin voru Creedence lög en einnig flutti hann nokkur lög af eldri plötum eins og "Old man down the road",  Blue Ridge Mountain Blues og uppáhaldið mitt "Rockin all over the world" Smile

 Fogerty talaði mikið til áhorfenda og skipti næstum því alltaf á gítar milli laga.

 

Þetta var BARA gaman Wizard

 

 

 


John Fogerty

Ég ætla að skella mér á tónleika með John Fogerty næsta miðvikudagskvöld. Ég hef hlustað mikið á Creedence í gegnum tíðina en verð að viðurkenna að ég fékk smá leið á þeim á tímabili þegar það mátti ekki koma út kvikmynd á þess að Creedence lag væri í henni Smile

 Ég hef alltaf keypt Fogerty sólóplöturnar og hef gaman af þeim. Ég hugsaði mig um reyndar tvisvar þegar tónleikarnir voru auglýstir en auðvitað fer maður á tónleika með John Fogerty! Hann er snilldar lagasmiður og stórmerkilegur í tónlistarsögunni.

Það gerði svo útslagið þegar ég skoðaði lagalistann sem Fogerty flytur á tónleikum. Þessi listi hér fyrir neðan flutti hann á tónleikum fyrir 10 dögum.

 

Born On The Bayou
Bad Moon Rising
Green River
Creedence Song
Who'll Stop The Rain
Lookin' Out My Backdoor
Lodi
Rambunctious Boy
Ramble Tamble
Midnight Special
Cotton Fields
My Toot Toot
Don't You Wish It Was True
Bootleg
Broken Down Cowboy
Keep On Chooglin'
Have You Ever Seen the rain
Blue Ridge Mountain Blues
Down On The Corner
Up Around The Bend
Old Man Down The Road
Fortunate Son
Good Golly Miss Molly
Proud Mary
 

Þetta verður BARA gaman Smile

 

 


Brian Wilson í Royal Albert Hall

Nú rætist gamall draumur í sumar. Ég var að kaupa miða á Brian Wilson í Royal Albert Hall þann 1. júlí næstkomandi. Hann er einn af þessum gömlu meisturum sem mig hefur alltaf langað til að sjá.

 

Það verður upplifun að sjá kappann í Royal Albert Hall. Það er æðislegt hús. Hann verður með 10 manna hljómsveit og lofar mjög sérstöku prógrammi þar sem hann ætlar að kafa vel í katalóginn sinn sem er náttúrlega orðinn ansi mikill. Ég læt mig dreyma um Smile og Pet Sounds Smile

 

 

 

 


Loksins ný AC/DC plata

Það er loksins búið að staðfesta orðróm um að það verði ný AC/DC plata á árinu. Samkvæmt aðdáendasíðu AC/DC er hljómsveitin í Vancouver Kanada með pródúsernum Brendan O'Brien að taka plötuna upp. Þetta eru góðar fréttir. Þá verður líklegast hljómleikaferðalag í náinni framtíð líka Smile

Síðasta plata AC/DC var Stiff upper lips árið 2000.

 

 



Rokk og roll Devil

« Fyrri síða | Næsta síða »