Færsluflokkur: Lífstíll

Töskur fyrir Stígamót

Mig langar til að birta smá orðsendingu frá Stígamótum. Þær góðu konur eru í fjáröflun þessa dagana og eins og von er fara þær frumlegar og skemmtilegar leiðir í því :-)

Heil og sæl!

Nú ætla kvenskörungarnir á Stígamótum að fara af stað með fjáröflun og leitum við til ykkar til eftir aðstoð.

Okkur vantar ný og varlega notuð veski og töskur gefins sem við munum selja hér á Stígamótum 13. desember til styrktar rekstursins. Heldri veski munum við bjóða á uppboði, þannig að ef þið eigið veski og töskur sem hafa setið inn í skáp árum og jafnvel áratugum saman þá er þetta tilvalið tækifæri til að finna handa þeim annað heimili og bjartari framtíð.

Þann 13. desember munum við svo opna húsið og vera með veglega veskja og töskusölu og bjóða upp á kaffi og meðlæti. Auglýst nánar síðar.

Tekið er á móti töskum og veskjum daglega í hádeginu á Stígamótum til heimilis að Hverfisgötu 115 (við hliðina á Lögreglustöðinni). Þetta er tilvalið fyrir hópa og vinnustaði til að taka saman höndum og safna veskjum og töskum saman og hreinsa út fyrir Jólin! Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á stigamot@stigamot.is eða í síma 562-6868

Vonadi geta sem flestir lagt lið við að styrkja þeirra góða starf :-)


Kreppublogg

Það hefur að sjálfsögðu ekki verið mikil stemming að blogga undanfarið. Skiljanlega. Við erum að upplifa tíma sem eiga sér enga hliðstæðu. Maður tekur hvern dag eins og hann kemur án þess að hafa hugmynd hvað næsti dagur geymir. Á þessum tíma þakkar maður líka fyrir þá hluti sem maður á. Fjölskylda og vinir koma þar fyrst. Það er ég ríkur og engin kreppa tekur það í burtu. Það hefur verið mikið æðruleysi hjá mér og mínum undanfarið og samstaða og kærleikur ráðið ríkjum. Mágur Thelmu minnar lenti í alvarlegu bílslysi í gær og hugur okkar hefur legið með honum og hans fjölskyldu. Það virðist sem betur fer ætla að fara á besta veg miðað við aðstæður þó það sé frekar snemmt að segja 100%. Ég hef trú á að hann nái sér enda ótrúlega harður af sér.

Tónlist og góðar bækur er líka ómetanlegir hlutir að snúa sér að á þessum tímum. Enn meira en vanalega. Ég er líka haldinn þeirri vissu og trú á manneskjuna að hún komi síðar sterkari úr hremmingum. Það er eðli mannskepnunar að aðlaga sig aðstæðum. Það sem ég vona svo innilega að úr þessum hremmingum komi sterkara og mannúðlegra samfélag. Það hefur skort á það á síðustum tímum og græðgisvæðingin hefur verið ansi sterk að mínu áliti.


Draggkeppni

Ég fór í gærkveldi með Thelmu minni á Draggkeppni í Íslensku Óperunni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á þessa keppni og ég skemmti mér alveg þrælvel. Sonur Thelmu tók þátt í einu atriðinu og ég var að sjálfsögðu ekki hlutlaus hvað keppnina varðar. "Okkar atriði" vann ekki en það skipti ekki máli hvað skemmtunina varðar. Áhuginn, keppnisskapið og metnaðurinn skein í gegn hjá öllum keppendum og gríðarleg vinna lagt í atriðin sem flest heppnuðust mjög vel. Haffi Haff var kynnir og frábær eins og við mátti búast. Skemmtilegast þótti mér að sjá hann í Motorhead bol. Greinilega smekksmaður á ferð.

 

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af keppninni.

 

img_0157.jpgimg_0182.jpg

 

                                                                img_0138.jpg                                                                                       img_0141.jpg


Járnfrúin í London

Iron MaidenÉg keypti miða á tónleika með Iron Maiden í London í morgun Smile Það var forsala fyrir aðdáendaklúbbinn og ég náði miðum á besta stað í höllinni. Þetta verða risatónleikar. Þeir eru haldnir í Twinkingham höllnni í London og hún tekur hátt í 50 þúsund manns held ég.

 

Þeir kalla túrinn "Somewhere back in time" og er framhald af túrnum sem þeir spiluðu á hér heima. Þar fluttu þeir lög af fyrstu fjórum plötum sínum. Hér taka þeir næstu fjórar. Það eru þá væntanlega "Powerslave", "Somewhere in time", "Seventh son of a seventh son" og "No prayer for the dying". Mér finnst líklegt að þeir bæti "Fear of the dark" við því eftir þá plötu hætti Bruce Dickinson í sveitinni og tók við þá nýtt tímabil hjá Maiden.  En það kemur í ljós. Ég er allavega búinn að tryggja góða miða Smile

 

Tónleikarnir eru 5 júlí á næsta ári þannig að það er nægur tími til að hita upp Devil

 

 


Góð kvöldstund á Wembley

Ég skaust til London um helgina og fór á Wembley Arena á laugardagskvöld.

 

Iced earthÞar steig fyrst á svið hljómsveitin Iced Earth og spilaði hálftíma prógramm. Ég þekki ekki mjög vel plötur Iced Earth. Lögin voru svona "týpísk" þungarokkslög. Ekkert sérstakt en alveg ok. Skemmtilegasta fyrir mig var að sjá á sviði söngvarann Ripper Owens sem söng með Judas Priest í nokkur ár eftir að Rob Halford hætti og myndin Rock Star var byggð á lífshlaupi hans minnir mig.

 

 

 

 

Lamb of godNæsta hljómsveit á svið var Lamb of God og hún algerlega heillaði mig. Ég átti reyndar von á þeim góðum því þeir hafa gert hreint frábærar plötur. En á tónleikum eru þeir æðislegir. Spiluðu í 40 mínútur og að sjá svona góða hljómsveit sem upphitunarhljómsveit er mjög óvenjulegt. En eins og þeir sögðu sjálfir á tónleikunum, þá væru þeir ekki til ef ekki hefði verið Black Sabbath! Æðisleg upplifun!

 

 

 

 Black Sabbath

Næst á svið var aðalnúmerið. Black Sabbath með Ronnie James Dio í fararbroddi! Þeir fluttu eingöngu lög af þeim plötum sem Dio söng inná ásamt einu nýju lagi. Það er óhætt að segja að þeir kunna sitt fag þessir karlar. Tony Iommy átti við smá sándvandamál að stríða þar sem ég sat en það gæti verið slæmt á því svæði sem ég var á því ég var svo nálægt sviðinu öðrum megin. En á móti kom að ég sá mjög vel á sviðið. Geezer var frábær eins og alltaf, Vinnie Appice góður á trommunum en stjarna kvöldsins var Ronnie James Dio! Kallin er einfaldlega besti rokksöngvarinn sem er starfandi í dag. Hann er betri en Robert Plant og Ian Gillan sem dæmi. Tæknin í Dio er einfaldlega svo rosalega góð. Hann hefur ótrúlegt vald á röddinni og enn jafn kraftmikill og hann var þó hann sé kominn yfir sextugt. Ég fékk öll mín uppáhaldslög með þeim og fór sæll heim Smile

 

 


Eftirlitsmenn í Strætó!

Ég er oft að spá í hvort Strætó bs geti ekki gert neitt rétt. Það virðist allt sem þeir gera klúðrast. Eitt rétta skrefið var tekið í haust þegar ákveðið var að gefa framhaldsskólanemum frítt í strætó. Gott mál og mætti gera það sama fyrir eldri borgara og öryrkja. Ég er endilega ekki fylgjandi persónulega að það sé frítt í strætó. Ég vil frekar borga og fá góða þjónustu og gott leiðarkerfi. En Strætó tekst alltaf að fá á sig neikvæða mynd. Lélegt leiðarkerfi og hundfúlir bílstjórar og handónýt heimasíða eru nokkur atriði. Nú hefur enn eitt bætt við. EFTIRLITSMENN Í STRÆTÓ!

 

Ok mér finnst mjög gott mál að strætó ráði menn til að fylgjast með þjónustu og leiti við að þjónusta farþega. En það sem ég var vitni af í morgun var hreint fáráðlegt. Maður kom inní vagninn og kallaði valdsmannlega. Allir upp með strætókortin! Ég tók upp græna kortið mitt og skildi ekki alveg tilganginn þar sem ég hafði stuttu áður sýnt vagnstjóranum það þegar ég gékk inní vagninn. Það var útlensk kona sem skildi ekki alveg hvað maðurinn var að spyrja um og hann spurði hana "Where are you from". Bíddu fyrirgefðu; Hvað kemur starfsmönnum Strætó við hvaðan fólk kemur? Þetta er dónaskapur!

 

En ég áttaði mig svo á að aðaltilgangurinn hjá þessum manni var að athuga hvort skólafólk væri að misnota kortin sín því þeir sem voru með slík kort voru krafin um persónuskilríki!  Það er semsagt orðið málið hjá Strætó að ráða menn til að athuga hvort skólafólkið sé að misnota kortin sín! Hvað ætli þetta kosti bæði í launakostnaði og fækkun á farþegum sem eru ekki til í að lenda í dónaskapi þessara eftirlitsmanna? Það er ekki nóg með að þurfa bíða í lon og don eftir vagni, lenda svo í úrillum bílstjórum heldur er líka verið að trufla þig í miðri ferð að skoða kortið þitt? Hvað með fólk sem borgar með miðum eða peningum. Þurfa þau að útskýra það fyrir þessum mönnum? 

 

Enn og aftur er verið að líta á strætófarþega sem annars flokks fólk. Krakka, gamalmenni eða fátæklinga sem hafa ekki annann kost. Og þessir örfáu sem vilja ferðast með strætó af umhverfis og hagkvæmisátæðum fækka og fækka. Ég lýsi fullri ábyrð á stjórnendum borgarinnar. Það er skylda ykkar að bjóða uppá gott samgöngukerfi sem ALLIR GETA NOTAÐ!!!!!!!!!!!

 

Skammist ykkar!

 


Skemmtileg bæjarstemming

Rosalega er að myndast skemmtileg stemming í kringum Airwaves Smile Verður skemmtilegri með hverju árinu. Bæði með gestum sem virðist fjölga með hverju ári og Íslendingum sem átta sig alltaf með þessarri hátíð hvað vig eigum fjölbreytta og skemmtilega flóru af frábærum listamönnum. Þegar dagskráin er skoðuð kemur svo sannarlega í ljós hvað við eigum rosalega mikið af frábærum hljómsveitum og listamönnum. Þetta er að sjálfsögðu það sem útlendingar sækja í.

 

Ég held að alltof margir Íslendingar átta sig ekki almennilega á þessu. Fólk er dálítið upptekið af einhverskonar efnishyggju og "lífsgæðakapphlaupi" til þess að átta sig á þessum geysilega mannauði sem við eigum. Bullandi menningarlíf í leikhúsi, tónlist og geysilegt hugvit er meira virði er skyndigróði að mínu áliti. Það sem skiftir máli er að sjálfsögðu að við byggjum upp þjóðfélag sem byggir á bjartsýni og þeim krafti sem við eigum. Hlúum að þeim sem minna mega sín og notum ríkisdæmi okkar, bæði menningarlegu og veraldlegum til að byggja upp ekki rífa niður! 

 

Annars er þetta búin að vera erfið en skemmtileg vika. Það var ljóst í byrjun viku að maður mundi ekki eiga mikinn tíma aflögu utan vinnu og Airwaves stússi. Það var líka reyndin Smile Í dag er ég bara búinn að liggja eins og skata og er að hlusta á tónlist og horfa á Hitchcock myndir LoL

 

Ég veit ekki einu sinni hvaða bók Skrudduklúbburinn valdi á síðasta fundi! Hmmm er þetta ekki bara það sama og ég var að röfla yfir í pistilum hér fyrir ofan. Maður gleymir vinum sínum og fjölskyldu í vinnubrjálæði LoL

 

 


Tónleikadónar

Ég skemmti mér svo vel á Jethro Tull tónleikunum í gær að ég var ekki að láta nokkra hluti pirra mig. En núna eftir á finnst mér vert að geta hvað sumt fólk getur verið ótillitsamt og hreinlega dónalegt á svona samkomum.

Fyrst fyrir utan háskólabíó þá keyrðum við að bílastæði sem var að losna. Þetta var eina lausa stæðið í þessari röð. Ætluðum svo að bakka í stæðið eftir að við hleyptum bíl framhjá sem var að fara. Erum byrjuð að bakka þegar jeppi treður sér framhjá og í stæðið! Maður hefur lesið um að erlendis hafa menn verið lamdir eða verra í umferðinni fyrir svona dónaskap og ég skil það mjög vel. En ég var í svo góðu skapi að ég lét nægja að vorkenna svona mönnum sem vita ekki hvað kurteisi og tilitssemi er. Þetta kemur einhverntímann í hausinn á þeim því ég trúi að menn uppskeri sem þeir sái.

Svo á tónleikunum sjálfum. Fyrir utan þann ótrúlega ósið að mæta of seint á sitjandi tónleika og troða sér í sætin eftir að hljómsveitin er byrjuð, þá er alveg óskiljanlegt að á 3 bekk sat maður fyrir miðju og þurfti að troða sér framhjá öllum í miðju lagi til að fara fram til að ná sér í vínglas! Þetta voru rúmlega tveggja tíma tónleikar með hléi! Kommon ef menn geta ekki setið á sér í klukkutíma án þess að bæta í glasið sitt þá eiga menn að sitja heima!

Takk aftur Performer og Tull fyrir æðislega tónleika :-)


Gay Pride

Í dag fer ég í bæjinn og fylgist með gleðigöngunni eins og alltaf. Ég man ekki eftir að hafa misst af neinni göngu frá upphafi. Gay pride er orðinn ómissandi hlutur bæjarlífsins finnst mér eins og menningarnótt og þorláksmessa og Iceland Airwaves og fleiri ómissandi viðburðir. Að sjálfsögðu styð ég baráttu samkynhneigðra heils hugar. Það að fólki sé mismunað vegna kynhneigðar, trúarbragða, litarhátts eða kynferðis er mér algerlega óskiljanlegt og okkur mannkyninu til skammar.

 

Þó ég teljist sjálfur vera Gagnkynhneigður hefur samkynhneigð alltaf verið hluti af mínu lífi því svo margir sem eru mér náin eru samkynhneigðir. Kannski ekkert skrýtið þar sem mér líður alltaf best með frjóu og opnu fólki. Samkynhneigð er reyndar það eðlilegur hluti af mínu lífi að sjaldnast tek ég eftir því hvort fólk sé samkynhneigt eða ekki. Enda hvaða máli skiftir það? Þegar Freddie Mercury dó og það varð opinbert að hann væri gay þá sá maður það að sjálfsögðu eins með Rob Halford o.fl sem hafa opinberað samkynhneigð en þetta er einhvernveginn ekkert sem maður spáir í dags daglega. Sennilega út af því að mér finnst ekkert óeðlilegt við það :-)

 

Til hamingju með daginn og hlakka til að taka þátt í gleðinni í dag. Af tilefni dagsins set ég hér með nokkur lög sem hafa einhverja Gay tengingu

 

 

 

Spamalot

SpamalotÉg er að fara til London í október að sjá Rush og Dream Theater. Ég hef bloggað um það nokkrum sinnum enda mikið spenntur. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér undanfarið hvaða leikrit ég ætti að sjá í London því það er ófrávíkjanegur siður hjá mér að fara alltaf í leikhús í London. Það er orðið allt of langt síðan ég fór síðast þannig það var mikið úr að velja. Ég áhvað að lokum að skella mig á Monty Python's Spamalot. Það er örugglega þrælskemmtilegt stykki LoL

 

Ég læt það nú vera að draga ferðafélaga mína með. Fólk sem ég þekki hefur ekki jafn gaman að leikhúsferðum eins og ég. Ég er reyndar í óopinberum leikhúsferðaklúbbi hér heima en er sennilega langduglegastur af hópnum að fara í leikhús.

 

Ég man samt eftir að í einni hópferð sem ég var fararstjóri á rokktónleika í Englandi, þá dró ég slatta af hópnum að sjá "Cats" og fannst flestum það mjög gaman. Það var samt fyndið að sjá hóp af síðhærðum þungarokkurum á Cats og við vöktum þó nokkra athygli Grin

 P.S.

Í minningu Lee Hazlewood sem var að deyja setti ég nokkur lög hér til hliðar í dálkinn lag dagsins. Ég á allar plötur sem eru fáanlegar með kallinum og fannst hann æðislegur. Mæli sérstaklega með "These Boots Are Made for Walkin': Complete MGM Recordings" "Cowboy in Sweden" og góðri safnplötu með Lee og Nancy Sinatra. 

H.I.F.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband