Færsluflokkur: Ferðalög

Dylan Morðingjar og fleira skemmtilegt

Það er búið að vera mikið að gera undanfarið og ekki mikill bloggandi yfir undirrituðum Smile Fullt skemmtilegt að gerast. Átti yndislega páskahelgi með fjölskyldunni og náði að kúpla mig algerlega út úr hinu daglega amstri. Átti góðan tíma á Eyrarbakka þar sem ég kem allt of sjaldan.

Er búinn að kaupa miða á Dylan. Þó ég sé ekki ánægður með staðsetninguna er ekki hægt að sleppa tónleikum með meistaranum.

Er kominn með frábæra plötu með Morðingjunum sem mig hlakkar til að heyra hvernig venst.

Fæ mér miða á Fogerty eftir helgi. Tími ekki 10.900 í stúku þannig ég læt gólfið nægja þar. Ég var að skoða lagalista hjá kallinum sem hann flytur í þessari tónleikaferð og fékk í magann hve mörg frábær lög eru á tónleikaskránni. Sleppi Clapton að sinni. Hann er að spila í London á sama tíma og ég er úti í sumar. The Police reyndar líka þannig að ég næ alveg fullt af "gömlum" tónlistarmönnum í sumar Smile

Mér finnst stundum skondið þegar er verið að gera grín af "gömlum" tónlistarmönnum. Það er góðir og lélegir tónlistarmenn á öllum aldri. Ef að fólk líkar ekki tónlistin skiptir litlu máli hvort listamenn séu ungir eða gamlir Wink

 Það er svo ferming um helgina og næsta helgi er bæði skruddufundur og afmæli hjá elskunni minni. 

 

Lífið er gott Smile

 


Góð Akureyrar ferð

Ég fór norður á Akureyri um helgina og var sú verð frábær eins og við mátti búast. Ég kann mjög vel við Akureyri og á marga góða vini þar.  Það er fátt skemmtilegra en að hitta fólk og skrafa um tónlist og margt fleira. Náði að skella mér í sund tvisvar og tók rúntinn um bæjinn að venju.

 

Laugardagskvöld var svo fundur hjá Rokk klúbbnum Reiðmönnum og hann fór vel fram að venju. Að vísu var ég að misskilja boðskortið því ég hélt við ætluðum að velja besta 80's lagið en málið var að við áttum að velja 10 lög og spila síðan þrjú um kvöldið til að fá sem breiðustu línuna á 80's rokk tímabilið. Enda voru spiluð yfir 30 lög um kvöldið og það var mjög fjölbreytt og skemmtileg flóra. Ég spilaði lögin "Gonna get close to you" með Queensryche, "Balls to the wall" með Accept og "Don't talk to strangers" með Dio. Besta 80's lagið valdi ég svo "Number of the beast" með Iron Maiden. Mér finnst það lag summa ansi vel upp þungarokks senuna uppúr 1980 Devil

 

Skellti mér á Baðstofuna eftir Hugleik á föstudagskvöld og fannst það langsísta verk hans hingað til.

 

Svo er fullt að gerast í fjölskyldunni. Systir mín eignaðist lítinn strák aðfaranótt sunnudags Smile  Konan mín fer til New York í dag í viku m.a. á kvennaþing og þær ætla að mála Manhattan bleika Smile Verður mikið stuð án efa LoL

 

 


Járnfrúin í London

Iron MaidenÉg keypti miða á tónleika með Iron Maiden í London í morgun Smile Það var forsala fyrir aðdáendaklúbbinn og ég náði miðum á besta stað í höllinni. Þetta verða risatónleikar. Þeir eru haldnir í Twinkingham höllnni í London og hún tekur hátt í 50 þúsund manns held ég.

 

Þeir kalla túrinn "Somewhere back in time" og er framhald af túrnum sem þeir spiluðu á hér heima. Þar fluttu þeir lög af fyrstu fjórum plötum sínum. Hér taka þeir næstu fjórar. Það eru þá væntanlega "Powerslave", "Somewhere in time", "Seventh son of a seventh son" og "No prayer for the dying". Mér finnst líklegt að þeir bæti "Fear of the dark" við því eftir þá plötu hætti Bruce Dickinson í sveitinni og tók við þá nýtt tímabil hjá Maiden.  En það kemur í ljós. Ég er allavega búinn að tryggja góða miða Smile

 

Tónleikarnir eru 5 júlí á næsta ári þannig að það er nægur tími til að hita upp Devil

 

 


Góð kvöldstund á Wembley

Ég skaust til London um helgina og fór á Wembley Arena á laugardagskvöld.

 

Iced earthÞar steig fyrst á svið hljómsveitin Iced Earth og spilaði hálftíma prógramm. Ég þekki ekki mjög vel plötur Iced Earth. Lögin voru svona "týpísk" þungarokkslög. Ekkert sérstakt en alveg ok. Skemmtilegasta fyrir mig var að sjá á sviði söngvarann Ripper Owens sem söng með Judas Priest í nokkur ár eftir að Rob Halford hætti og myndin Rock Star var byggð á lífshlaupi hans minnir mig.

 

 

 

 

Lamb of godNæsta hljómsveit á svið var Lamb of God og hún algerlega heillaði mig. Ég átti reyndar von á þeim góðum því þeir hafa gert hreint frábærar plötur. En á tónleikum eru þeir æðislegir. Spiluðu í 40 mínútur og að sjá svona góða hljómsveit sem upphitunarhljómsveit er mjög óvenjulegt. En eins og þeir sögðu sjálfir á tónleikunum, þá væru þeir ekki til ef ekki hefði verið Black Sabbath! Æðisleg upplifun!

 

 

 

 Black Sabbath

Næst á svið var aðalnúmerið. Black Sabbath með Ronnie James Dio í fararbroddi! Þeir fluttu eingöngu lög af þeim plötum sem Dio söng inná ásamt einu nýju lagi. Það er óhætt að segja að þeir kunna sitt fag þessir karlar. Tony Iommy átti við smá sándvandamál að stríða þar sem ég sat en það gæti verið slæmt á því svæði sem ég var á því ég var svo nálægt sviðinu öðrum megin. En á móti kom að ég sá mjög vel á sviðið. Geezer var frábær eins og alltaf, Vinnie Appice góður á trommunum en stjarna kvöldsins var Ronnie James Dio! Kallin er einfaldlega besti rokksöngvarinn sem er starfandi í dag. Hann er betri en Robert Plant og Ian Gillan sem dæmi. Tæknin í Dio er einfaldlega svo rosalega góð. Hann hefur ótrúlegt vald á röddinni og enn jafn kraftmikill og hann var þó hann sé kominn yfir sextugt. Ég fékk öll mín uppáhaldslög með þeim og fór sæll heim Smile

 

 


London

Er á leiðinni til London eftir nokkrar klukkustundir. Hlakka til að sjálfsögðu. Flýg með Iceland Express að þessu sinni og kem aftur á sunnudag.

Það verður smá viðtal við mig í 24 stundum á morgun um ferðina. Skemmtilegt viðtal fannst mér.

Fer annað kvöld í leikhús. Ætla að sjá Glengarry Glen Ross eftir David Mamet. Jonathan Pryce leikur aðalhlutverkið og á ég von á góðri kvöldstund þar. Sá myndina með Al Pacino á sínum tíma og fannst hún fín.

Svo er það Black Sabbath, Lamb of God og Iced Earth á laugardag!

Annars er lítið að frétta. Brjálað að gera og það verður gott að komast út í afslöppun og rokk og roll :-)


Eftirlitsmenn í Strætó!

Ég er oft að spá í hvort Strætó bs geti ekki gert neitt rétt. Það virðist allt sem þeir gera klúðrast. Eitt rétta skrefið var tekið í haust þegar ákveðið var að gefa framhaldsskólanemum frítt í strætó. Gott mál og mætti gera það sama fyrir eldri borgara og öryrkja. Ég er endilega ekki fylgjandi persónulega að það sé frítt í strætó. Ég vil frekar borga og fá góða þjónustu og gott leiðarkerfi. En Strætó tekst alltaf að fá á sig neikvæða mynd. Lélegt leiðarkerfi og hundfúlir bílstjórar og handónýt heimasíða eru nokkur atriði. Nú hefur enn eitt bætt við. EFTIRLITSMENN Í STRÆTÓ!

 

Ok mér finnst mjög gott mál að strætó ráði menn til að fylgjast með þjónustu og leiti við að þjónusta farþega. En það sem ég var vitni af í morgun var hreint fáráðlegt. Maður kom inní vagninn og kallaði valdsmannlega. Allir upp með strætókortin! Ég tók upp græna kortið mitt og skildi ekki alveg tilganginn þar sem ég hafði stuttu áður sýnt vagnstjóranum það þegar ég gékk inní vagninn. Það var útlensk kona sem skildi ekki alveg hvað maðurinn var að spyrja um og hann spurði hana "Where are you from". Bíddu fyrirgefðu; Hvað kemur starfsmönnum Strætó við hvaðan fólk kemur? Þetta er dónaskapur!

 

En ég áttaði mig svo á að aðaltilgangurinn hjá þessum manni var að athuga hvort skólafólk væri að misnota kortin sín því þeir sem voru með slík kort voru krafin um persónuskilríki!  Það er semsagt orðið málið hjá Strætó að ráða menn til að athuga hvort skólafólkið sé að misnota kortin sín! Hvað ætli þetta kosti bæði í launakostnaði og fækkun á farþegum sem eru ekki til í að lenda í dónaskapi þessara eftirlitsmanna? Það er ekki nóg með að þurfa bíða í lon og don eftir vagni, lenda svo í úrillum bílstjórum heldur er líka verið að trufla þig í miðri ferð að skoða kortið þitt? Hvað með fólk sem borgar með miðum eða peningum. Þurfa þau að útskýra það fyrir þessum mönnum? 

 

Enn og aftur er verið að líta á strætófarþega sem annars flokks fólk. Krakka, gamalmenni eða fátæklinga sem hafa ekki annann kost. Og þessir örfáu sem vilja ferðast með strætó af umhverfis og hagkvæmisátæðum fækka og fækka. Ég lýsi fullri ábyrð á stjórnendum borgarinnar. Það er skylda ykkar að bjóða uppá gott samgöngukerfi sem ALLIR GETA NOTAÐ!!!!!!!!!!!

 

Skammist ykkar!

 


Góð Lundúnarferð

Ég er nýkominn heim eftir skemmtilega ferð til London Smile

 

Ég tók ekki með mér tölvu né leitaði neina uppi. Ákvað að kúpla mér frá öllu og njóta ferðarinnar. Nei nei! Þá náttúrlega verður allt vitlaust heima og komin ný borgarstjórn! Hmmm maður má greinilega ekki skjóta sér aðeins frá!

 

Ég er búinn að vera flakka um á netinu í kvöld og skoða gamlar fréttir og blogg og verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvað gerðist! Það á örugglega ýmislegt eftir að koma í ljós næstu daga og líklegt að Bingi þurfi nú eitthvað að svara fyrir sig líka. Villi greinilega kominn í marga hringi og ljóst að lygavefurinn í kringum þetta mál er orðinn ansi flókinn!

 

En hvað um það! London var æði eins og alltaf. Ég hef komið svo oft þangað að  maður þurfti ekki að eyða miklum tíma í að leita neitt uppi. Gamli fararstjórinn kom líka uppí mér og ég var í raun með allt tilbúið fyrir ferðina, alla miða og svoleiðis þannig maður gat bara slakað á á milli atburða.

 

Rush tónleikarnir voru frábærir. Ég átti von á góðu en þeir voru betri eins og ég sagði í viðtali við Óla Palla á Rás 2 daginn eftir tónleikana. Hann hringdi í mig til London þar sem ég var staddur á Regent Street og tók smá viðtal í beinni, Rush spiluðu í rúma 3 tíma með einu hléi og það sem kom mér mest á óvart var lagavalið sem var mjög skemmtilegt. Fullt af lögum sem maður átti ekki von á að heyra. Hitt var svo "showið". 3 risaskjáir fyrir ofan sviðið, ótrúlegt lasershow, eldvörpur og hljómgæðin voru hreint ótrúleg. Ég fullyrði að aldrei hef ég heyrt jafngott trommusánd á tónleikum! Ég fór heim á hótel þreyttur og sáttur eftir mikla tónleikaupplifum. Það var líka gaman að láta gamlann draum rætast með að sjá Rush á sviði og þó þeir væru alltaf að gera grín að aldri sínum á tónleikunum var ekki hægt að sjá nein þreytumerki á þeim! Takk fyrir að fagna með okkur útkomu zilljónustu plötu okkar sagði Geddy Lee LoL

Dream Theater tónleikarnir voru líka góðir. Náðu ekki jafnmiklum hæðum og Rush enda eiga þeir ekki jafnmikið af góðum lögum finnst mér. En þetta eru frábærir tónlistarmenn og það var alger unum að sjá og heyra þá spila. Ég var sérstaklega ánægður hvað þeir fluttu mikið af nýju plötunni sem mér finnst sú besta hingað til hjá þeim. En þeir eru svosem engir nýgræðingar. Búnir að starfa í meir en 20 ár Wink Hljómsveitin Symphony X hitaði upp fyrir þá en nutu sín engan veginn vegna slæmra hljómgæða. En ágætis sveit greinilega. Nýja platan þeirra hljómar vel.

 

Ég blogga svo betur um ferðina á morgun enda nóg um að tala Smile

 

p.s.

Heiða það var búið að klukka mig!  


Wembley og fleira skemmtilegt!

Nú er ekki nema rúmur sólarhringur þar til ég stekk í vél til Lundúnaborgar Smile Ætla eiga þar fimm daga í góðum félagsskap. Byrja á að sjá tónleika með hljómsveitinni Rush á Wembley. Þar rætist mjög gamall draumur að sjá þessa frábæru sveit. Þeir gáfu út þrælfína plötu á árinu og eiga mikið af góðum lögum eftir 30 ára feril Smile

 

Svo ætla ég að skella mér í leikhús, meir að segja tvisvar Smile Fyrst kíki ég á söngleik eftir Monty Python sem heitir "Spamalot" og er gerð að mestu eftir kvikmyndinni "Holy Grail" og síðan á sakamálaleikrit sem heitir "The 39 steps". Meistari Hitchcock gerði kvikmynd eftir þessari sögu fyrir löngu síðan.

 

Svo verður farið á tónleika með hljómsveitinni Dream Theater. Þeir voru að gefa út sína bestu plötu á árinu að mínu mati. Hljómsveitin Symphony X hitar upp. Verð að viðurkenna að ég þekki þá sveit lítið en er kominn með nýja plötu með þeim sem fær að rúlla í i-poddinum á leiðinni út Smile

Svo verður náttúrlega slappað af og maður er aldrei í neinum vandræðum að njóta London! 

 

Hamingja Wizard

 


Í umferðinni

 

Þessa sögu fékk ég í pósti frá vinnufélaga mínum í morgun. Fannst hún svo frábær að ég verð að birta hana Smile

 

Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar
og þar var kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með
andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var
bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein og samt hélt hún áfram að
mála sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna
sem ég hélt á í vinstri hendinni. Í panikkinu við að afstýra árekstri við
konuhelvítið og ná stjórn á bílnum, sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á
milli fótanna. Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn
Langa og tvíburana tvo. Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna
úr munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan og ég missti af
mikilvægu símtali! Hvað er að þessum helv. kellingum?

 


Spamalot

SpamalotÉg er að fara til London í október að sjá Rush og Dream Theater. Ég hef bloggað um það nokkrum sinnum enda mikið spenntur. Ég hef mikið verið að velta fyrir mér undanfarið hvaða leikrit ég ætti að sjá í London því það er ófrávíkjanegur siður hjá mér að fara alltaf í leikhús í London. Það er orðið allt of langt síðan ég fór síðast þannig það var mikið úr að velja. Ég áhvað að lokum að skella mig á Monty Python's Spamalot. Það er örugglega þrælskemmtilegt stykki LoL

 

Ég læt það nú vera að draga ferðafélaga mína með. Fólk sem ég þekki hefur ekki jafn gaman að leikhúsferðum eins og ég. Ég er reyndar í óopinberum leikhúsferðaklúbbi hér heima en er sennilega langduglegastur af hópnum að fara í leikhús.

 

Ég man samt eftir að í einni hópferð sem ég var fararstjóri á rokktónleika í Englandi, þá dró ég slatta af hópnum að sjá "Cats" og fannst flestum það mjög gaman. Það var samt fyndið að sjá hóp af síðhærðum þungarokkurum á Cats og við vöktum þó nokkra athygli Grin

 P.S.

Í minningu Lee Hazlewood sem var að deyja setti ég nokkur lög hér til hliðar í dálkinn lag dagsins. Ég á allar plötur sem eru fáanlegar með kallinum og fannst hann æðislegur. Mæli sérstaklega með "These Boots Are Made for Walkin': Complete MGM Recordings" "Cowboy in Sweden" og góðri safnplötu með Lee og Nancy Sinatra. 

H.I.F.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.