Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gleðilegt sumar

Þá er sumarið komið samkvæmt dagatalinu :-)

Þetta sumar leggst rosalega vel í mig. Margt að gerast á lista og menningarsviðinu. Fullt af áhugaverðum tónleikum framundan. Spennandi kosningar. Svo er lífið bara svo yndislegt. Æðislegir vinir og fjölskylda.

Lífið er gott :-)

Gleðilegt sumar öll sömul :-) :-) :-) :-)


Rush á Wembley

Jæja loksins ætla ég að láta gamlann draum rætast og skella mér á tónleika með hljómsveitinni Rush á Wembley þann 9 óktóber næstkomandi :-) YESSSSSS

Rush er ein af þeim "stóru" sveitum sem hefur alltaf verið á óskalistanum að sjá á sviði. Ég horfði svo á nokkra tónleika á DVD með þeim fyrir stuttu og mundi þá hvað þeir eru stórkostlegir "live". Þeir eru í lok mánaðarins að fara gefa út nýja plötu sem heitir "Snakes and ladders" og ég bíð spenntur að heyra hana.

Þeir verða svo á tónleikaferðalagi í USA og Kanada í sumar og síðan í Evrópu í haust. Þar ætlar kallinn að grípa þá :-) :-) :-)


Sorglegt

Það lagðist yfir mann sorg þegar ég horfði á húsin í Austurstræti brenna. Maður þakkar auðvitað fyrir að engin slys urðu á fólki og enn og aftur sýnir slökkviliðið okkar hvað í þeim býr. Þetta er fólk sem er daglega að vinna hættulegt og þakklátt starf ásamt sjúkraflutningum o.fl. Hve oft hafa þeir komið í veg fyrir manntjón og eignatjón með öruggum vinnubrögðum sínum.

Þetta minnti mig á fyrir nokkrum árum þegar hús við Vonarstræti brann og maður horfði á með sorg í hjarta. Það hús var svo endurbyggt og ég vona að borgaryfirvöld geri það sama við húsin í Austurstræti.Það yrði stórslys ef t.d. borgin ákveður að byggja einhver háhýsi þarna eða eitthvað álíka.

Mér var líka hugsað til þess hvað umhverfið okkar hefur breyst. Nú upplifir maður flesta stóratburði í beinni útsendingu. Netið er orðið aðalupplýsingaflæði okkar. Ég gleymi náttúrlega aldrei 11 september (sem ég er alls ekki að líkja við atburði dagsins) Þegar ég sat við tölvuna í vinnunni og vinnufélagi minn sagði "það flaug flugvél á World Trade Center". Og síðan nokkrum mínútum síðar "Það flaug önnur vél á hinn turninn". Það breyttist allt svo mikið á þessum degi þegar maður áttaði sig á að atburðir líðandi stundar voru nákvæmlega að gerast nánast á sömu stundu og maður fylgist með framvindunni í beinni útsendingu.


mbl.is Talið að eldurinn hafi kviknað út frá ljósum í söluturni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðraðamenningar

Þetta er skemmtilegar tölur. Ég hef stundum verið að spá í biðraðamenningar í heiminum og ég held við Íslendingar erum þar mjög neðanlega á lista. Það hefur reyndar pínulítið skánað undanfarin ár en ekki mikið. Hve oft hefur maður ekki staðið í einfaldri biðröð við kassa í bónus sem skiftist síðan á 2 kassa þegar nær dregur?  Hve oft gengur ekki fólk framyfir í "styttri röðina". Þetta mundi valda miklum deilum erlendis.

 

Þegar ég bjó í Svíþjóð þegar ég var unglingur gleymi ég aldrei að það var hérumbil alltaf sama fólkið á sama stað í röð að bíða eftir strætó. Ég held ég hafi ruglað systemið smá þegar ég var ekki alltaf að koma á sömu mínútunni Smile

 

Svo þegar ég fór að stunda tónleika að staðaldri erlendis þá sá ég svo sannarlega hve aftarlega við Íslendingar erum á þessu sviði. Aldrei neinn ruðningur. Mörg hundruð manns komust inn á örskammri stundu og ekkert vandamál. Maður komst alltaf framarlega á tónleikum, eina sem maður þurfti að gera var að ganga varlega og afsaka sig pent og það opnaðist gátt í hópnum og maður var kominn á góðann stað áður en maður vissi af og lítil sem engin þrengsli.

 SmileSmileSmile

 


mbl.is Deilt og daðrað í biðröðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankinn minn

Ég er einn af þeim sem er með öll mín viðskifti við sama bankann og hef gert í mörg ár. Telst góður kúnni skilst mér. Það fer óstjórnlega í taugarnar á mér að fá lélega þjónustu. Ég verð að segja frá einu atviki sem mér fannst alveg grátbroslegt.

Ég er með viðbótarlífeyrissparnað í Spron og hef verið með hann í nokkur ár. Svokallaðs Lífsvals sem SPRON bíður uppá. Gott og vel hef byggt upp fínann sjóð og það var góð hugmynd að gera þetta finnst mér. Maður tekur lítið eftir aurnum og þetta er fljótt að safnast. En lengi hefur bankinn verið að senda mér bæklinga um betri leiðir til að ávaxta sparnaðinn. Loksins ákvað ég að hringja í þjónustufulltrúann til að færa mig yfir í svokallaðað æfiskeið minnir mig að það heiti.

Það svaraði ungur maður. Samtalið var skrýtið. Í stuttu máli fékk ég fyrst engin viðbrögð né ráðleggingar við fyrirspurn minni. Loksins sagði ég "Er ekki best að fara í æfisskeiðarkerfið" spurði ég. "Jú jú það gera það flestir" svaraði hann. "Ok best ég geri það" sagði ég samt smá hlessa yfir áhugaleysinu. Þá kom þessi gullna setning "Ok kallinn minn, ég skal redda þessu fyrir þig"!!!!!! "Hvað er meillinn hjá þér". Ég var hvumsa og gaf upp póstfangið. "Ok ég sendi þér meil"
Síðan kom daginn eftir í tölvupósti viðhengi með samningi sem ég átti að fylla út, prenta og senda á eitthvað póstfang útá landi.

Semsagt "Ég skal redda þessu fyrir þig KALLINN MINN" Bankinn er sem sagt að gera mér stórann greiða að ávaxta lífeyrisparnað minn! Og þar sem ég er nú í fyrsta lagi löngu búinn að undirrita samning um lífeyrissparnað hefði nú væntanlega verið lítið mál fyrir "þjónustufulltrúann" að bjóða mér að koma við í einhverju útibúi SPRON og undirrita nýjann samning sem bankinn væri búinn að gera tilbúinn! Nei nei ég átti að prenta út blaðið, fylla það út, kaupa umslag og frímerki, fara í næsta pósthús og senda samninginn út á land.

Bankinn eyðir milljónir króna í auglýsingar og flotta bæklinga en stoppa svo viðskiftin á þjónustufulltrúum sem tala niður til kúnna sína. Ekki góður bissness finnst mér. Eiginlega sorglegt.

Ég ætla að halda áfram viðskiftum mínum við SPRON. Hef lengst af verið ánægður hjá þeim en lífeyrissamningurinn liggur óbreyttur :-)


Skruddufundur

Í gærkveldi var haldinn fundur í menningar og lestrarklúbbnum Skruddunum. Fundurinn var frábær eins og alltaf. Við ræddum bók mánaðarins sem var Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen. Ég varð að viðurkenna að ég náði ekki að klára bókina fyrir fundinn. Mér fannst hún alls ekki leiðinleg en hún var erfið lesa. Sögumátinn og viðhorfin á þessum tíma eru mér mjög framandi og stundum varð ég bara reiður yfir fordómum sem voru uppi á þessum tíma gagnvart náunganum. Á móti kom að mér fannst þessi hugsunarháttur mjög áhugaverður og gaman að pæla í hugsunargangi fyrir 200 árum. En allavega umræðurnar um bókina voru mjög fjörugar og áhugaverðar og flestir voru ánægðir með valið á viðfangsefninu :-)

Að sjálfsögðu voru önnur mál rædd sem spannaði allt frá Tíbeskum múnkum, Eurovision, SMS kynslóðina, pólítik, trúmál, passíusálmana, Keith Richards, uppeldismál, matargerð, actionary, leikhús og margt margt fleira.

Næsta bók sem var valin var Zorro eftir Isabel Allende og stóð valið á milli hennar og "The Dirt" æfisögu Mötley Crue :-) Sú bók ásamt æfisögu Keith Richards er reyndar skyldulesning fyrir alla áhugamenn og konur um ólifnað poppstjarna. Ótrúleg frásögn.

Næsti fundur verður svo haldinn hjá undirrituðum eftir 4 vikur. Takk fyrir æðislega kvöldstund og Lolla, þetta flan er vanabindandi :-)


Iceland Airwaves 2007

Nú geta innlendar hljómsveitir byrjað að sækja um á Iceland Airwaves hátíðinni og hvet ég alla að gera það. Þetta er gott tækifæri að koma tónlist sinni á framfæri. 

 

 Hér fyrir neðan birti ég texta frá Hr. Örlygi um umsóknarferlið.

 

Hr. Örlygur er byrjaður að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum fyrir Iceland Airwaves 2007 - sem fram fer í miðborg Reykjavíkur 17.-21. október

Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007. Markmið hátíðarinnar verður sem endranær að bjóða upp á það ferskasta og skemmtilegasta sem er að gerast í íslenskri tónlist - og gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á Airwaves. Við viljum því hvetja jafnt ungar og upprennandi sveitir, sem og þær fræknari og reynslumeiri, til að senda inn umsókn.

Meðal þeirra 30 flytjenda sem komu fram á Airwaves í fyrsta sinn í fyrra má nefna Lay Low, Ólöfu Arnalds, Sprengjuhöllina, Hjaltalín og Ultra Mega Technobandið Stefán.

 

UMSÓKNARFERLIÐ
Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2007 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Press/Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þar má finna nánari upplýsingar um fylgigögn. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni.

Vert er að taka fram að byrjað verður að fara yfir þær umsóknir sem berast. Þar sem bæði innlendir og erlendir listamenn verða staðfestir og kynntir til leiks á dagskrá Iceland Airwaves 2007 á næstu vikum og mánuðum - viljum við hvetja þá flytjendur sem sjá sér fært til að senda okkur umsóknir í apríl, maí og júní að láta slag standa og gera það.

Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58

 

ÁKVARÐANATAKA
Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 15. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Eldar Ástþórsson, Egill Tómasson, Diljá Ámundadóttir og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2007. Þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum.

Frekari upplýsingar veita:
Egill Tómasson: 823 5881 (egill@destiny.is)
Eldar Ástþórsson sími 869 8179 (eldar@destiny.is)

 


Björk er einstök

Það er gaman að lesa þessa umfjöllun "The Scotchman" um væntanlega plötu Bjarkar. Það er alveg rétt að Björk á sér varla neinn líkan í sköpun á tónlist í heiminum í dag. Hún gerir líka sínar plötur algerlega á sínum forsemdum og mér fannst tilvitnun í greininnni góð þar sem Timbaland (Samstarfsmaður Bjarkar á plötunni) spyr Björk hvort hún ætli að gera "skrýtna" plötu eða "vinsældar" plötu. Björk leit á hann með undrun og sagði "Það er ekki hægt að ákveða það áður en þú byrjar að vinna plötuna". Þetta lýsir henni betur en margt annað. :-)

Bein tilvitnun-

THE first time Björk met Timbaland to discuss his collaboration on her new album Volta, the American producer asked her if she wanted to "do something weird" or to "make a hit". She was shocked by such naked calculation. "How can you say that?" she told him. "I could never work like that - decide what it is before you even start."


mbl.is Volta staðfestir stöðu Bjarkar sem eins áhugaverðasta tónlistamannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallelújah helgi

Maður fyllist næstum tár í auga með að fylgjast með blogginu í dag. Eins og Simmi benti réttilega á í sínu bloggi. "Gríðarleg gæsahúð" "Gríðaleg stemming" "Magnað andrúmsloft" "Tilkomumikil samkoma". Hallelúja það mætti halda að maður væri að lesa um samkomur hjá Krossinum. Maður sér fyrir sig reykmettað sviðið, áhrifamikla tónlist og fram stíga í ljósashowi hetjurnar miklu sem ætla að stýra okkur almúganum næstu árum. Áhorfendur tárfella og klappa eins og mörgæsir og hreyfa hausinn hægt til hægri og vinstri með aðdáunarsvip í andliti. Ha ha maður fær dálítinn kjánahroll að fylgjast með þessu. Hvernig er annað hægt en að kjósa þessa dásamlega fólk. Verst maður getur bara kosið einn flokk!

En ég sé fram á góða helgi. Þarf að vinna eitthvað í dag en svo verður DVD kvöld hjá Sigga í kvöld. Við horfum væntalega fyrst á einhverja góða tónleika, svo einhverja skemmtilega mynd. Ég vona að eitthvað kraftmikið rokk verði fyrir valinu í kvöld, helst Megadeth eða Motorhead, ég er í þannig skapi í dag :-)

Á morgun er svo Skruddufundur þar sem við í Lesklúbbnum hittumst og ræðum menninguna frá öllum sjónarhornum. Ætli pólítíkin komi ekki líka til tals :-) Gruna það.

Fór á tónleika með Peter Björn & John á Nasa í gærkveldi. Það voru fínir tónleikar, fullt hús og góð stemming. Ég var að selja diska líka og tók í sölu einhverja boli fyrir hljómsveitina líka og fannst mjög fyndið hvað margir íslendingar voru að reyna tala við mig á bjagaðri ensku. Héldu greinilega að ég væri sænski bolanördinn :-)


Of ólík öðrum könnunum

Alveg burtséð frá hvar hjartað liggur í pólítík þá eru þessar kannannir blaðsins allt of ólíkar öðrum könnunum. Veit ekki hvort það sé út af lágu hlutfalli þeirra sem taka afstöðu eða öðru. Allavega bíð ég spenntur eftir næstu Gallup Smile

 

 


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband